Réttur


Réttur - 01.04.1982, Side 60

Réttur - 01.04.1982, Side 60
Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ: I Ijósi þess að þjóðartekjur dragast saman á næstu misserum ef að líkum lætur, má teljast gott að með þesssum samn- ingi tekst að viðhalda kaupmætti ársins 1981 óskert- um. Þessi mynd var tekin við upphaf 72 manna nefnd- arfundarins. Björn Þórhallson varaforseti ASÍ ræðir við Ásmund. Ljósm.: — gel. þrep, er miðist við 6 ára starf í sömu starfsgrein, þar af tvö síðustu árin hjá sama atvinnurekanda, og verði þá laun 12,5% hærri en byrjunarlaun viðkomandi launaflokks. Ákvæðisvinnutaxtar skulu taka sömu hlutfallslegu breytingum og tímavinnu- taxtar eftir fyrstu starfsaldurshækkun. Samningurinn tekur þó ekki til síldarsölt- unarsamninga. Verðbætur á laun skal greiða sam- kvæmt ákvæðum Ólafslaga en þó skal sér- staklega draga 2,9% frá útreikningi verð- bótavísitölu 1. september 1982. Umræð- um við ríkisstjórnina um nýjan vísitölu- grundvöll skal haldið áfram. * Ummæli forseta ASI Eftir að samkomulag náðist lét Ás- mundur Stefánsson eftirfarandi ummæli falla í viðtali við Þjóðviljann: „Ef borin er saman sú kröfugerð sem við lögðum fram sl. haust og sá samning- ur sem nú liggur fyrir, er alveg augljóst að töluvert vantar upp á að allt hafi náðst fram. Það sem hins vegar skiptir mestu er að það tekst með þessum samningi að viðhalda meðaltalskaupmætti ársins 1981“, sagði Ásmundur Stefánsson forseti Alþýðusambands Islands eftir að fundi 72 manna nefndar ASÍ lauk. „Sé þessi árangur skoðaður í ljósi þess að allar spár um framvindu efnahagsmála undanfarið benda til þess að þjóðartekjur dragist saman, er ljóst að þessi samningur eykur hlut verkafólks og miðar að því að styrkja okkar hlut frá fyrri stöðu“. Þú telur sum sé að samningur ykkar við vinnuveitendur sé viðunandi? „Já, ég tel hiklaust að svo sé. Meiri kauphækkun eða betra vísitölukerfi hefði ekki náðst fram nema með miklum átök- um á vinnumarkaðnum. Ég er sammála liðsmönnum okkar hreyfingar um að mikil átök til að ná fram betri samningi hefðu verið of dýru verði keypt“. En hvað með vísitöluskerðinguna sem nú er samið um að verði 2,9% 1. septem- ber í haust? 124

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.