Réttur - 01.04.1982, Page 57
á, eru of tíð til þess að útiloka möguleikann á
þessu morði, sem kom Nato og Bandaríkja-
auðvaldinu vel.
Aðvörun frá Venus
í fornöld gáfu stjörnuspekingar næsta ná-
granna okkar í sólkerfinu hið fagra nafn
Venusar, ástar- og fegurðargyðjunnar.
Nú hafa vísindamenn uppgötvað að Venus
er eldglóandi hnöttur, — rétt eins og atom-
sprengingar hefðu tortímt þar öllu í eldi, sem
eigi slokknar.
Bíða jarðarinnar sömu örlög. Ronald
Reagan og „stóriðju- og hernaðar-samsteypa”
Bandaríkjanna búa jarðarbúum slík örlög
með vitfirrtu vígbúnaðaræði sínu. Ekkert
fær stöðvað þá enn, þeir græða svo vel á því!
Er ekki tími til kominn að taka fram fyrir
hendurnar á þessum „stórkaupmönnum
dauðans”, þessum hýenum gróðans, — áður
en þeir búa jarðarbúum örlög Venusar, —
gera jörðina að einu eldhafi. Þeir hófu að
brenna hundruð þúsunda manna í „smá-
muna”stíl í Hiroshima og Nagasaki. — Er
ekki mál að linni áður en það er orðið of
seint?
Hafréttarsamningurinn
og Bandaríkin
Bandaríkjastjórn hefur neitað að skrifa
undir alþjóðasamning Sameinuðu þjóðanna
um hafréttin. Höfuðástæðan er að hræ-
gammarnir í Wall Street og Washington, rík-
ustu auðfurstar heims, vilja tryggja sér svo
að segja einkarétt á málmum dýpsta hafs-
botnsins, sem Sameinuðu þjóðirnar í hafrétt-
arsáttmálanum ætluðust til að yrðu notaðir
til að bæta úr fátækt allra fátækustu þjóða
heims, — sem sé væru alþjóðaeign.
Þessir ríkustu auðhringir heims, helteknir
af gróðafíkn og gersnauðir af mannúðar —
eða réttlætistilfinningu, ætla í krafti tækni
sinnar að ræna þessum auð frá fátækustu
þjóðum heims.
Bandaríkjastjórn, verkfæri þessara níð-
inga, á skilið fordæmingu alls mannkyns
fyrir þennan níðingsskap.
En eins og við var að búast, þá liggja flest
blöð hér heima og stjórnmálaræflar Nato
hundflatir fyrir þessari stjórn, sem þykist
vera foringi lýðfrelsis í heiminum í krafti
þess að geta drepið allt mannkyn, ef henni
byði svo við að horfa.
Það eru vissulega engin takmörk fyrir
þeim svívirðingum gagnvart fátækum, sem
morðingjarnir, er myrtu 2 milljónir kvenna,
barna og karlmanna í Vietnam, geta gert sig
seka um.
121