Morgunblaðið - 08.01.2006, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ferskur, íslenskur
Fetaostur í salatið!
EYKT hyggur á byggingu 8-9
hundruð íbúða á 78 hekturum lands í
eigu Hveragerðisbæjar, austan
Varmár. Að sögn Orra Hlöðversson-
ar, bæjarstjóra Hveragerðis, er um
að ræða stóran hluta af byggingar-
landi í eigu bæjarins. Samkvæmt að-
alskipulagi Hveragerðis er einnig
byggingarland í eigu einkaaðila.
Aldís Hafsteinsdóttir, oddviti
minnihlutans í bæjarstjórn, telur að
átt hefði að bjóða út landið eða gefa
fleirum kost á því til að kanna raun-
virði þess.
Íbúafjöldinn tvöfaldast
Uppbyggingin verður í þremur
áföngum til ársins 2018 og er áætlað
að með henni tvöfaldist íbúafjöldi
bæjarins. Í Hveragerði búa nú rúm-
lega 2.000 manns. Drög að sam-
starfssamningi sveitarfélagsins og
Eyktar voru lögð fram í bæjarráði
Hveragerðis sl. fimmtudag. Sam-
kvæmt þeim mun Eykt kaupa landið
af Hveragerðisbæ og greiða fyrir
með byggingu fyrsta áfanga leik-
skóla á svæðinu, þ.e. tveggja deilda
af sex, að verðmæti um 80 milljónir.
Hveragerðisbær mun reka leikskól-
ann og einnig byggja og reka grunn-
skóla fyrir 400 nemendur. Bærinn
mun fara með skyldur sveitarfélags
gagnvart svæðinu, þ.e. fjalla um og
samþykkja skipulag, veita bygging-
arleyfi og annast byggingareftirlit.
Bærinn mun einnig annast gerð að-
alholræsis, aðalsafngötu og gerð
leiksvæða. Samkvæmt samantekt
Orra sem lögð var fram í bæjarráði,
mun fjárfesting bæjarins í fráveitu,
leikskóla að frádregnu framlagi
Eyktar, grunnskóla og leiksvæðum
nema um 1.250 milljónum.
Eykt mun byggja nýja brú yfir
Varmá og annast gerð gatna, hol-
ræsa, vatnsveitu og opinna svæða á
skipulagssvæðinu. Tekjur Eyktar
munu koma af gatnagerðargjöldum,
tengigjöldum og sölu byggingarrétt-
ar á lóðum sem til verða auk bygg-
ingar húsa á svæðinu. Eykt mun ým-
ist byggja sjálf á þeim lóðum sem til
falla eða ráðstafa þeim til annarra
með sölu byggingarréttar.
Á verkefnistímanum mun Eykt af-
sala öllum íbúðarlóðum aftur til
Hveragerðisbæjar ásamt gatnakerfi,
vatnsveitu og fráveitu. Lóðunum
verður skilað til bæjarins í samræmi
við framvindu verkefnisins og þegar
kaupandi byggingarréttar hefur innt
af hendi fullnaðargreiðslu til Eyktar.
Fasteignaskattur, lóðarleiga, vatns-
gjald og holræsagjald munu renna til
Hveragerðisbæjar. Einnig afhendir
Eykt bænum opin svæði og lóðir
undir leikskóla og grunnskóla hon-
um að kostnaðarlausu. Eykt mun
hins vegar halda verslunar- og þjón-
ustulóðum.
Á samningstímanum mun Hvera-
gerðisbær fá í sinn hlut um 120 lóðir
á kostnaðarverði. Bænum verður
frjálst að úthluta þeim að vild með
sölu byggingarréttar. Orri sagði að
Hveragerði ætti einnig lóðir til út-
hlutunar í gamla bæjarlandinu vest-
an Varmár og miklir möguleikar
væru til þéttingar byggðarinnar.
Bærinn héldi því sjálfstæði sínu í
lóðaúthlutunum á samningstíman-
um. Frumkvæðið að áformum um
uppbygginguna er komið frá Eykt
og telur Orri bæjarstjóri að fyrir-
tækið eigi að njóta þess. Að hans áliti
hefði útboð á verkefninu eða opinber
auglýsing á landinu ekki verið raun-
hæfur kostur í þessu tilfelli. Eins
hefði sveitarfélagið ekki burði, miðað
við núverandi stöðu, til að standa eitt
að jafn hraðri uppbyggingu og Eykt
áformar.
