Fréttablaðið - 14.03.2009, Síða 19

Fréttablaðið - 14.03.2009, Síða 19
LAUGARDAGUR 14. mars 2009 19 Karlar, mataræði og heilsan UMRÆÐAN Hólmfríður Þorgeirs- dóttir skrifar um heilsu Það sem við borðum hefur mikil áhrif á heilsuna. Með því að fylgja ráðleggingum Lýðheilsustöðvar um mataræði og næringarefni má draga úr líkunum á ýmsum sjúk- dómum, þar með talið krabba- meinum. Í ráðleggingunum er áhersla lögð á fjölbreytt matar- æði í hæfilegu magni. Karlmenn eru sérstaklega hvattir til að huga að þyngdinni og halda henni innan marka. Of- fitu fylgja auknar líkur á ýmsum sjúkdómum, m.a. sumum tegund- um krabbameina. Takmarka þarf neyslu á orkuríkum mat, það er fitu- og sykurríkum vörum sem og sykruðum drykkjum. Vatn er besti svaladrykkurinn en neysla á sykruðum drykkjum tengist auknum líkum á offitu og rann- sóknir sýna að karlar á Íslandi drekka mikið af gosdrykkjum. Að auki er lykilatriði að hreyfa sig reglulega, að minnsta kosti 30 mínútur á dag. Gefnar hafa verið út sér- stakar hreyfiráðleggingar sem hægt er að fá hjá Lýð- heilsustöð. Meira af grænmeti og ávöxtum Mikill ávinningur er af því að borða meira af græn- meti, ávöxtum, grófum kornvörum (heilkorna) og baun- um því rífleg neysla grænmetis og ávaxta virðist minnka líkur á mörgum langvinnum sjúkdómum. Áhrifin virðast meiri eftir því sem meira er borðað af mismunandi tegundum ávaxta og grænmetis, t.d. tómötum og tómataafurðum, spergilkáli, blómkáli og gulræt- um. Einstök efni í töfluformi veita ekki sömu áhrif. Í skýrslu World Cancer Research Fund (WCRF), sem kom út í lok árs 2007, er ein- mitt ráðlagt að uppfylla þörf fyrir næringarefni sem mest úr fæðunni í stað þess að taka fæðu- bótarefni. Þar er einnig ráðlagt að takmarka neyslu á rauðu kjöti (í skýrslunni skilgreint sem nauta- , svína- og lambakjöt) við 500 g á viku og draga úr neyslu á unnum kjötvörum skilgreindum sem salt- ar og reyktar vörur. Þá eru karlmenn hvattir til að fylgja ráðleggingum um neyslu á mjólk og mjólkurmat, sem eru tveir skammtar af mjólk eða mjólkurvörum á dag og velja fitu- litlar og lítið sykraðar vörur. Ekki er æskilegt að neyta mikið meira en ráðleggingar segja til um því mikil neysla kalkríkra vara getur mögulega tengst auknum líkum á því að karlmenn fái blöðruháls- krabbamein. Oftar fisk Borða ætti fisk sem aðalrétt að minnsta kosti tvisvar í viku, bæði feitan og magran og taka þorska- lýsi eða annan D-vítamíngjafa dag- lega. Í fiski eru ýmis næringarefni sem eru í fáum öðrum matvælum en sjávarfangi svo sem joð, langar ómega-3 fitusýrur og D-vítamín. Ráðlagt er að neyta fitu og feitra matvara í hófi og að velja frem- ur olíu (ein- og fjölómettaða) en harða fitu (mettaða fitu eða trans- fitusýrur) á borð við smjörlíki eða smjör við matreiðslu. Mikil hörð fita er óæskileg fyrir heils- una en hún hækkar LDL-kólester- ól í blóði (vonda kólesterólið) sem er áhættuþáttur fyrir hjarta- og æðasjúkdóma. Nota ætti mismun- andi gerðir af olíum því í hverri og einni er mismunandi samsetning næringarefna. Ólífuolía og rapsol- ía gefa okkur t.d. mikilvægar fitu- sýrur í mismunandi magni. Æskilegt er að stilla saltneyslu í hóf. Karlar ættu ekki að neyta meira en 7 g af salti á dag en til að geta takmarkað saltneysluna þarf m.a. að lesa á umbúðir matvæla. Í tilbúnum réttum, pakkasúpum og nasli er almennt mikið salt, rétt er að velja lítið unnin matvæli, tak- marka notkun salts við matargerð og bera ekki fram salt með matn- um. Spennandi og hollar uppskriftir Að lokum er vakin athygli á ný- útkominni matreiðslubók, Af bestu lyst 3, sem er samstarfs- verkefni Lýðheilsustöðvar, Krabbameinsfélagsins og Hjarta- verndar. Þar sést að heilsusam- leg fæða þarf ekki að vera neinn meinlætakostur heldur eru holl- usta og gæði sameinuð í ljúffeng- um réttum. Höfundur er verkefnisstjóri nær- ingar hjá Lýðheilsustöð. HÓLMFRÍÐUR ÞORGEIRSDÓTTIR HÖFUM FJÖLBREYTNINA Í FYRIRRÚMI ■ grænmeti og ávextir daglega ■ fiskur – að minnsta kosti tvisv- ar í viku eða oftar ■ gróft brauð og annar trefjaríkur kornmatur ■ fituminni mjólkurvörur ■ olía eða mjúk fita í stað harðr- ar fitu ■ salt í hófi ■ þorskalýsi eða annar D-vítam- ín-gjafi ■ vatn er besti svaladrykkurinn HUGUM AÐ ÞYNGDINNI ■ borðum hæfilega mikið ■ hreyfum okkur daglega
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.