Réttur - 01.04.1986, Side 48
átVé.
NEISTAR
Aðvörun til almennings
„Fyrst makt heims er við
myrkur líkt,
mín sál, halt þig í stilli,
varastu þig að reiða ríkt
á ríkismanna hylli."
Hallgrímur Pétursson
Passíusálmar 8,22
Fátæktin komin aftur
á íslandi
Rödd ákærandans:
„Heyrið þér, Satans börn, ef
nokkrir eru, sem megið orð mín
heyra, eður til þeirra spyrja: Eruð
þér enn nú ekki óþyrstir orðnir
af blóði fátæks almúga hér á
landi? Nær viljið þér láta af að
útsjúga hús þeirra, sem yður
forsorgun veita með sínu erf-
iði?“
Jón biskup Vídalín
(sd. á Miðföstu)
Frelsun alþýðunnar
verður að vera hennar
eigið verk
„Skæruhernaðurinn og ný-
sköpunin ollu ekki aðeins lífs-
kjarabyltingu, heldur skóp sú bylt-
ing jafnframt bakhjarl þeirrar þjóð-
frelsisbaráttu, sem þá var á næsta
leyti viö ameríska imperialismann
og síðan hefur staðið á fjórða ára-
tug.
Einnig vannst sigur á þessum
árum í annari frelsisbaráttu: bar-
áttu alþýðu fyrir frelsi af oki fátækt-
arinnar. Með lífskjarabyltingunni
var lagður grundvöllur að því að
útrýma fátæktinni á íslandi. Síðan
var það undir pólitískum þroska,
og það merkir sósíalískum þroska
alþýðunnar komið, hvort því krafta-
verki einnar kynslóðar væri haldið
við og það fullkomnað.
Enginn getur frelsað alþýðuna
frá því böli, ranglæti og viður-
styggð fátæktarinnar, nema hún
sjálf, en þá má hún heldur engum
gleyma, sem ekki getur barist eins
og hún sjálf og sigrað, heldur þarf
á hjálp hennar að halda. Meðan
einhver er vanmegna og þjáist
því af skorti, hefur byltingin gegn
fátæktinni ekki sigrað endanlega.
Því kann svo að fara að bylta þurfi
sjálfu þjóðfélaginu að lokum til
þess að tryggja endanlegan, full-
an og óafturkallanlegan sigur á
þeim glæp, sem Bernard Shaw
taldi verstan allra, fátæktinni.
Meðan auðvald lifir og ræður
verður það eilíf árátta þess að
koma fátæktinni á að nýju til þess
að geta þjónað guði sínum, gróð-
anum.
Takist andlega frjálsri, og það
merkir sósíalískri alþýðu um tíma
að útrýma fátæktinni, en láta samt
auðvaldið halda völdum, þá mun
það ganga berserksgang til þess
að gera alþýðuna aftur andlega
fátæka, andlega undirgefna yfir-
drottnurum sínum. Þá mun ekki
langur timi líða, uns hin gamla
vofa gægist fram að nýju, og svo
verður þar til alþýðan lærir að
kveða þann draug svo niður, að
hann aldrei rísi upp framar."
„ísland í skugga heims-
valdastefnunanr
1980. Bls. 182.
„Amerískt frelsi“
11 ára drengur þrælar í kola-
námu í Bogota í Kolumbíu til
að foröa fjölskyldunni frá
hungurdauöa.
112