Réttur


Réttur - 01.10.1976, Blaðsíða 38

Réttur - 01.10.1976, Blaðsíða 38
Flokkr áð sf un dur Alþýðubandalagsins 1976 Flokksráð Alþýðubandalagsins, flokks íslenskra sósíalista, hélt fund sinn 12.—14. nóvember 1976 í hinu nýja húsi Þjóðviljans. Þar voru mættir 109 fulltrúar frá 39 fé- lögum af 42. Fundinn einkenndi ólgandi líf vaxandi hreyfingar, hreinskilnar umræður frjálst hugs- andi fólks, svo enginn, sem viðstaddur var, gat efast um að hér var á ferðinni vaxtar- broddurinn í verkalýðs- og þjóðfrelsishreyfingu íslendinga. Við blasti hin þjóðhættulega stjórnarstefna íslenskrar yfirstéttar, sem undir áhrifum sam- viskulauss verslunarauðvalds er að fjötra þjóðina á skuldaklafa amerísku bankanna, sakir óhófs í innflutningi, bröskurum til gróða, — og undirbýr að ofurselja orku- lindir Islands erlendu stóriðjuvaldi í von um að gerast vellaunaðir þjónar þess. Samtímis fara hagsmunamótsetningarnar innan íslenskrar borgarastéttar sívaxandi og er einkum greinilegt hvernig allir þeir, er að íslenskum iðnaði standa: jafnt verkafólk sem atvinnurekendur í einkarekstri og sam- vinnurekstri, hafa sameiginlega hagsmuni af því að yfirgangi og þjóðfjandsamlegri stefnu verslunarauðvaldsins verði hnekkt. Flokksráðsfundurinn samþykkti einróma stórhuga stefnu í orkumálum, sem undirbúin var framúrskarandi vel af orkunefnd, er í voru þeir Páll Bergþórsson, Ragnar Arnalds, Hjör- leifur Guttormsson, Tryggvi Sigurbjarnar- son og Þröstur Olafsson. Hafði hin mikla og merka skýrsla verið rædd á ágætri orkuráð- stefnu að Hótel Esju nokkru áður að við- stöddum helstu sérfræðingum íslenskum í þessum málum, ný nefnd síðan undirbúið álykmn fyrir flokksráðstefnuna undir for- ustu Oddu Báru Sigfúsdóttur. Var öll með- ferð þessa máls til mikillar fyrirmyndar um skilgreiningu, rannsókn og stefnumótun í stórmálum. Hafði Hjörleifur síðan langa og merkilega framsögu í þessu máli á fundin- um. — Hyggur flokkurinn á svipaðan und- irbúning mála á sviði heildaráætlunar um þróun íslensks þjóðarbúskapar, svo og sér- staklega um iðnað og landbúnað samkvæmt 238
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.