Réttur - 01.08.1975, Page 31
Einar Olgeirsson
WILLIAM MORRIS,
ÍSLAND
OG SÓSÍALISMINN
„Réttur“ minntist þess 1973 að öld var
liðin frá siðari ferð Williams Morris til
íslands með því að birta ágæta grein eftir
SVERRIR HÓLMARSSON: „ALDAR-
MINNING ÍSLANDSFERÐAR 1873“. Var
þar sagt rækilega frá dagbókum Morris.
Nú hefur Mál og menning gefið út
„Dagbækur úr íslandsferðum 1871—73“
í þýðingu Magnúsar Á. Árnasonar og er
það vel farið. Var vissulega tími til kom-
inn að sú bók kæmi út á íslensku. Auð-
vitað hefði íslenska ríkið fyrir löngu átt
að sýna þeim mikla enska íslandsvini
þann þakkarvott fyrir það, er hann vann
íslandi, að gefa þessa bók út í viðhafn-
arútgáfu með teikningum frá þeim ferð-
um og vönduðu æviágripi þessa ágæta
höfundar. En íslensk borgarastétt gerir
ekki slíkt, enda varla hægt að búast við
því af þeirri stétt, er hefur Moggann fyrir
sína biblíu og Mammon og Nato fyrir
sinn guð.
En íslensk alþýða þarf að sýna í verki að
hún meti þá menn, sem á neyðartímum unnu
landi og þjóð — og vísuðu sjálfir veginn til
þjóðfrelsis og sósíalisma. Skal Morris því
kynntur nokkru nánar, einkum barátta hans
fyrir sósíalismanum.1’
LEIÐ HANS TIL SÓSÍALISMANS
LÁ UM ÍSLAND ÞJÓÐVELDISINS
William Morris er nú af ýmsum álitinn
175