Réttur


Réttur - 01.08.1975, Side 35

Réttur - 01.08.1975, Side 35
það erfiða líf — og oft lága —, er menn lifðu þar nú, og svo hinsvegar það hetjulíf, er lifað var þar forðum. En Morris komst líka í snertingu við þá frelsisbaráttu, er Islendingar háðu þá. I Reykjavík kynntist hann Jóni Sigurðssyni, því Eiríkur Magnússon, vinur og samherji Jóns, var með honum. Og Jón verður sam- ferða þeim út 1871 og skilur við þá í Edin- borg. Ljóð Morris „I landsýn við Island," er hann orti þá Island reis úr sæ, birtist í „Nýj- um félagsritum 1872 í þýðingu Steingríms Thorsteinssonar. Og Jón Sigurðsson hefur fyrir milligöngu Eiríks samstarf við Morris alla tíð eftir þetta. Var hjálp Morris ekki síst mikil, þegar hallærið dundi yfir 1882. Gekkst hann þá fyrir mikilli söfnun mat- væla í Bretlandi. (Eftirtektarvert hvað Agúst Jósefsson segir um það í „Minningar og svip- myndir úr Reykjavík", bls. 246). Fylgdarmaður William Morris í síðari ferðinni, 1873, var Jón í Hlíðarendakoti, Jón „söðli". Tókst með þeim æfilöng vinátta. Morris sendi Jóni síðan árlega 10 sterlings- pund að gjöf og ekkja hans hélt þeim góða sið áfram. Því yrkir Þorsteinn Erlingsson brag til frú Morris 1902 fyrir hönd Jóns til að þakka henni, því þetta var mikið fé fá- tækum manni á þeim dögum. Er síðasta vís- an svona: „Þín mannúd og drengskapur áttu þann yl, sem œttjörð og kunningjar höfðu ekki til, er kvöldaði og kólnaði á degi. Já, ástkcerar þakkir, þitt örlyndi og tryggð er einasta skjólið í mannanna byggð á útlenda öreigans vegiJ' En til Jóns hafði Þorsteinn ort 1884 og minntist þar á ferðirnar með Morris. — En svo var að er Morris var boðinn í „miðdags- verðinn" til Jóns í baðstofunni á Hlíðarenda- koti, þá lýsir hann dreng, „eftirtektarverðum í útliti", er liggur þar í rúmi og greiðir hár sitt. Er þar vafalítið átt við Þorstein Erlings- son, þá 14 ára gamlan. Morris fór og nærri slóðum annars höfuð- brautryðjenda sósíalisma meðal Islendinga, er ferðinni var komið norður í Bárðardal. Þar komu þeir við í Mjóadal 7. ágúst og Hall- dórsstöðum 8. ágúst. Þar var „fólk þungbúið og fátækt. Seinasti ábúandinn hafði flutst til Ameríku" — segir í dagbókinni. Og nokkru síðar segir „að tvö hundruð manns hefðu ætlað til Ameríku með „Drottningunni" en skipið gæti aðeins tekið helming þess fjölda." — Hér er komið á slóðir Stephans G.: Hann fór 15 ára, 1868, í vinnumennsku að Mjóa- dal í Bárðardal, en foreldrar hans urðu vinnu- hjú á næsta bæ, Mýri. En þann 4. ágúst 1873 fóru þau öll með skipinu „Queen" til Ame- ríku frá Akureyri, svo sem Stephan G. lýsir í „ferðasögu frá Islandi til Ameríku 1873." En sá af Islendingum, sem síðar urðu sósí- alistar, er William Morris kynntist einna best, er Matthías Jochumsson. Munu þeir hafa kynnst í ferð Morris og Eiríks hér heima, en Matthías síðan heimsótt hann í Lundúnum nokkrum sinnum, síðast 1885, og segir frá þeim fundi í eftirmælum, er Matthías ritaði þá Morris dó. Birtust þau í „Stefni" 10. des. 1896 og eru prentuð í „Rétti" 1952. Segir Matthías frá orðræðum þeirra um sósíalisma, einkum á Islandi og lýkur þeim kafla með þessum orðum, svo einkennandi fyrir hann: „Orð hans eru nú mín eigin skoðun, þótt ekki sé mitt fceri, og hafi aldrei verið að rökstyðja hana. Spyrjum að leikslokum." — Það hefur á þeim tíma verið tekið vel eftir þessari grein M. J. T.d. skrifar „Þrándur" í „Stefni" 31. des. '96 út af grein Guðmundar í Gufudal, sem M.J. getur um og grein Benedikts á Auðnum í Kaupfélagsritinu: „— séra Matthías hefur og 179

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.