Morgunblaðið - 08.01.2006, Side 10

Morgunblaðið - 08.01.2006, Side 10
10 SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Á flugvellinum í Lokichoggio í Kenýa er ys og þys. Hópur fólks raðar kornsekkjum á bretti og bindur þá saman. Lyftarar aka um og starfs- menn Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (World Food Programm) hlaða flugvél með hjálpargögnum. Klukkan er níu að morgni og strax orðið vel heitt. Í fjarska heyrist þungur niður. „Hún er að koma,“ segir karlmaður og bendir upp í loftið. Ég lít til himins. Herkúles C-130 flugvél nálg- ast. Hávaðinn verður ærandi. Loks lendir vélin og fimm starfsmenn stíga út. Ég tek í höndina á flugmönnunum Steve og Augustine, flug- verkfræðingnum John og þeim Charles og James sem sjá um að sleppa kornsekkjunum úr vélinni. Einn er frá Bandaríkjunum en hinir frá Kenýa. Ég á að fá að fara með þeim í næstu ferð. Gætu sprungið við lendingu Vörugeymslur Matvælaáætlunarinnar eru stór tjöld þar sem sekkir bíða í stöflum. Þeim er umpakkað til að þola álagið þegar þeim er sleppt til jarðar. „Ef við settum þá ekki í nýjar og sterkari umbúðir myndu þeir springa við lendingu,“ segir starfsmaður sem sýnir mér um svæðið. Hverjum sekk er komið fyrir í þar til gerðum poka, sem settur er saman úr þremur lögum. 18 pokar eru síðan lagðir í stafla og bundnir saman. Þetta eru 900 kíló af mat. Pokarnir eru bundnir á sérstakan hátt þannig að hægt sé að losa þá í sundur rétt áður en þeim er sleppt úr vélinni. Þeir fljúga til jarðar hver fyrir sig, meira en 200 metra. Sekkirnir vega 50 kíló hver. Það væri ekkert grín að fá einn slíkan í höfuðið úr þessari hæð. „Nei, ætli yrði bókstaflega nokkuð eftir af þér ef það gerðist,“ heyri ég sagt fyrir aftan mig. Þegar mat er kastað úr vél á flugi Hver matartegund hefur sína sérstöku merkingu. Pokar með gulri merkingu inni- halda til dæmis baunir og blár þýðir korn á borð við maís, sorgúm eða hveiti. Reiknað er nákvæmlega út hversu mikið af mat og hvaða tegund á að dreifa, miðað við fólkið sem þarf á honum að halda. „Við grýtum matnum ekki bara óskipulega til einhverra, eins og merki- lega margir halda,“ segir hressileg kona, Jane Brown. „Ætli menn sjái ekki fyrir sér að á áfangastað ríki algjör ringulreið, þar sé enginn starfsmaður til að taka við matnum og dreifa og fólk á jörðu niðri fái hjálpargögnin hrein- lega í höfuðið,“ segir hún og bætir við að mörg- um finnist fjarlæg og jafnvel fáránleg sú hug- mynd að kasta mat úr vél á flugi. „Á stað eins og Suður-Súdan er hins vegar ekkert annað hægt. Annaðhvort gerum við þetta svona eða við gerum það ekki. Annað- hvort ákveðum við að hjálpa fólki þarna sem er í neyð og gerum það á þennan hátt – með þeim tilkostnaði sem því fylgir – eða við gerum það ekki. Vegasamgöngur í Suður-Súdan eru í lamasessi og á regntímabilinu er ómögulegt að ferðast um þá fáu vegarslóða sem þar eru. Flugvélum er ekki hægt að lenda nema á löngum flugbrautum. Að sleppa hjálpargögn- um úr lofti, eins og við gerum, er sem stendur eina leiðin,“ bætir Jane við. Í Suður-Súdan eru 250 svæði sem heimafólk hefur sjálft útbúið í samstarfi við Matvæla- áætlunina til að geta tekið á móti matarsend- ingum með flugi. Matvælaáætlunin hefur enn fremur hafist handa við að laga aðalvegi á svæðinu. 