Réttur


Réttur - 01.08.1975, Qupperneq 37

Réttur - 01.08.1975, Qupperneq 37
League". Upp frá því starfar hann ósleitilega með fundarhöldum og fyrirlestrum, blaða- útgáfu og bæklinga, enn þó framar öllu með besm skáldverkum sínum að boðun sósíal- ismans. Hin sósíalistísku kvæði hans eru sungin á fundum sósíalista. Og hann dróg sig hvergi í hlé í baráttunni, sem nú tók að harðna. Þegar yfirvöldin höfðu reynt að hindra fundahöld atvinnulausra verkamanna í Hyde Park og sósíalistar ásamt fleirum gengust fyrir mótmælafundi á Trafalgar Sqnare og vitað var að til stórtíðinda dragi, þá var William Morris þar, jafnt sem í kröfugöngum verkamanna. Hann, ríki verk- smiðjueigandinn, skáldið fræga, listamaður- inn mikli gekk við hlið tötrum klæddra verkamanna undir rauða fánanum, flutti ræð- ur á götuhornum, útbýtti bæklingum. Fund- urinn á Trafalgartorgi 13. nóvember 1887 var bannaður og lögreglan réðst af dýrslegu æði á fylkingarnar, sem voru á leið þangað. „Blóðsunnudagurinn" heitir þessi dagur í sögu breska verkalýðsins. Morris lenti ásamt öðrum í átökunum, þar sem hann gekk við hlið annars sósíalista, Bernards Sha-w. Til er lýsing sjónarvotts af Morris í svona kröfu- göngu: „I broddi fylkingar verkamanna, inn- an um rauðu fánana, gekk Morris, syngjandi Marseillais-inn af miklum þrótti. Hann var líkastur krossfara og hann söng eins og kross- fararnir hljóta að hafa sungið." ]ohn Burns og róttæki þingmaðurinn Cunningham Graham voru meðal þeirra 75, er fangels- aðir voru og særðir í átökunum og síðan dæmdir í fangelsi, 200 manns voru fluttir á sjúkrahús, en fjórir dóu síðar af afleiðing- um barsmíða lögreglunnar. Við gífurlega fjölmenna jarðarför eins þeirra, Alfreds Linnets, talaði Morris og „Death Song" hans var sunginn af mannfjöldanum. — Sósíal- ismi bresku verkalýðshreyfingarinnar var að hljóta eldskírn sína. Keir Hardie (1856—1915) brautryðjandi sósíalist- iskrar verklýðshreyfingar í Bretlandi. Byrjaði að vinna í kolanámum Skotlands tíu ára. Skipuleggjari skotska námumannasambandsins. Kosinn á þing 1892 fyrstur fulltrúi verkalýðsins. Á þar saeti frá 1900 til dauðadags, formaður þingflokks Verka- mannaflokksins, sem fékk 29 þingmenn 1906. — Var andvigur striðinu 1914 og tók svik sósíaldemó- krata þá svo nærri sér að hann dó árið eftir. — Stephan G. minnist á hann i „Vopnahlé". Á þessum árum rekur h.vert listaverkið annað hjá Morris, öll í anda boðskapar sósí- alismans: „Pilgrims of Hope” (1886), „A Dream of John Ball” (Draumur um J.B., prestinn í bændauppreisninni 1381) (1890) og vinsælasta bók hans „Neivs from Nowhere” (1890) draumsýn hans um sósíal- isma framtíðarinnar, (sjá forsíðumyndina á bls. 177) — svo aðeins nokkur séu nefnd. William Morris er einn af fulltrúum ensku sósíalistanna við stofnun II. Alþjóðasam- 181
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.