Réttur


Réttur - 01.10.1976, Side 28

Réttur - 01.10.1976, Side 28
legan sigur sósíalismans, kommúnismans, hefur hinsvegar hvergi ræst enn — sem vart er von. Undirstöðuáföngum hefur verið náð. Byltingar alþýðu hafa skapað voldug ríkis- völd í höndum einörðustu forvígismanna sósíalismans, kommúnista. Um tíma hafa menn trúað á endanleika eins stórfenglegs áfangasigurs, er vannst með ótrúlegum hetju- skap og snilli, — jafnvel samsamað hann algerum lokasigri stefnunnar. En svo sjá menn takmarkanirnar og halda áfram bar- átmnni. Höfuðatriðið er að alþýðan haldi reisn sinni, þeirri, er sósíalisminn gaf henni og skáldin mögnuðu, — hvort sem hún heyr baráttu sína innan borgaralegs þjóðfélags eða knýr á með þróun sósíalistísks samfélags síns til velmegunar, friðar og frelsis, — þess sem kommúnisminn er fyrirheit um þegar hann er skilinn rétt, án ofstækis sumra áhang- enda og haturs fjandmanna. Að unnum hverjum áfangasigri, mun ís- lensk alþýða halda aftur af stað á leiðinni að markinu mikla, — í anda hins fagra sanna Ijóð Jóhannesar úr Kötlum: „— en daginn eftir röðull nýr oss kveikir sama dýra drauminn um djarft og voldugt æfintýr." Draumurinn um endanlegan sigur sósíal- ismans mun enn skapa og stækka marga menn, sem berjast fyrir því að hann rætist. Og hugsjónakraftur Kristins Andréssonar mun verða íslenskri alþýðu eilífur förnunaut- ur á þeirri leið. E. O. 228

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.