3,2 milljónir manna aðstoðaðar Þegar mest lætur er 6.000 tonnum af mat dreift á mánuði frá Lokichoggio til Suður-Súd- an. Það eru 6 milljónir kílóa af mat. Matvæla- áætlunin notast þá við 6–7 flugvélar í einu og starfsmennirnir á vellinum eru hátt í 500. Koma þarf matnum fyrir í flugvélunum, útbúa matarsendingarnar og fleira. Hversu miklu er dreift er misjafnt eftir árstímum. Í Suður-Súd- an, sem og víða annars staðar, er versti tíminn á regntímabilinu, rétt áður en uppskeran er tilbúin. Þá er matur frá fyrri uppskeru gjarnan búinn. „Fólk gerir sér almennt ekki grein fyrir því að það sem á sér stað í Suður-Súdan er eitt allra viðamesta hjálparstarfið í heiminum í dag,“ segir starfsmaður hjá Matvælaáætlun- inni. Ég minnist þess sem mér hefur ítrekað verið bent á í Suður-Súdan, að stórir fjölmiðlar hafi í dag takmarkaðan áhuga á svæðinu. Und- irritun friðarsamninganna fékk töluverða at- hygli en nú er ár síðan og meðan friðurinn helst er Suður-Súdan talið lítið fréttnæmt. „Verkefnið er hins vegar risavaxið og Mat- vælaáætlunin gegnir þar meginhlutverki. Við aðstoðuðum 3,2 milljónir manna á árinu 2005. Áður hjálpuðum við stríðshrjáðu fólki – núna aðstoðum við fólk sem reynir að komast á fæt- ur aftur eftir löng og erfið átök,“ heldur mað- urinn áfram. Ég hangi þá bara í þessum stálbita „Þegar við nálgumst áfangastað munum við festa þig við þessa stáltaug við opið. Þá get- urðu séð allt nákvæmlega meðan við fljúgum yfir svæðið og sleppum vistunum,“ segir Steve flugmaður meðan ég fylgist með því þegar flugvélin er hlaðin. Á flugi er opið haft lokað en þegar kemur að kasti er allt opnað upp á gátt. „Hafðu engar áhyggjur, þetta er öruggt,“ bæt- ir hann við. Ég kinka kolli og hvessi augun á stáltaugina. Mun hún örugglega halda? Bíður það mín að fljúga sjálf út með kornsekkjunum? Ég byrja að hiksta. „Já, já, ekkert mál. Mér líst bara vel á þetta, ha. Ég er sko löngu hætt að vera loft- hrædd. Já, svo hangi ég bara þarna utan í stál- bitanum. Þetta verður stórfínt,“ segi ég og heyri að röddin er orðin hol. Ég bít mig í tung- una. Hvað er ég að röfla? Fleiri pýramídar en í Egyptalandi Það er komið að flugtaki. Við sitjum öll fram í hjá flugmönnunum, enda engin sæti aftur í. Vinnudagur áhafnarinnar er langur. Hún fór af stað klukkan 6.30 í morgun og kemur ekki heim fyrr en seint um eftirmiðdaginn eða kvöldmatarleytið. Flugvélin fer fjórum sinnum á sama stað í dag. Í hverri ferð er dreift 16,2 tonnum af kornsekkjum. Það eru 16.200 kíló. Eftir daginn hefur því tæplega 65.000 kílóum af mat verið komið til skila. Þetta á að endast þeim sem það fá í tvo mánuði. Kostnaðurinn hleypur á milljónum, enda margfalt dýrara að notast við flug en að flytja hjálpargögn eftir þjóðvegum. Vélin þarf mörg þúsund lítra af bensíni fyrir hverja ferð. Meðan við hækkum flugið benda flugmenn- irnir mér á að koma að framrúðunni og líta út. Útsýnið er magnað. Ég dreg djúpt andann. Á flugi yfir fjöll og sléttur, pálmatré, stráhús og auðn verður Súdan stórkostlegur staður. Þrátt fyrir óhugnaðinn í Darfur og eyðilegginguna eftir stríðið í suðurhlutanum, er Súdan