Réttur


Réttur - 01.08.1975, Qupperneq 64

Réttur - 01.08.1975, Qupperneq 64
 „Bragð er að ...“ „Eftir því sem ég kemst næst, þá hafa þessir piltar í CIA ekki fyrir því að gefa skýrslur um styrjaldir og þvíumlíkt, þeir bara fara og heyja sitt stríð, og það fylgist enginn með þvi, sem þeir gera. Þeir eyða miljörðum doll- ara í það að koma af stað vand- ræðum, svo þeir geti gefið skýrslu um eitthvað ... CIA er orðin ríkisstjórn út af fyrir sig, á eigin spýtur, og öll leynileg. Þeir þurfa ekki að standa nein- um reikningsskap." Harry Truman Bandaríkjaforseti, Lof íslenskunnar „Það skal mín huggun og gleði að læra þetta mál og sjá af rit- um þess, hversu menn hafa fyrr- um þolað andstreymi og með hreysti klofið það. Ég læri ekki íslensku til þess að nema af henni stjórnfræði eða her- mennsku eða þess konar en læri hana til þess að geta hugsað eins og maður, til þess að útrýma þeim kotungs- og kúgunaranda, sem mér hefur verið innrættur með uppeldinu frá blautu barns- beini, til þess að sæla hug og sál, svo að ég geti gengið í hættur óskelfdur, og að sál mín kjósi heldur að segja skilið við líkam- ann en að breyta út af því eða afneita, sem hún hefur fengið fulla og fasta sannfæringu um, að sé satt og rétt.“ Rasmus Kristján Rask Hclsinki „Það má af starfi ráðstefnunn- ar draga ályktanir, mikilvægar fyrir framtíðina. Sú mikilvæg- asta, staðfest í endanlegri sam- þykkt ráðstefnunnar, hljóðar svo: Enginn má út frá einhverjurn utanríkispólitískum hugleiðingan reyna að fyrirskipa öðrum þióð- um, hvernig þær haga innanríkis- málum sínum. Þjóð sérhvers rík- is og aðeins hún ein hefur fnií- valda rétt til að ákveða :,in irmri mál og móta sín lög.“ Leonid Brcschnew í ræðu sinni á Hels- inkiráðstefnunni 31. júlí 1975. „Þátttökuríkin munu í sam- skiptum hvort við annað og í alþjóðasamskiptum almennt forð- ast að hóta valdi eða beita valdi sem beinist gegn friðhelgi eða sjálfstæði nokkurs ríkis eða er á annan hátt ósamrýmanlegt markmiðum Sameinuðu þjóðanna eða þessum samningi. Ótilhlýði- legt er að færa fram ástæður til réttlætingar því að grípa til hót- unar eða beitingar valds í and- stöðu við þessa höfuðreglu. Þátttökuríkin munu því halda sér frá hvers konar aðgerð, sem fclur í sér hótun um valdbeitingu eða beina eða óbeina valdbeit- ingu gegn öðru þátttökuríki. Þau munu og halda sér frá því að ögra á nokkurn hátt með valdi sínu, til þess að knýja annað þátttökuríki til þess að láta af því að nota til hlítar fullvalda rétt sinn. Þau munu og í sam- skiptum hvort við annað halda sér frá því að beita nokkurs kon- ar vald-rænum þvingunum. Eigi má hóta eða beita valdi til þess að jafna deilumál eða mál, sem orðið geta að deilu- málum milli þeirra.“ Helsinkisáttmálinn, grein II. í 1. kafla a. „American way of life“ „Morð og nauðganir eru orðn- ir daglegir viðburðir í Banda- ríkjunum. Það er orðið óhugn- anlegt að dveljast þar. Ég þori varla að fara þangað aftur,“ sagði norska leikkonan Liv Ull- mann. Liv Ullmann er orðin mjög þckkt leikkona í Holly- wood, en dvelst um þessar mund- ir á sveitasetri sínu í Noregi. Henni óar við að fara aftur til Bandaríkjanna. „Þegar ég var i Bandaríkjunum var mín gætt, bæði af lögreglumönnum og leynilögreglumönnum allan sólar- hringinn. Ég var aldrei ein. Jafn- vel þegar ég þurfti að fara í lyftu, var hún rannsökuð hátt og lágt. Lögreglan þorði ekki að taka neina áhættu. Þegar ég var í Philadelphiu var vinkonu minni nauðgað, meðan við hin vorum í næsta herbergi. Hún þorði ekki að öskra, vegna þess að maðurinn hélt hníf að hálsi hennar. Þetta var mikið áfall. Síðast frétti ég af þessari sömu vinkonu minni, að hún var myrt úti á götu, án þess að það virtist nokkur tilgangur í því. Þetta hefur að sjálfsögðu vakið með mér mikinn ótta, og ég get alls ekki sagt að ég hlakki til að snúa aftur til Hollywood til þess að standa við samninginn minn,“ sagði Liv Ullmann." Morgunblaðið 6. sept. 1975. 208
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.