Réttur


Réttur - 01.08.1975, Side 8

Réttur - 01.08.1975, Side 8
VIKTOR JARA: LJÓÐ Viktor Jara var bókmenntafræðingur að menntun, tók próf frá háskólanum í Santiago 1962, var svo leikstjóri um tíma, kom 1966 fyrst fram sem Ijóðskáld og tónskáld, söng sig inn í hjarta þjóðarinnar í Chile einmitc með því að þróa alþýðulög hennar og syngja um áhugamál hennar og lífsbaráttu. Þegar fasistarnir brutust til valda 11. sept. 1973 var þessi vinsæli söngvari og þjóð- skáld hnepptur í dyflissuna á Chileleikvanginum ásamt 5000 öðrum. Er fasistarnir sáu hver hann var brutu þeir alla fingur pyntuðu hann í fjóra daga og skutu hann Þjóð hans syngur Ijóð hans og lög í banni harðstjórnarinnar. Er flóttafólkið, sem var í argentíska sendiráðinu í Santi- ago heyrði um morðið á honum, söng það kvæðið hans, „Bæn til verkamanns- ins" er hér fer á eftir. Annað kvæðið „Vindar fólksins" (Vientos del Pueblo) er ort nokkrum mánuðum fyrir valdarán fasistanna og er sem skáldið finni á sér yfirvofandi ógnina, en hvetur til dáða. Þriðja kvæðið er ort á leikvanginum, í fangabúðunum („Estadio Chile"), sam- fangar lærðu það og þeir, sem lifðu af, báru það út með sér. (í „Morgunblaðinu" var níðingsverkunum í Chile fagnað sem „sigri lýðræðisins"). Síðasta Ijóðið „Stefnuyfirlýsing" („Manifiesto") er síð- asta hljóðritun er Viktor Jara gerði, fáum vikum fyrir valdaránið. Það er erfðaskrá hans til umheimsins. hans, svo hann mætti aldrei spila framar, til bana 15. september. „Réttur" hefur fengið að hagnýta þýðing- ar þær af ljóðum Viktors Jara, sem fluttar voru í ríkisútvarpinu 11. sept. sl. og kann flytjendum og þýðanda þakkir fyrir, en þýð- andi ljóðanna er Ingólfur Margeirsson. LA PLEGARIA A UN LABRADOR (Bæn til verkamanns) Rís Horfðu á fjallið Uppsprettu vindar, sólar og vatns Þú, sem breytt hefur farvegi fljóta Þú, sem með fræjum sáir flug eigin sálar. Rís Horfðu á hendur þínar Taktu hönd bróður þíns 152

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.