Réttur


Réttur - 01.08.1975, Page 20

Réttur - 01.08.1975, Page 20
Sigurjón Ólafsson myndhöggvari: Móðirin. Oft er að því vikið við hátíðleg tækifæri að það hafi verið karlmannleg seigla feðrtinna og ódrepandi tryggð þeirra við tungu og bókmenntir sem fleytt hafa þjóðinni fram á þennan dag. En stundum dcttur manni í hug hvort bæði karl- mennirnir og bókmenntirnar hefðu ekki diáð út þegar harðast blés ef hinar blessuðu eiginkonur og mæður fortíðarinnar — hinar nafnlausu og allslausu — hefðu ekki reynst innsta eðli sínu trúar og vakað dag og nótt yfir hinum fölskvaða neista í brjóstunum. V. Nútímakonunni, sem efla vill menningu og frið á jörðunni, er mikill vandi á höndum. Þarna stendur hún nú við hlið karlmannsins á ofurháu fjalli og við þcim blasa öll ríki verald- ar og þeirra dýrð. En hverskonar menning og hverskonar friður ríkir í þessari veröld sem hin útsækna, vöðvasterka og valdamikla hetja henn- ar, karlmaðurinn, hefur skipulagt og mótað? Skal það framvcgis vera aðal konunnar að standa á jöfnum rétti sínum til að halda áfram að skipu- leggja og móta þcssa veröld í tákni karlcðlisins? Eða er hún komin upp á fjallið til þess að láta hinn blíða blæ kveneðlisins, frjóvgandi og græð- andi, líða yfir heimsbyggðina? Ég ætti ckki að þurfa að lýsa hinu svokallaða heimsástandi eins og það er í dag. Við vitum að tæknibyltingin mikla með öllum sínum vís- indasigrum hefur skapað möguleika til allsnægta sem vissulega ættu að geta eflt og treyst menn- inguna og friðinn. En við vitum líka að annað- hvert barn sem fæðist í heiminn deyr úr hungri. Við vitum ennfremur að mannkynið stendur á brún hengiflugs sem það getur steypst fram af, hversu lítið scm út af ber. Hinir stórkostlegu sig- urvinningar mannsandans hafa verið keyrðir und- ir mótstríðandi vald risakerfa sem ögra hvort öðru með algerri tortímingu. Eins og brákaður reyr hvilir hin innri menning atómaldarinnar á vopnuðum friði — köldu stríði sem getur fyrr en varir orðið heitt. Hvað getur konan á fjallinu, hin frjálsa kona, hin íslcnska kona, tekið til bragðs undir slíkum kringumstæðum? Ef við rennum augum yfir feril hennar og viðbrögð að undanförnu sjáum við að hin auknu réttindi hafa fært henni margskonar ytri gæði sem formæður hennar fóru á niis við. Námsskil- yrði hennar hafa stöðugt batnað og rýmst. Hún stundar nú ekki einungis lögfræði, læknisfræði, og jafnvcl guðfræði, heldur og flestar þær grein- ar í atvinnulífi, listum og vísindum sem karl- menn leggja stund á. Ógifta konan leitar svo nær undantekningarlaust út á hinn almenna vinnu- markað og gifta konan gengur í æ ríkara mæli 164

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.