Minnihlutinn mótfallinn
Málið var á dagskrá bæjarráðs
Hveragerðis síðastliðinn fimmtudag
og vísað til endanlegrar ákvörðunar í
bæjarstjórn. Aldís Hafsteinsdóttir,
oddviti sjálfstæðismanna sem eru í
minnihluta í bæjarstjórninni, sagði
þar að málið bæri brátt að og óskaði
eftir að afgreiðslu þess yrði frestað
fram í febrúar. Ekki var orðið við því
en málið verður tekið til afgreiðslu á
næsta bæjarstjórnarfundi, sem
væntanlega verður 17. janúar nk.
Á fundi bæjarráðs kvaðst Aldís
vera mjög mótfallin því að Eykt yrði
afhent byggingarlandið með þeim
skilmálum sem fram koma í samn-
ingsdrögunum. Í samtali við Morg-
unblaðið sagðist hún hefði viljað sjá
landið boðið út til að fá raunvirði
þess upp á borðið og eins til að gefa
fleirum kost á því. Land sé að seljast
á yfir 10 milljónir króna hektarinn í
nágrenni Hveragerðis. Nýlega hafi
svonefnd „tívolílóð“ í Hveragerði,
sem er um einn hektari að stærð,
verið boðin út og fengust um 50 millj-
ónir fyrir byggingarréttinn auk
gatnagerðargjalda. Landið sem
Eykt eigi að fá sé tæplega 80 hekt-
arar á skipulögðu íbúðasvæði og
byggingarétturinn einn mikils virði.
Í samningnum við Eykt sé ekki fólg-
in nein peningagreiðsla til sveitarfé-
lagsins fyrir landið, heldur einungis
bygging tveggja deilda leikskóla fyr-
ir 80 milljónir.
„Með þessum samningi erum við
að afsala okkur tekjum vegna bygg-
ingaréttar,“ sagði Aldís.
Eykt byggir íbúðir á 78 hekturum lands í Hveragerði
Áforma byggingu
800–900 íbúða
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
HALDIN var íslensk messa í fyrsta
skipti í Torrevieja á Spáni á þrett-
ándanum. Á annað hundrað manns
kom til kirkju en á svæðinu býr
fjöldi Íslendinga.
Messan átti að hefjast klukkan
fjögur en það tafðist um nokkar mín-
útur vegna stöðugs straums Íslend-
inga til kirkju, samkvæmt upplýs-
ingum Agnars Loga Axelssonar í
Torrevieja.
Athöfnin átti sér stað í Norsku
sjómannakirkjunni í La Siesta í
Torrevieja. Séra Ragnheiður Kar-
ítas Pétursdóttir, sóknarprestur
Ingjaldshólsprestakalls, þjónaði fyr-
ir altari. Kórinn mynduðu rúmlega
eitthundrað manns sem komu til
messu og var hátíðarbragur og
ánægja í brjósti allra sem til messu
komu, að sögn Agnars, enda væri
um mikinn atburð að ræða fyrir
þann fjölda Íslendinga sem búsettur
er á Torrevieja svæðinu. Ragnheið-
ur Karítas hefði sjálf búið á Spáni
um tíma og saknað þess mjög að
komast ekki til íslenskrar messu.
Var það að tilstuðlan Karls Sigur-
björnssonar, biskups Íslands, að
Norska sjómannakirkjan var fengin
að láni og séra Ragnheiður Karítas
send til Spánar að messa þar yfir bú-
settum Íslendingum á þrettándan-
um.
Eftir messu var haldið til veglegs
kaffihlaðborðs.
Séra Ragnheiður Karítas Pétursdóttir þjónar fyrir altari í Norsku sjómannakirkjunni í La Siesta í Torrevieja.
Á annað hundrað manns sótti
íslenska messu á Spáni
„ÉG svaf illa nóttina áður en mynda-
tökur áttu að hefjast. Þær gengu þó
vel frá fyrsta degi því milli okkar
Sólveigar myndaðist strax mikið
traust,“ segir Mazarine Pingeot,
lengi vel laundóttir François Mitter-
rands Frakklandsforseta, um rúm-
lega klukkustundar langa heimilda-
mynd Sólveigar Anspach um dóttur-
ina, sem sýnd var á frönsku sjón-
varpsstöðinni
France-3 í fyrra-
kvöld.
