Réttur


Réttur - 01.08.1975, Síða 40

Réttur - 01.08.1975, Síða 40
jafnt náttúruna sem mennina. Sósíalistískur boðskapur hans á því enn meira erindi til núlifandi kynslóða, sem sjá hvern háska tæknin og stóriðjan í helgreipum gróðaafl- anna setur heiminn og mannkynið í. Barátta Morris gegn auðvaldi og með sósíalisma var því eigi aðeins háð í nafni réttlætis og mann- úðar, skynsemi og manngildis, heldur jafnvel fyrst og fremst í nafni fegurðarinnar og heil- brigðinnar. Sú kynslóð, sem kynnst hefur mengun lofts og sjávar, horft á eyðingu lands og lagar og sækir nú fram til óspilltrar jarð- ar og hreins andrúmslofts, mun skilja Morris betur en samtíð hans. Draumsjón hans um framtíð sósíalismans var í anda þeirra orða, er „Fegurð himinsins" endar á: „Og feg- urðin mun ríkja ein." — En alveg sérstak- lega eiga marxistisk rit hans um listina og mannfélagið erindi til okkar nú á tímum: boðskapur hans um að gera lisdna að nýju þátt hins daglega lífs. Við skulum vona að frumkvæði Máls og menningar um útgáfu „Dagbóka hans úr Islandsferðum" verði til þess að vekja áhuga íslenskra sósíalista og annarra góðra Islendinga á því að kynna sér betur en hingað til líf og rit þessa mikla og merka brautryðjanda. SKÝRINGAR: 3> Hin sígilda ,,borgaralega" ævisaga V. M. er J. W. Mackail: „Life of William Morris," útgefin 1899. Besta ævisaga um lífsstarf hans, ekki síst fyrir sósíalismann er E. P. Thompson: William Morris. Romantic to Revolutionary. Gefið út af Lawrence & Wishart Ltd. London 1955. — Ágæt bók um þætti I sósialistísku starfi hans er: R. Page Arnot: William Morris, the man and the myth. London 1964. Lawrence and Wishart. — Heildarrit hans „Collected Works“ i 24 bindum voru gefin út 1910—15 af Longmans og eru til á Landsbókasafninu, gefin þangað af dóttur hans, May Morris. — Gott úrval rita hans i einu bindi var gefið út of Nonesuch Press í London 1946. Sá G. D. H. Cole prófessor um þá útgáfu og reit formála með. Þar er m.a. að finna margar af hinum ágætu ritgerðum hans um listir, svo sem Gothic Architecture, The lesser Arts, The Art of the People, The Aims of Art, Art and Socialism, og hina sérkennilegu ritgerð: „A Factory as It might Be.“ — Amerískur prófessor E. D. Le Mire hefur gefið út 200 siðna „biblio- graphy" um W. Morris, m.ö. orðum bók, sem telur upp bækur um hann. Þar er þvi um auð- ugan garð að gresja. Hér skal aðeins eftirfarandi bóka um hann getið í viðbót við það, sem fyrr segir: William Morris: Selected Writings and Designs. Asa Briggs ritar formála. 24 myndir. Penguin Books 1962. William Morris, Medievalist and Revolutionary. eftir M. R. Grennan. New York. 1945. W. M. félagið hefur m.a. gefið út þessar bækur: Bernard Shaw and William Morris. Eftir R. Page Arnot. 1957. William Morris as a Socialist. Eftir G. D. H. Cole. 1960. William Morris, Writer. Eftir Jack Lindsay. 1961. William Morris and old Norse Literature. Eftir J. N. Swanell. 1963. Hverfum svo að athugasemqlum við grein þessa: 3) Rit E. Thompson er mikið og gott verk, 908 síður í allstóru broti. 3) Kelmscott var aðsetur Morris. 4) Tilvitnun í E. Thompson, bls. 220, en þar tekið upp úr bréfum hans (Letters bls. 58—9). 3) Ég hef reynt að færa rök að þessu í bók minni „Ættasamfélag og ríkisvald í þjóðveldi Islend- inga". 1954. 0) Sjá grein Þorsteins frá Hamri: „Hvaðan er helst von kommúnista hér á landi?“ um „Kvöldfélagið" og umræður þess um sósíalisma, i Rétti 1967 bls. 92—99. — Það félag ætlaði m.a.s. að ræða „Internationale og Socialistarnir," með Jón Ólafsson sem framsögumann, veturinn 1872—3, en varð ekki úr. 7) Þetta bréf Engels er birt á bls. 245 í bókinni: „Fredrick Engels — Paul and Laura Lafargue: Correspondence” I. bindi. Moskvu 1959. 8) Tilvitnun úr bók R. Page Arnot, „William Morris, the man and the myth" bls. 39. 184

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.