Réttur


Réttur - 01.08.1975, Qupperneq 27

Réttur - 01.08.1975, Qupperneq 27
FURSTARNIR AF SVARTSENGI Allt frá því fyrir hálfri öld, er nútíma tækni tók að gera öfl og auð í iðrum jarðar dýr- mæt og vöxtur bæja hækkaði stórum verð ó jarðeignum, hefur staðið barátta um það að tryggja alþjóð auðlindir þessar en hindra að einstakir menn, sem ekkert hafa að- hafst til að skapa verðmæti þessara eigna, fái aðstöðu til að skattleggja almenning svo sem aðall gerði forðum. Einnig eftir stríð hafa forustumenn úr röðum borgaraflokka, menn eins og Bjarni Benediktsson og Hermann Jónasson flutt frumvörp á alþingi til að reyna að tryggja allsherjarrétt þjóðarinnar í þessum efnum, — en allt komið fyrir ekki. Hin „svarta hönd“ brasksins hefur með baktjaldavélum stöðvað alla slíka við- leitni. — En það er fróðlegt að rifja upp nokkuð af eldri sögu um átök þessi svo það sjáist hverja þróun íslensk braskarastétt er að taka. ÁTÖKIN UM „EIGNINA“ Á VATNSAFLINU Það var skörp skipting, sem upp kom jafnt meðal landsmanna almennt sem og á Al- þingi, er ljóst varð hve dýrmætt afl bjó í fossum og ám á Islandi. Annarsvegar voru þeir menn, er ýmist af stórhug, braskhneigð eða gróðalöngun, vildu ná fossunum í sínar hendur og útlendra auð- félaga til virkjunar, töldu bændum trú um að þeir, bændurnir, ættu þetta vatnsafl og fengu þá til þess að selja sér það eða leigja til 50 eða 100 ára. Frá því 1897 til 1917 höfðu flestöll virkjanleg vatnsföll þannig verið ofurseld útlendum auðfélögum og er- indrekum Jxdrra, þannig að Sogið eitt var eftir, eign Reykjavíkur og landssjóðs. Stóðu ýmsir pólitískir fulltrúar bænda fast á því að eign bænda á fossunum væri ótvíræð og ráðstafanaréttur þeirra því skýlaus. Hinsvegar voru svo framsýnustu fulltrúar íslenskrar borgarastéttar og þjóðarheildar. Kom afstaða þeirra gleggst fram í frumvarpi meirihluta þeirrar fossanefndar, er Alþingi skipaði 1917. Þann meirihluta mynduðu þessir þrír: Bjarni frá Vogi, Guðmundur Björnsson landlæknir og Jón Þorláksson, síðar formaður flokks borgarastéttarinnar (Ihaldsins, síðar Sjálfstæðisflokksins). Stefna þeirra er að ríkið skuli hafa eignarrétt eða umráðarétt yfir allri vatnsorkunni og kalla þeir stefnu sína „allsherjarstefnuna", en eru 171
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.