Réttur


Réttur - 01.08.1975, Blaðsíða 49

Réttur - 01.08.1975, Blaðsíða 49
Paul M. Sweezy og Harry Magdoff UM FJÖLÞJÓÐAFYRIR- TÆKI (Grein þessi birtist fyrst í Monthly Review, 1. hluti í 21. árgangi (1969) no. 5, bls. 1—3, og 2. hluti í 21. árgangi, (1969) no. 6, bls. 1—13. Tilvitnanir í Das Kapital hef ég þýtt úr þýsku útgáfunni „Marx und Engels Werke“ (MEW) sem er gefin út af Diets Verlag, Berlín (DDR) 1972. JÁS). Margt hefur verið ritað um fjölþjóðafyrirtæki, þessa auðhringa sem hafa aðsctur í einu landi en útibú í mörgum öðrum löndumf1)- Samt hefur lítt verið ritað frá marxísku sjónarmiði um þessa hluti, og þar eð viðfangscfnið er augljóslega mikilvægt, gefur þessi staðreynd til kynna ástand- ið í marxískum félagsvísindum í Bandaríkjunum (og reyndar víðar). Við ætlum ritgerð okkar ekki að ráða bót á þessari vöntun á gagngeran hátt, heldur að varpa fram nokkrum þýðingar- miklum spurningum og benda á leiðir til að leita svara við þeim. I. Fyrst ræðum við stuttlega um heitið „fjölþjóða- fyrirtæki". í flestu því sem ritað hefur verið, er þetta heiti án efa notað í áróðurslegum og rétt- lætandi skilningi. Gefið er til kynna að upp sé risin ný tegund fyrirtækja með bjartar framtíð- arhorfur, í stað meingallaðra þjóðríkja sem sí- fellt eiga i erjum. Síðar í þessari grein mun koma í Ijós að slíkur skilningur er fáránlegur; en fyrst spyrjum við hvort kasta skuli þessu heiti fyrir róða, eða hvort reyna ætti að skafa af réttlætingarbraginn og nýta það í vísindaleg- um tilgangi. Spurt hefur verið um þetta áður og vart gef- ur að finna eitt „rétt‘ svar. Sem dæmi má nefna hliðstæða þróun mála varðandi heitið „þriðji heimurinn". Það átti upphaflega að glæða fyrir hugskotssjónum manna mynd af ríkjum sem fara eigin leiðir með cfnahags- og félagslega fram- vindu fyrir augum, og stæðu milli þróaðra auð- valdsrikja á annan bóginn en kommúnistaríkja á hinn. Marxistar — kannski má undanskilja sovésku ríkisútgáfuna — vita að sjálfsögðu að slík mynd er fölsun líkt og 30-krónu seðill, þvl að ríki „þriðja heimsins" eru í raun hinn kúg- aði og arðrændi meirihluti í auðvaldskerfi heims- ins og þau ná raunverulegri efnahags- og félags- legri þróun aðcins með sósialskri byltingu. Þessi spurning blasti því við marxistum: ætti að hafna nafninu „þriðji heimurinn“ og hæðast að því, eða ætti að taka því og leitast við að gefa því aðra merkingu? í það heila tekið virðast þeir hafa valið seinni kostinn, væntanlega vegna þess að nafnið hafði þegar náð útbreiðslu, og þeir gætu náð bestum árangri með því að skafa af því réttlætingarblæinn. Marxistar hafa enda átt erindi sem erfiði, því að menn leggja yfirleitt þann skilning í heitið „þriðji heimurinn“ að þar sé átt við þann fjölda nýlendna, hálf-nýlendna og seinni tíma nýlendna sem mynda pýramída- undirstöðuna í auðvaldskerfi heimsins. 193
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.