„Það var já-
kvæð lífsreynsla
að ganga í gegn-
um gerð mynd-
arinnar, hún var
góður prófsteinn
á sjálfa mig, þótt
erfitt væri að
skýra frá ýmsu
sem þar kemur
fram. Í myndinni
rýf ég þó enga
tryggð við neinn í
kringum mig,“
segir Mazarine
um myndina í
stóru viðtali í
tímariti Madame
Figaro sem út
kom í gær.
Spurð hvað það var sem skóp svo
sterkt traust milli þeirra Sólveigar
segir Mazarine að sér hafi í fyrstu
ekki fundist hún sjálf vera áhuga-
vert viðfangsefni fyrir Sólveigu mið-
að við fyrri verk hennar. Þær hafi
hins vegar náð fljótt saman og ein-
lægni verið í samskiptum þeirra. Sér
hafi fljótlega orðið ljóst að hún gæti
borið fullt traust til Sólveigar.
„Ég hélt ég væri ekki áhugaverð
fyrir hana. En hún er dirfskufull og
kærði sig kollótta um álit vina sinna
sem urðu mjög undrandi á að hún
skyldi vilja hafa mig sem viðfangs-
efni. Það fannst mér ótrúlega
skemmtilegt. Ég áttaði mig á því að
hún vildi gera þessa mynd vegna
einlægs áhuga fyrir viðfangsefninu,
af góðum hvötum en ekki vondum.
Frá því augnabliki var eftirleikurinn
auðveldur því við töluðum opinskátt
saman,“ segir Mazarine, sem segist
ætla að taka upp eftirnafn föður síns
og bæta því við ættarnafn móður
sinnar og verða því Mazarine
Pingeot-Mitterrand.
Myndin eins konar fæðing
Hún segir myndina hafa verið
nokkurs konar þörf fyrir sig, ekki
ólíka þránni að eignast barn. Hvort
tveggja segir hún nú hafa ræst því
hún varð ófrísk meðan á gerð mynd-
arinnar stóð og hefur eignast dreng.
„Myndin er eins konar fæðing og
ekki bara fróðleikur fyrir áhorf-
endur heldur fyrir barnið mitt líka.“
Mazarine var leyndarmál Mitt-
errands fram undir andlát hans og
hann gekkst ekki við henni gagnvart
lögum fyrr en hún var á níunda ári.
Samband þeirra var þó náið og mikið
allt frá fæðingu og kemur það vel
fram í mynd Sólveigar. Náinn vinur
og fyrrverandi dómsmálaráðherra
Frakklands skýrir í myndinni frá
þeirri stundu þegar Mitterrand
ákvað að gangast við dótturinni. Set-
ur hann það í samband við að forset-
inn hafði þá fengið staðfestingu á því
að hann væri með krabbamein, sem
var hitt leyndarmál Mitterrands.
„Le Secret er saga af leyndarmáli,
full af ástúð og fyndnum atviks-
sögum,“ segir í umsögn belgíska
blaðsins La Libre en þar í landi var
myndin sýnd fyrr í vetur. Eitt kröft-
ugasta augnablik hennar sé brot úr
heimamyndbandi þar sem ruðst sé
inn í einkalíf feðginanna. „Þar sjást
hinir nánu vinir, Mitterrand, graf-
alvarlegur í framan, og við hlið hans
unglingurinn Mazarine. Herma þau
eftir atriði úr Dallas-þáttunum á
þeim tíma. „Þú hefur svikið mig,“
segir hin hneykslaða Sue Ellen sem
leikin er af Mazarine Pingeot. „Ég
geri bara það,“ svarar JR, öðru nafni
François Mitterrand,“ segir La
Libre. Og bætir við að forsetinn hafi
þó ekki svikið dótturina opinberlega.
Blaðið segir að myndin sé kannski
fulltilgerðarleg og vikist sé undan
því að bregða ljósi á hugsanleg nei-
kvæð áhrif tilvistar dótturinnar á
embættisfærslu Mitterrands. Mynd-
in svipti hulunni af ríkisleyndarmáli
– dótturinni – og varpi ljósi á hið tvö-
falda fjölskyldulíf sem forsetinn lifði.
Mikið traust
á milli okkar
Eftir Ágúst Ásgeirsson í Frakklandi
agas@mbl.is
Mazarine Pingeot
Sólveig Anspach