Réttur - 01.04.1986, Page 42
þáttum séu í einu og sama félagi. Telja
má líklegt að einmitt í hópi starfsstúlkna
á sjúkrahúsum hafi verið margar sem
áður höfðu starfað sem vistráðnar stúlkur
og þekktu því gjörla kjör þeirra og ófrelsi.
Strax á fyrstu fundunum koma kjör
vistráðinna stúlkna til umræðu og þá eink-
um hinn langi vinnutími þeirra. Þannig
hvetur t.d. María Guðmundsdóttir til
þess í janúar 1935 að félagið beiti sér fyrir
því að stúlkur ráði sig þá um vorið (þ.e.
14. maí) með því skilyrði að ekki komi til
þess að þær þurfi að vinna eftir kl. 8 á
kvöldin. Á næsta fundi 28. mars tekur
Vilborg Ólafsdóttir svo sterklega til orða
að „þau kjör sem stúlkur ættu við að búa
í mörgum vistum væru eftirstöðvar frá
þrælahaldinu". Önnur nefndi mörg dæmi
um „vangæfar húsmæður" og er tekið
fram að hún hafi talað skýrt og skorinort.
Aðalheiður benti á að ef vinnutími
stúlknanna væri bundinn við kl. 8 þá
„mundi það stuðla að reglubundnum mál-
tíðum, því flestar húsmæður mundu
hugsa um það að kvöldstörfum yrði lokið
áður en stúlkan færi.“ P>ann 2. maí 1935
komast félagskonur að þeirri niðurstöðu
að því miður væri félagið of fámennt til
samtaka aðgerða í þessum efnum fyrir 14.
maí það ár, en samþykkt var að halda út-
breiðslufund 12. maí.
Um haustið komu kjör vistráðinna
stúlkna enn á dagskrá hjá félaginu og var
þar upplýst að algengt væri að kaup í vist
væri 35 krónur á mánuði. Töldu konur að
lágmarkskaup í slíkri þrælkun væri 50
krónur en ein kona sagðist hafa reynt að
ráða sig fyrir þá upphæð, en hvergi fengið
vist. Ári síðar eru þessi mál enn á
dagsskrá og þá sett nefnd í það að kanna
hvort ekki væri hægt að ná samningum
við einkaspítala og samningum um kjör
vistráðinna stúlkna og mun þar einkum
hafa verið haft í huga ákvæði um vinnu-
tíma.
Fyrir aðalfundi félagsins í mars 1938 lá
frumvarp frá nefnd sem fjallað hafði um
vinnutíma stúlkna í vistum og var hug-
mynd nefndarinnar að fá frumvarp þetta
lagt fyrir alþingi. Formaður félagsins
Aðalheiður Hólm lagði fram tillögu á
fundinum þess efnis að fela stjórn félags-
ins að gera sitt ýtrasta til að koma þessu
frumvarpi fyrir yfirstandandi alþingi. Pá
var jafnframt skorað á alþingi að koma
sem fyrst á skóla fyrir starfsstúlkur. Vorið
1939 eru málefni vistráðinna stúlkna í síð-
asta sinn á dagskrá félagsfundar. Þá var
skýrt frá því að vinnutími vistráðinna
stúlkna hefði verið ræddur á ASÍ þingi
haustið áður og kynnti formaður aftur
frumvarp að lögum um þetta efni sem
fundurinn samþykkti að skora á alþingi
að flytja og samþykkja. Eina vonin um
árangur í þessu máli væri að fá sett lög um
■ vinnutíma stúlknanna. Ekki var meira
rætt um þessi málefni á fundi félagsins en
í Alþingistíðindum kemur fram að Brynj-
ólfur Bjarnason þingmaður Sósíalista-
flokksins hefur flutt frumvarp til laga um
vinnutíma starfsstúlkna á heimilum. Þar
er gert ráð fyrir að hámarksvinnutími sé
10 stundir á dag 6 daga vikunnar og
ákvæði um einn heilan frídag í viku.
Stúlka sem raðin er í ársvist skal fá 14
daga sumarfrí. F>á er einnig að finna í
frumvarpinu ákvæði um eftirvinnu-
greiðslur. Flutningsmaður segir í greinar-
gerð með frumvarpinu og reyndar einnig
í stuttri framsöguræðu að frumvarp þetta
sé flutt vegna ítrekaðra óska frá stúlkum.
Það hafi oft verið rætt í Starfsstúlknafé-
laginu Sókn og samþykkt þar. Einnig hafi
landsfundur kvenna sumarið 1938 sam-
þykkt ályktun er gekk í sömu átt. Á 71.
fundi efri deildar var frumvarpið tekið
106