Réttur - 01.08.1975, Síða 4
samning. Það var skiljanlegt og viturlegt.
Kalda stríðið var hafið gegn þeim, er þau
flakandi í sárum höfðu lagt ófreskju fasism-
ans að velli. Og allan tímann hafa þau orðið
að fórna miklu af lífsgæðum þjóða sinna, til
þess að geta staðið auðugum Bandaríkjunum
á sporði í hervæðingu, — þessu vitfirrta
kapphlaupi, sem er hið eina sem auðvald
Vesturheims virðir og skilur. Sovétríkin ját-
ast nú undir það að beita ekki valdi gagnvart
öðrum Evrópuríkjum til að hafa áhrif á inn-
anlandsmál þeirra. Slíku hefur að vísu verið
lýst yfir áður fyrr og brotið, — svo sem
21. ágúst 1968, — en það eru ýmis rök, sem
mæla með því nú að Sovétríkin og Banda-
ríkin muni ekki héreftir eins og hingað til,
beita herstyrk (— né þá gildum hótunum
um hann), til að leggja Evrópuríki undir
vilja sinn, — a. m. k. ber öllum Evrópuríkj-
um að gera sitt til þess að bæði stórveldin
standi við þetta nýja fyrirheit.
Nú reynir á ríki Evrópu, frá austur-landa-
mærum Póllands og Rúmeníu til Atlantshafs
að fylgja á eftir frelsi því, sem stórveldin
tvö óbeint veita þeim, hagnýta sér til fulls
þá möguleika, sem í lokum kalda stríðsins
felast. Reynir nú á sjálfstæði þeirra og þor
hvers um sig að knýja fram afnám þess
ófarnaðarástands, er kalda stríðið skóp.
Það ætti tafarlaust að byrja með heim-
kvaðningu þeirra herja stórveldanna tveggja,
sem nú dvelja í Evrópu utan heimalanda
sinna og ljúka þeim aðgerðum með upp-
lausn hernaðarbandalaganna beggja, enda
sé þá um leið sú ákvörðun tekin að hvorugt
stórveldið geri tvíhliða samning við Evrópu-
ríki.
Það færi ekki illa á því t.d. að heimkvaðn-
ingarnar hæfust á því að ameríski herinn
væri kvaddur heim frá Islandi og sovéski her-
inn frá Tékkóslóvakíu samtímis. (Hvað segir
ríkisstjórn Islands um að hafa frumkvæði um
slíkt, — vart þyrfti að óttast að „jafnvægið"
margumtalaða raskaðist við það, hernámslið-
ið í Tékkóslóvakíu er vafalaust miklu fjöl-
mennara en hernámsliðið á íslandi?).
Það verður nú fyrst og fremst komið undir
verklýðsflokkum Evrópu hvernig til tekst um
þróun þessara mála.
ÞEKKJA VERKALÝÐSFLOKKAR
EVRÓPU VITJUNARTÍMA SINN?
Ég bar þá von í brjósti sem fleiri eftir
stríð að verklýðsflokkar Evrópu mundu, —
eftir allar þær hörmungar, er þeir urðu sam-
an að þola undir ógnarstjórn fasismans, og
eftir þann fórnfreka sigur, er þeir og fleiri
unnu á fasismanum, bera gæfu til þess að
taka höndum saman.2) Sú von brást.
Eftir að Bandaríkjaauðvaldið hóf kalda
stríðið tókst því að ná tökum á flestum sósí-
aldemókrataflokkum Evrópu, — nema þeim
sænska. Stjórn Kommúnistaflokks Sovétríkj-
anna tók þá að reyna að knýja kommúnista-
flokka Evrópu undir ægishjálm sinn og er
Kommúnistaflokkur Júgóslavíu stóð gegn
því var ofsókn hafin gegn honum og sjálf-
stæðustu kommúnistum Evrópu, en CIA
hjálpaði til.3) íslenski Sósíalistaflokkurinn
neitaði hinsvegar að taka þátt í aðförinni að
„titoistum" og barðist harðri baráttu gegn
yfirdrottnunarstefnu ameríska auðvaldsins
gagnvart Islandi. — Verklýðshreyfing heims
klofnaði hastarlegar en nokkru sinni fyrr:
Verklýðsflokkarnir voru hvorir fyrir sig í
næsmm jafn andstæðum fylkingum og
heimsveldin tvö sjálf og verklýðssamband
veraldar klofnaði í tvennt — að undirlagi
CIA.
Þessu óheillaástandi þarf nú endanlega að
ljúka. Verklýðsflokkarnir, kommúnistar sem
sósíaldemókratar, þurfa að hefja samstarf,
innan hvers lands og þvert yfir landamærin.
148