Réttur


Réttur - 01.08.1975, Page 37

Réttur - 01.08.1975, Page 37
League". Upp frá því starfar hann ósleitilega með fundarhöldum og fyrirlestrum, blaða- útgáfu og bæklinga, enn þó framar öllu með besm skáldverkum sínum að boðun sósíal- ismans. Hin sósíalistísku kvæði hans eru sungin á fundum sósíalista. Og hann dróg sig hvergi í hlé í baráttunni, sem nú tók að harðna. Þegar yfirvöldin höfðu reynt að hindra fundahöld atvinnulausra verkamanna í Hyde Park og sósíalistar ásamt fleirum gengust fyrir mótmælafundi á Trafalgar Sqnare og vitað var að til stórtíðinda dragi, þá var William Morris þar, jafnt sem í kröfugöngum verkamanna. Hann, ríki verk- smiðjueigandinn, skáldið fræga, listamaður- inn mikli gekk við hlið tötrum klæddra verkamanna undir rauða fánanum, flutti ræð- ur á götuhornum, útbýtti bæklingum. Fund- urinn á Trafalgartorgi 13. nóvember 1887 var bannaður og lögreglan réðst af dýrslegu æði á fylkingarnar, sem voru á leið þangað. „Blóðsunnudagurinn" heitir þessi dagur í sögu breska verkalýðsins. Morris lenti ásamt öðrum í átökunum, þar sem hann gekk við hlið annars sósíalista, Bernards Sha-w. Til er lýsing sjónarvotts af Morris í svona kröfu- göngu: „I broddi fylkingar verkamanna, inn- an um rauðu fánana, gekk Morris, syngjandi Marseillais-inn af miklum þrótti. Hann var líkastur krossfara og hann söng eins og kross- fararnir hljóta að hafa sungið." ]ohn Burns og róttæki þingmaðurinn Cunningham Graham voru meðal þeirra 75, er fangels- aðir voru og særðir í átökunum og síðan dæmdir í fangelsi, 200 manns voru fluttir á sjúkrahús, en fjórir dóu síðar af afleiðing- um barsmíða lögreglunnar. Við gífurlega fjölmenna jarðarför eins þeirra, Alfreds Linnets, talaði Morris og „Death Song" hans var sunginn af mannfjöldanum. — Sósíal- ismi bresku verkalýðshreyfingarinnar var að hljóta eldskírn sína. Keir Hardie (1856—1915) brautryðjandi sósíalist- iskrar verklýðshreyfingar í Bretlandi. Byrjaði að vinna í kolanámum Skotlands tíu ára. Skipuleggjari skotska námumannasambandsins. Kosinn á þing 1892 fyrstur fulltrúi verkalýðsins. Á þar saeti frá 1900 til dauðadags, formaður þingflokks Verka- mannaflokksins, sem fékk 29 þingmenn 1906. — Var andvigur striðinu 1914 og tók svik sósíaldemó- krata þá svo nærri sér að hann dó árið eftir. — Stephan G. minnist á hann i „Vopnahlé". Á þessum árum rekur h.vert listaverkið annað hjá Morris, öll í anda boðskapar sósí- alismans: „Pilgrims of Hope” (1886), „A Dream of John Ball” (Draumur um J.B., prestinn í bændauppreisninni 1381) (1890) og vinsælasta bók hans „Neivs from Nowhere” (1890) draumsýn hans um sósíal- isma framtíðarinnar, (sjá forsíðumyndina á bls. 177) — svo aðeins nokkur séu nefnd. William Morris er einn af fulltrúum ensku sósíalistanna við stofnun II. Alþjóðasam- 181

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.