Réttur


Réttur - 01.08.1975, Síða 16

Réttur - 01.08.1975, Síða 16
Jóhann Briem: Isold bjarta. — Teikning hans í „Fornum dönsum" við Tristanskvæði. víst að hvert þessara afbrigða um sig hafi átt sína sælu sem ekki hefði notið sín og sína kvöl sem ekki hefði orðið afborin án þeirrar dýpri einingar kynjanna sem ekki spyr um mismunun eða vald. III. Eins og að líkum lætur hættir okkur við að miða afstöðu okkar til fjölskyldulífs og sifja- mála fyrst og fremst við siðalög hvíta kynstofns- ins og skal nú vikið að þcim þætti málsins. Segja má að í fomöld hafi hlutverk konunn- ar meðal vestrænna þjóða verið ýmist það að svala holdsfýsnum karlmannsins ellegar vera auð- sveip eiginkona og móðir. Þó eru viðskipti kynj- anna ekki alstaðar og ævinlega bundin þessum höfuðþáttum einum, heldur gátu þau einnig öðl- ast trúarlegt og jafnvel stjórnmálalegt gildi, eins og til dæmis hjá rómverjum. En á tólftu öld sprakk út i Frakklandi brum nýrrar samlífstjáningar manns og konu upp af hinni grófu rót fornaldarinnar — og 'iaföi það brum frjóvgast og göfgast af klassiskum skáld- skap, márískri heimspeki og kristindómi. Þeiía var hin svokallaða rómantíska ást, sen þannig var skilgreind í riti einu sem út var gefið á ár- inu 1180: Ástin er nokkurskonar meðfædd þján- ing sem tendrast þegar hugurinn verður altekinn af fegurð einstaklings af gagnstæðu kyni. Hinu nýja viðhorfi rómantíkurinnar fylgdu ýmis óvænt sjónarmið, eins og til dæmis sú skoð- un sem hafði aldrei áður þekkst í menningar- sögunni að konan væri æðri vera og göfugri en karlmaðurinn, einnig hin sem í fyrrnefndri skil- greiningu felst að sönn ást væri ævinlega þrot- laus kvöl. Upp af spennu þessara viðhorfa mynduðust smámsaman sjúklegar geðflækjur sem mundu hafa verið jafnframandi fomrómverjan- um sem nútimamanninum, en urðu þó aflvaki mikilla lista og orsök mikilla vigaferla. Við tóku tímar riddaramennskunnar og mansöngvanna. Iðk- aður var banvænn ástríðuleikur milli kynjanna, sem náðu hámarki í arfsögnum eins og þeirri af Tristan og ísoldu. Hin sanna ást var ekki hugsanleg milli jafningja: elskendurnir þurftu að vera svo gerólíkir að eðli og uppruna að þcim væri ekki skapað nema að skilja — nakið sverð varð að liggja á milli þeirra, grafir þeirra áttu helst að gróa sitt í hvoru landi. í átta aldir ríkti þessi rómantík yfir tilfinn- ingalífi vestrænna þjóða, draumum þeirra og ímyndunarafli og það varð hlutverk hverrar kynslóðar að varpa sínu sérstaka gildi á kenni- setningar hennar. Svo var einnig hér á hinu kalda íslandi. Eddukvæði eins og Helrcið Bryn- hildar, Guðrúnarkviðumar og annar frumgróður af þessum toga hefur borist hingað snemma. Laxdæla, Gunnlaugs saga ormstungu og fleiri verk ritaldarinnar héldu glóðinni við. Síðan taka við danskvæði, lofsöngvarnir um Maríu mey og mansöngvar rímnaskáldanna. Loks slá endur- reisnarskáldin á hina sömu strengi og þá ekki síður söngvarar öndverðrar þessarar aldar eins og þcir Davíð og Stefán frá Hvítadal. Svana- söngur þessarar hugarstefnu hér á landi er svo vafalaust hin tvíræða historía Þórbergs Þóiy5ar- sonar um Elskuna sína. Þar endar hinn lífseigi leikur rómantískrar ástar í skoplegu umkomu- 160

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.