Fréttablaðið - 14.03.2009, Page 19

Fréttablaðið - 14.03.2009, Page 19
LAUGARDAGUR 14. mars 2009 19 Karlar, mataræði og heilsan UMRÆÐAN Hólmfríður Þorgeirs- dóttir skrifar um heilsu Það sem við borðum hefur mikil áhrif á heilsuna. Með því að fylgja ráðleggingum Lýðheilsustöðvar um mataræði og næringarefni má draga úr líkunum á ýmsum sjúk- dómum, þar með talið krabba- meinum. Í ráðleggingunum er áhersla lögð á fjölbreytt matar- æði í hæfilegu magni. Karlmenn eru sérstaklega hvattir til að huga að þyngdinni og halda henni innan marka. Of- fitu fylgja auknar líkur á ýmsum sjúkdómum, m.a. sumum tegund- um krabbameina. Takmarka þarf neyslu á orkuríkum mat, það er fitu- og sykurríkum vörum sem og sykruðum drykkjum. Vatn er besti svaladrykkurinn en neysla á sykruðum drykkjum tengist auknum líkum á offitu og rann- sóknir sýna að karlar á Íslandi drekka mikið af gosdrykkjum. Að auki er lykilatriði að hreyfa sig reglulega, að minnsta kosti 30 mínútur á dag. Gefnar hafa verið út sér- stakar hreyfiráðleggingar sem hægt er að fá hjá Lýð- heilsustöð. Meira af grænmeti og ávöxtum Mikill ávinningur er af því að borða meira af græn- meti, ávöxtum, grófum kornvörum (heilkorna) og baun- um því rífleg neysla grænmetis og ávaxta virðist minnka líkur á mörgum langvinnum sjúkdómum. Áhrifin virðast meiri eftir því sem meira er borðað af mismunandi tegundum ávaxta og grænmetis, t.d. tómötum og tómataafurðum, spergilkáli, blómkáli og gulræt- um. Einstök efni í töfluformi veita ekki sömu áhrif. Í skýrslu World Cancer Research Fund (WCRF), sem kom út í lok árs 2007, er ein- mitt ráðlagt að uppfylla þörf fyrir næringarefni sem mest úr fæðunni í stað þess að taka fæðu- bótarefni. Þar er einnig ráðlagt að takmarka neyslu á rauðu kjöti (í skýrslunni skilgreint sem nauta- , svína- og lambakjöt) við 500 g á viku og draga úr neyslu á unnum kjötvörum skilgreindum sem salt- ar og reyktar vörur. Þá eru karlmenn hvattir til að fylgja ráðleggingum um neyslu á mjólk og mjólkurmat, sem eru tveir skammtar af mjólk eða mjólkurvörum á dag og velja fitu- litlar og lítið sykraðar vörur. Ekki er æskilegt að neyta mikið meira en ráðleggingar segja til um því mikil neysla kalkríkra vara getur mögulega tengst auknum líkum á því að karlmenn fái blöðruháls- krabbamein. Oftar fisk Borða ætti fisk sem aðalrétt að minnsta kosti tvisvar í viku, bæði feitan og magran og taka þorska- lýsi eða annan D-vítamíngjafa dag- lega. Í fiski eru ýmis næringarefni sem eru í fáum öðrum matvælum en sjávarfangi svo sem joð, langar ómega-3 fitusýrur og D-vítamín. Ráðlagt er að neyta fitu og feitra matvara í hófi og að velja frem- ur olíu (ein- og fjölómettaða) en harða fitu (mettaða fitu eða trans- fitusýrur) á borð við smjörlíki eða smjör við matreiðslu. Mikil hörð fita er óæskileg fyrir heils- una en hún hækkar LDL-kólester- ól í blóði (vonda kólesterólið) sem er áhættuþáttur fyrir hjarta- og æðasjúkdóma. Nota ætti mismun- andi gerðir af olíum því í hverri og einni er mismunandi samsetning næringarefna. Ólífuolía og rapsol- ía gefa okkur t.d. mikilvægar fitu- sýrur í mismunandi magni. Æskilegt er að stilla saltneyslu í hóf. Karlar ættu ekki að neyta meira en 7 g af salti á dag en til að geta takmarkað saltneysluna þarf m.a. að lesa á umbúðir matvæla. Í tilbúnum réttum, pakkasúpum og nasli er almennt mikið salt, rétt er að velja lítið unnin matvæli, tak- marka notkun salts við matargerð og bera ekki fram salt með matn- um. Spennandi og hollar uppskriftir Að lokum er vakin athygli á ný- útkominni matreiðslubók, Af bestu lyst 3, sem er samstarfs- verkefni Lýðheilsustöðvar, Krabbameinsfélagsins og Hjarta- verndar. Þar sést að heilsusam- leg fæða þarf ekki að vera neinn meinlætakostur heldur eru holl- usta og gæði sameinuð í ljúffeng- um réttum. Höfundur er verkefnisstjóri nær- ingar hjá Lýðheilsustöð. HÓLMFRÍÐUR ÞORGEIRSDÓTTIR HÖFUM FJÖLBREYTNINA Í FYRIRRÚMI ■ grænmeti og ávextir daglega ■ fiskur – að minnsta kosti tvisv- ar í viku eða oftar ■ gróft brauð og annar trefjaríkur kornmatur ■ fituminni mjólkurvörur ■ olía eða mjúk fita í stað harðr- ar fitu ■ salt í hófi ■ þorskalýsi eða annar D-vítam- ín-gjafi ■ vatn er besti svaladrykkurinn HUGUM AÐ ÞYNGDINNI ■ borðum hæfilega mikið ■ hreyfum okkur daglega

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.