Réttur


Réttur - 01.04.1986, Síða 25

Réttur - 01.04.1986, Síða 25
Frá sjöunda þingi Landssambands iðnvcrkafólks. í ræðustól er Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ en hann flutti ræðu um kjaramálin á þinginu. inn að geta sótt fram á mörgum vígstöðv- um, dregið úr tilkostnaði, treyst atvinnu- öryggi og séð vaxandi mannafla fyrir lífs- afkomu, jafnframt því sem laun hækki tií jafns við það sem best gerist í nálægum löndum. Til þess að svo megi verða þurfa allir að taka höndum saman. Stjórnvöld verða að búa iðnaði bestu aðstæður, iðn- rekendur að nýta sér möguleika hvar sem þeir gefast og starfsfólk að fá viðunandi aðstöðu til starfs- og eftirmenntunar og til áhrifa og íhlutunar í málefni eigin vinnu- staðar. Ályktun um verkmenntunarmál Ljóst er að krafan um stóraukna iðn- fræðslu og verkmenntakennslu fyrir starfs- fólk í verksmiðjuiðnaði er eitt brýnasta hagsmunamál iðnverkafólks í dag. Fram- vindan í þessum málum á næstu misserum og árum mun án efa hafa afgerandi þýð- ingu í baráttu okkar fyrir því, að skapa al- mennan skilning og viðurkenningu á mikilvægi og þýðingu þeirra starfa sem iðnverkafólk hefur með höndum. Um leið hlýtur aukin verkmenntakennsla að verða mikilvægt tæki í baráttu iðnverka- fólks fyrir stórbættum kjörum þeirra sem við iðnað starfa. Við uppbyggingu verkmenntunar í verksmiðjuiðnaði verður að leggja til grundvallar, að hún verði bæði aðgengi- leg og eftirsóknarverð fyrir iðnverkafólk. Til að svo megi verða er ljóst að náms- framboð, námstími og öll tilhögun náms- ins verður öðru fremur að einkennast af sveigjanleika. Þannig er ljóst að náms- framboðið verður að taka tillit til þeirrar þróunar sem orðið hefur í verksmiðjuiðn- aði og þeirra starfa sem þar eru unnin í dag. Pá er ekki síður mikilvægt, að skipu- lag verkmenntunar verði með þeim hætti, 89

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.