fjöl- breytt og athyglisvert land. Í suðrinu eru ljón og pálmatré, í norðrinu eyðimerkur og kam- eldýr. Í Súdan eru töluð yfir hundrað tungu- mál og þar eru fleiri pýramídar en í sjálfu Egyptalandi. Einhvern tímann verð ég að fara til höfuðborgarinnar Khartúm. Nú stefni ég hraðbyri að landamærum Eþíópíu. Áfanga- staður okkar, Akobo, liggur við ána sem skilur löndin tvö að. Varasamt starf í styrjöldinni Á 50 mínútum fljúgum við tæpa 400 kíló- metra leið. Ég sé í hendi mér að miðað við þann ferðahraða sem ég vandist á vegarslóð- unum í Suður-Súdan hefði það tekið mig tæpar 19 klukkustundir að komast þessa leið á landi. Væri ég á flutningabíl en ekki jeppa tæki akst- urinn margfalt lengri tíma. Ég skýt á 3 daga. „Ja, það er að segja ef til þessa staðar lægi vegur,“ tauta ég og er alls óviss um að svo sé. Á leiðinni er mér bent á að ekki hafi verið fræðilegur möguleiki á að hafa aðalmiðstöð hjálparstarfsins staðsetta í Suður-Súdan með- an á stríðinu stóð. „Lokichoggio í Kenýa var valin sem miðstöð vegna þess að þar var öruggt að vera og stað- urinn var alveg við landamærin. Meðan barist var þurfti að reyna að hafa sem fæsta starfs- menn á jörðu niðri í Suður-Súdan. Starf þeirra var mjög varasamt.“ Ég kinka kolli. Upp í huga mér kemur sam- tal við mann sem vann í Suður-Súdan í stríðinu við að taka á móti matarsendingum með flugi. Hann er sjálfur þaðan og var einn af þeim sem beið á jörðu niðri og leiðbeindi flugmönnunum. „Jú, ég verð að viðurkenna að þetta gat verið stórhættulegt,“ sagði hann. Hann heitir Sim- on. Simon og félagar hans voru fluttir á milli staða með litlum rellum og tjölduðu á áfanga- stað. „Í eitt skipti réðist stjórnarherinn á okkur við matardreifingu. Hópur af konum, börnum Sex milljón kíló af Morgunblaðið/Sigríður Víðis Börn og unglingar í Suður-Súdan. Þar fer fram viðamikið hjálparstarf eftir langa borgarastyrjöld. Morgunblaðið/Sigríður Víðis Aðalvegur í Suður-Súdan. Vegir eru fáir og illfærir og á regntímabilinu lokast þeir alveg. Flugvélar með hjálpargögn til Suð- ur-Súdan lækka flugið niður í 700 feta hæð eða 233 metra, þegar kemur að því að sleppa þeim út um op vélarinnar að aftan. ÍHerkúles C-130 vél er 324 korn- sekkjum hent út í einu. Hver þeirra vegur 50 kíló. Þegar flugvélin svífur yfir staðinn þar sem matnum skal sleppt er hún að jafnaði á 220 feta hraða á sekúndu. Hún ferðast þá 73 metra á sekúndu. Til að sendingin lendi á réttum stað þarf að sleppa henni á hár- réttu augnabliki og gera ráð fyrir öllum þeim þáttum sem gætu haft áhrif á hvernig og hvar hún lendir, til dæmis sterkum hliðarvindi. Flugvélin tæmist á 3 sekúndum. 16 tonn af mat falla til jarðar, þar sem hjálparstarfsmenn safna þeim saman og deila út. 16 tonn á 3 sekúndum Hvernig er hjálpargögnum kom- ið til skila ef ekki er hægt að aka eða sigla á áfangastað og ómögu- legt er að lenda þar flugvél? Einn möguleiki er að varpa þeim úr flugvél á flugi. Sigríður Víðis Jónsdóttir flaug að landamær- um Súdan og Eþíópíu, fylgdist með kornsekkjum falla til jarðar, bundin við op vélarinnar að aft- an og reyndi að sannfæra sjálfa sig um að hún væri löngu hætt að vera lofthrædd.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.