Réttur


Réttur - 01.08.1975, Qupperneq 52

Réttur - 01.08.1975, Qupperneq 52
hagsmuna að gæta andspænis verkamönnum. í stuttu máli: „auðvald“ nefnum við arðránssam- bandið milli eignastéttarinnar og verkalýðsstétt- arinnar. En hin raunverulega auðvaldsskipan er flókn- ari: Kenningin um eitt auðvaldskerfi, sem skiptist í fjölda samkeppniseininga, gefur til kynna sam- kynja og óskipta auðvaldsstétt ,og er mjög sér- tekin (óhlutbundin). Hún kemur að notum sem frásagnar- og kennslutæki, og lýsir nokkurn veg- inn ástandinu í einu landi (Stóra-Bretlandi) á tilteknu tímabili (uþb. 1830—1870). Hinsvegar þarfnast þessi kenning ýmissa viðbótarákvæða, til að hún eigi við auðvaldsheiminn í heild eða hluta hans á löngu tímabili. í raun hafa alltaf verið ýmsar hindranir í vegi fyrir samkeppni meðal auðvaldsins: lega og einkenni landsvæða, pólitísk landamæri, ýmis- háttar skilyrði eftirspurnar og kostnaðar, ofl. Þessar hindranir valda mismunandi aðstöðu auð- manna (og einnig verkamanna. en það atriði ræðum við ekki hér). Sumir auðmenn eru í einstakri aðstöðu til að arðræna verkalýðinn, — en varðandi þá hlið máls sem við ræðum hér, skiptir meira máli að sumir auðmenn geta (td. með einokunaraðstöðu til verðlagningar) flutt umframvirðið (arðinn) úr vösum annarra auð- manna í sína eigin. Þegar á þetta stig er komið, cinkennist auðmagnið ekki lengur cinungis af áðurnefndu arðránssambandi tveggja stétta. Það er nú uppskipt, og sumir geirar þess hafa sterk- ari aðstöðu til að arðræna verkalýðinn og/eða til að arðræna aðra auðmenn. Hið einfalda sam- band milli stétta verður margháttað samband milli stétta, og hópa innan stétta. Stéttaátökin mynda eftir sem áður grundvöllinn, en ofan á þau bætist mergð annarra átaka ,sem sumstaðar verða þungamiðja tiltekins söguskeiðs. Af orsökum sem snerta sjálfan uppruna auð- valdsins, hafa landamæri verið djúpstæðustu og varanlegustu skilin innan hinnar alþjóðlegu auð- valdsstéttar. Auðvaldið stökk nefnilega ekki í heiminn í fullum herklæðum, einsog Aþena úr höfði Seifs, heldur orsakaðist af löngum og hörðum átökum milli byltingarsinnaðra borgara í þéttbýlinu og Iénshöfðingjanna. 1 þessum átök- um tók borgarastéttin sér venjulega stöðu við hlið kónga og prinsa sem treysta vildu vald sitt yfir lénshöfðingjunum og áttu í sífelldu stríði við þá. Þannig urðu til fjölmörg þjóðríki undir konungsstjórn. Jafnframt þróun auðmagnsins inn- an þeirra, sölsaði innlend borgarastétt undir sig völdin frá hinum konunglega „einvaldi", og réðu auðmennirnir því ekki einungis hagkerfinu held- ur cinnig öllu ríkiskerfinu. Innlendar borgarastéttir notuðu rikisvaldið til að auka arðinn af auðmagninu: mcð ráðstöfun- um til að ná meira umframvirði af verkamönn- um; með því að útiloka útlendinga frá innanlands- markaði; með hentugum ríkisútgjalda- og skatta- lögum; með því að þröngva vanmáttugri ríkjum til nauðungarsamninga; með landvinningum eða nýlendunámi, osfrv. Skoði maður auðvaldið í þessu ljósi, sést að það er ekki allt á einn veg: vald þess og arðvænleiki stafa ekki einvörðungu af magninu heldur einnig af öðrum sérkennum, og af þeim er ríkisfangið einna mikilvægast. Enn ein athugasemd er þetta varðar: Hugmynd- in um að sumar einingar auðmagns geti verið algjörlega ríkisfangslausar — cinsog framvinda fjölþjóðafyrirtækjanna gefur til kynna, að því haldið er fram í sumum réttlætingarkenningum — er mótsögn. Auðmagn er einn af tilteknum fram- leiðsluháttum, sem hvorki eru náttúrulegir né ei- lífir. heldur bundnir sögutímabili og því breytan- legir. Þetta ákveðna samband framleiðsluþáttanna, sem leyfir arðrán einnar stéttar á annarri, mynd- aðist í heiftarlegum átökum og verður aðeins við- haldið með nægilega máttugu valdbeitingarkerfi, þeas. ríkisvaldi. Auðmagn án ríkis er þessvegna óhugsandi. í dag skiptist heimurinn einvörðungu í þjóðríki: það er ekki til neitt yfirþjóðlegt ríki. Hugsum okkur að ríkiskerfi einhverrar þjóðar mundi falla saman, þá mundi auðmagnið missa nauðsynlegan verndara sinn. Annaðhvort rynni þá auðmagnið saman við annarrar þjóðar auð- magn eða tilveru þess lyki með því að við völd- um tæki byltingarsinnuð ríkisstjórn sem stefndi að afnámi þeirrar framleiðsluskipanar. scm auð- valdið er fólgið í. Loks skal bent á, að auðvald einnar þjóðar hefur umsvif I öðrum löndum að- eins vegna þess að allar auðvaldsstéttir viðhalda í grundvallaratriðum samskonar framleiðsluskip- an, og vegnaþess að þær sjá sér sameiginlegan hag í því að leyfa slík alþjóðleg umsvif auð- magnsins. Eitt af því mikilvægasta sem Marx lciddi í ljós var sú staðreynd, að útþensla er auðvaldinu eðl- 196
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.