Réttur


Réttur - 01.08.1975, Blaðsíða 14

Réttur - 01.08.1975, Blaðsíða 14
I. Þegar maður er gestur slíkra samtaka sem þeirra er að þessari samkomu standa verður freistandi að gera markmið þeirra sjálfra að um- ræðuefni. Ég ætla því að hætta mér út á þá hálu braut að flytja hér fáeinar hugleiðingar um kon- una, menninguna og friðinn, enda þótt efnivið- urinn sé í rauninni ótæmandi, auk þcss sem skoð- anir manna um þessa miklu þrenningu cru ærið sundurleitar. Ekki má heldur vænta þess að ég hafi neinn nýjan boðskap að flytja um þessi cfni — þetta verða aðeins hálfkveðnir þankar um hlutskipti konunnar fyrr og síðar í örlagaglímu mannkynsins og svo afstöðu hennar til menningar og friðar eins og hún kemur mér fyrir sjónir í nútímanum. II. Erfitt er að ræða hlutdeild konunnar í mann- félagsmálum án þess að byrja á þvi að mynda sér einhverja skoðun um hinn margumdcilda mun kynjanna — karls og konu. Þar er þá fyrst til að taka að í báðum kynjum er talið ríkja nokk- urt tvíveldi, að vísu misjafnlega áberandi eftir einstaklingum: karlmaðurinn er alltaf haldinn ein- hverju kvenneðli og konan einhverju karleðli. Karleðlið hefur verið skilgreint þannig að það sæki „í átt að marki“, krefjist athafna sem breyta fyrra ástandi, bjóði þannig hættum heim og verði að taka ábyrgð á athöfnum sínum. Kveneðlið þykir hins vegar helst birtast í ýmsum ástrænum myndum og þá ekki síst miskunnsemi og fóm. Karleðlið vísar með öðrum orðum út á við til baráttu og sigurvinninga, en kveneðlið inn á við til umhyggju og varnar. Eins og kunnugt er hefur sú skoðun verið næsta lífscig víða með þjóðum að karlmaðurinn væri konunni fremri að eðlisfari: sterkari, gáf- aðri, staðfastari, gæddur ríkari sköpunargáfu o.s.frv. Nú á dögum eru þó vísindamenn í ýmsum greinum teknir að bera brigður á þessa kenningu — til dæmis hafa ýmir líffræðingar komist að þveröfugri niðurstöðu. Þeir segja að verkaskipt- ing sú sem ríkt hefur í flestum samfélögum hafi valdið mismunandi þroska kynjanna í andlegu og félagslegu tilliti, en alls ekki neinir yfirburðir í náttúrufari karlmannsins. Að vísu hafi karlmenn yfirleitt meiri líkamsburði en konur, sem séu þó að sumu leyti áunnir. Maðurinn hafi gerst útsækinn og víðförull og öðlast við það tæki- færi til áreynslu og þekkingar sem konan hafi frrið á mis við. Hún hafi verið staðbundin, alið manni sínum börn og orðið að sitja heima við uppeldi þeirra og önnur heimilisstörf. Þessi að- stöðumunur hafi svo smámsaman rótfest þá trú að konan væri manninum síðri að náttúrufari og ætti því að vera honum undirgefin. Þessir vísindamenn telja að líkami konunnar sé sterkbyggðari í heild, enda þótt karlmaðurinn sé gæddur meiri vöðvaorku, hún sé ónæmari fyrir sjúkdómum, þoli betur lost og ógnir, stami sjaldnar, sé sjaldnar litblind, drýgi sjaldnar sjálfs- morð, nái hærri meðalaldri. Sé svo litið til gáfna- farsins komi í ljós að meðalgreind drengja jafn- ist ekki á við meðalgreind telpna á sama aldri: við fimm ára aldur eru þær tveim árum á undan og haldi því forhlaupi öll skólaárin. Hinsvegar dragast þær heldur aftur úr þegar til langskóla- náms kemur og má vera að þá komi einmitt kveneðlið meira við sögu. Líffræðilega yfirburði konunnar rekja þessir vísindamenn til fullkomnari litningasamsetningar og niðurstaða þeirra verður sú að hvar sem kon- an hafi tækifæri til að sýna hvað hún getur standi hún karlmanninum jafnfætis -— og oft og tiðum framar. Sálfræðilega séð telja þeir hinn mikla hæfileika hennar til aðlögunar mjög þýð- ingarmikinn og raunar sjálfa undirstöðu mann- félagsins: hún sé af náttúrunni sköpuð til að viðhalda tegundinni, elska hana, verja líf henn- ar, en þann eiginleika verði karlmaðurinn að læra — ávinna sér hann. Nú virðist mér fyrir mitt leyti að allur met- ingur um náttúrufar og hæfni kynjanna sé næsta ófrjór og leiði sjaldan til jákvæðrar niðurstöðu. Það er til dæmis staðreynd að karlmaðurinn frjóvgar konuna, en konan elur barnið. Þetta eru meðfæddir eiginleikar sem ekki verður breytt með cðlilegum hætti — og það er hreinn fávita- skapur að deila um það hvor eiginleikinn sé dýr- mætari. Kenningin um að konan sé eitthvert ó- æðra kyn tekur auðvitað engu tali. Hins vegar er fjasið unt það að hún hafi alstaðar og ævinlega átt við undirokun að búa einnig mjög hæpið og helst til þess fallið að viðhalda minnimáttar- kennd hennar. Sé málið betur rannsakað kemur 158
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.