Réttur - 01.04.1982, Page 48
þó að þeim yrði þyrmt eða þeirra börnum,
þá veit ég að það er blekking og tál. Engu
mannsbarni verður þyrmt. Þess vegna stend
ég hér nú fyrir framan Alþingishúsið og vona
að orð mín berist inn fyrir þessa þykku múra
til íslenskra ráðamanna, sem bæði eiga börn
og barnabörn. Hættið við fyrirhugaðar
framkvæmdir í Helguvík. Engar fleiri
birgðastöðvar fyrir eldsneyti á herflugvélar,
sem æla helsprengjum yfir lönd og höf, yfir
fólk og fénað. Þvi þó að Alþingishúsið sjálft
kynni að standast nifteindasprengjuna, þá
gerið þið það ekki. Ekki frekar en við, sem
hímum hér úti í vætunni. Ef þið viljið
afvopnun, þá byrjið hérna heima. Leggið
niður herstöðina i Keflavík, friðlýsið hafið
hér í kring, gerist bandamenn þeirra, sem
berjast friðsamlega fyrir friði, gerist her-
stöðvaandstæðingar.
112