Réttur


Réttur - 01.10.1976, Page 38

Réttur - 01.10.1976, Page 38
Flokkr áð sf un dur Alþýðubandalagsins 1976 Flokksráð Alþýðubandalagsins, flokks íslenskra sósíalista, hélt fund sinn 12.—14. nóvember 1976 í hinu nýja húsi Þjóðviljans. Þar voru mættir 109 fulltrúar frá 39 fé- lögum af 42. Fundinn einkenndi ólgandi líf vaxandi hreyfingar, hreinskilnar umræður frjálst hugs- andi fólks, svo enginn, sem viðstaddur var, gat efast um að hér var á ferðinni vaxtar- broddurinn í verkalýðs- og þjóðfrelsishreyfingu íslendinga. Við blasti hin þjóðhættulega stjórnarstefna íslenskrar yfirstéttar, sem undir áhrifum sam- viskulauss verslunarauðvalds er að fjötra þjóðina á skuldaklafa amerísku bankanna, sakir óhófs í innflutningi, bröskurum til gróða, — og undirbýr að ofurselja orku- lindir Islands erlendu stóriðjuvaldi í von um að gerast vellaunaðir þjónar þess. Samtímis fara hagsmunamótsetningarnar innan íslenskrar borgarastéttar sívaxandi og er einkum greinilegt hvernig allir þeir, er að íslenskum iðnaði standa: jafnt verkafólk sem atvinnurekendur í einkarekstri og sam- vinnurekstri, hafa sameiginlega hagsmuni af því að yfirgangi og þjóðfjandsamlegri stefnu verslunarauðvaldsins verði hnekkt. Flokksráðsfundurinn samþykkti einróma stórhuga stefnu í orkumálum, sem undirbúin var framúrskarandi vel af orkunefnd, er í voru þeir Páll Bergþórsson, Ragnar Arnalds, Hjör- leifur Guttormsson, Tryggvi Sigurbjarnar- son og Þröstur Olafsson. Hafði hin mikla og merka skýrsla verið rædd á ágætri orkuráð- stefnu að Hótel Esju nokkru áður að við- stöddum helstu sérfræðingum íslenskum í þessum málum, ný nefnd síðan undirbúið álykmn fyrir flokksráðstefnuna undir for- ustu Oddu Báru Sigfúsdóttur. Var öll með- ferð þessa máls til mikillar fyrirmyndar um skilgreiningu, rannsókn og stefnumótun í stórmálum. Hafði Hjörleifur síðan langa og merkilega framsögu í þessu máli á fundin- um. — Hyggur flokkurinn á svipaðan und- irbúning mála á sviði heildaráætlunar um þróun íslensks þjóðarbúskapar, svo og sér- staklega um iðnað og landbúnað samkvæmt 238

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.