Réttur


Réttur - 01.08.1975, Page 61

Réttur - 01.08.1975, Page 61
[ Norður-Portúgal hafa verið gerðar árásir á fundahús kommúnista að undirlagi fasistískra afla. Sjást hér vegsummerkin á einum stað. nægt að tveim þriðju hlutum með innflutn- ingi. Eftir byltinguna 1974 hófst verkalýðurinn handa að reyna að fá aðstöðunni gerbreytt, fyrst og fremst að brjóta á bak aftur ofurvald hinna forríku en fámennu einokunarklíkna: Þrettán stœrstu einkabankarnir voru þjóð- nýttir, þar með kemst 90% bankastarfsem- innar undir opinbera stjórn. — Sást þá hvernig voldugustu einkabankarnir höfðu með miklum fjárfúlgum staðið bak við til- raunina til valdráns 11. mars 1975. Einkum stóð „banki hins heilaga anda og verslunar(!) í Lissabon” (Banco Espirito Santo & Com- ercial de Lisboa) framarlega í samsærinu. Ennfremur voru tryggingarfélögin þjóð- nýtt, — nema þau, sem að miklu leyti voru rekin með erlendu fé, — fjórtán raforku- fyrirtœki, olíuhreinsunarstöðvar og olíufélög, tóbaks- og sementsverksmiðjur, járnbrautir, námur, tvö stærstu skipafélögin og flugfé- lagið JAP. I suðurhluta Portúgal var um ein miljón hektara lands tekið eignarnámi frá stórjarð- eigendum: það er: jarðir, sem eru stærri en 50 hektarar ræktaðs lands eða 500 hektarar 205

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.