Réttur


Réttur - 01.08.1975, Síða 41

Réttur - 01.08.1975, Síða 41
JÓZSEF LENGYEL LÁTINN HUGLEIÐINGAR UM MIKIÐ SKÁLD OG GÓÐAN KOMMÚNISTA Þann 14. júlí í sumar andaðist í Búdapest rithöfundurinn József Lengyel 78 ára að aldri. Þar mcð lýkur lífi eins af stórbrotnustu baráttumönnum okkar kynslóðar, — kommúnista, sem liíað hefur og þolað sigra og ósigra kynslóðar sinnar, sorgleiki og þjáningar hcnnar, — stór- skálds, sem af óbuguðu hugrekki og fullum sannfæringarkrafti hefur brotið hin innri vanda- mál kommúnistísku heimshrcyfingarinnar listrænt til mergjar af mciri dirfsku og skilningi en nokkurt annað skáld. Ég þekkti Lengyel af ritum hans cftir 1956 og varð þeirrar ánægju aönjótandi að kynnast honum pcrsónulega í Búdapest í febrúar 1968 og hafa við hann ofurlítið persónulegt sam- band æ síðan.1) Viðburðaríkt líf hans skiftist í þrjá höfuðkafla, um það bil tvo áratugi hvern, — og það cr gott fyrir hvcrn sósíalista, sem brjóta vill vandamál okkar hreyfingar til mergjar, en ekki flýja þau, að fylgjast með ferli þessa manns og hvernig hann tók á málunum. I. József Lengyel var fæddur i Somoy-héraði í Ungverjalandi árið 1896. Hann var orðinn kunn- ur sem „framúrstefnu" (avantgarde) skáld 1916— 17 og sem einlægur sósíalisti, er barðist ásamt bestu sósialistum Ungverjalands eins og Otto Korvin og Imrc Sallai2) gegn heimsvaldastyrjöld- inni 1914—18. Hann er meðstofnandi ungverska kommúnistaflokksins i nóvember 1918 og verður eftir verkalýðsbyltinguna í Ungverjalandi ritstjóri „Vorös Ujság“ („Rauða blaðsins"), málgagns flokksins. Eftir að innrás auðvaldsherja hafði kæft byltinguna í blóði og komið fasismanum á, flýr Lengyel fyrst til Vinar, en er síðan um tíma í Berlín, — blaðamaður við „Rote Fahnc“, mál- gagn þýska kommúnistaflokksins, ogvið „Wclt am Abend“, hið útbreidda kommúnistiska dagblað, er Willy Miinzenberg og fclagar hans settu á fót. 1930 heldur Lengyel svo til Moskvu. Frá þessu tímabili í æfi hans eru fyrst og fremst tvær bækur: „Viscgradcr Strasse" (Vise- grad-gatan), safn af smásögum og frásögnum frá byltingarárunum, og „Penn drifting" (Penn flækist um), skáldsaga frá sama tíma. Kom fyrr- nefnda bókin fyrst út í Berlín. Lengyel ritar for- mála í okt. 1929, við síðari útgáfu ritar Bela Kun formála 1932, en fyrsta ungverska útgáfan kom haustið 1956. Lýkur Lengyel þá stuttum formála, rituðum í ágúst 1956, með þessum orðum: „Ég vona að æskan á okkar tímum eygi þá leið, er liggur „frá ríki nauðsynjarinnar inn í ríki frelsisins“ — eins og lærifeður vorir orða það. Hún á að sjá þá leið og ekki leyfa að hindrað sé að fara hana.“ Síðari sagan kom fyrst út 1958. 185

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.