Morgunblaðið - 08.01.2006, Side 14

Morgunblaðið - 08.01.2006, Side 14
14 SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ M argir Ís- lendingar tengjast dönsku sjónvarps- seríunni „Örninn“. En serían er geysi vinsæl á öllum Norðurlönd- um og hefur fengið grammý-verðlaun og allt. Hér vil ég segja skoplega sögu frá því, hvernig ég lenti í því óþægi- lega ástandi að þurfa leika í þessari seríu. Og það var ekki án kvala. Það var hringt í mig seint á sunnu- dagskvöldi og spurt hvort ég væri til í að leika smá hlutverk í Erninum. Þetta var ung stelpa hjá danska sjón- varpinu, en ég bý í Kaupmannahöfn og fæst við kvikmyndagerð. Því þekki ég fólkið í bransanum og hef reyndar leikið nokkur orðlaus hlutverk í sjón- varpsauglýsingum og kvikmyndum. „Hvað á ég að leika?“ spurði ég og bjóst við að ég ætti að standa ein- hvers staðar út í horni og labba fyrir aftan aðalleikarann. „Þú átt að leika Hans,“ sagði stelp- an blátt áfram. „Bíddu við, á ég kannski líka að segja eitthvað?“ spurði ég og var í uppnámi. „Já, já. Þú ert með hlutverk.“ „Hlutverk?“ tautaði ég út úr mér og varð mállaus. Þetta var vægast sagt óþægilegt. Því ég er ekki leikari, veit að vísu hvað leikari á að gera, því ég hef leik- stýrt nokkrum sinnum. En það var eins og innyflin í mér herptust saman og hjartað fór að slá í hröðum vals- takt. „En á ég ekki að koma í prufu fyrst?“ „Nej, nej. Leikstjórinn vill fá þig.“ Þetta var alveg absúrd. Ég átti að heita Hans og vera öryggisvörður á flugvelli. Ég hefði skilið það betur ef ég hefði átt að leika ölvaðan Íslending sem talaði bjagaða dönsku. Því þó maður tali góða dönsku þá heyra Danir alltaf að maður brýtur á mál- inu, og það passar ekki fyrir örygg- isvörð. „Ég sendi þér handrit og leikara- samning,“ sagði stelpan og var sæt í röddinni. Fyrst hálftíma seinna vaknaði égtil vitsmuna og mér varð ljóstað ég hafði gleymt að spyrja af hverju ÉG! Ég svaf mjög órólega þessa nótt. En sannfærðist um að þetta væri allt byggt á misskilningi og næsta dag kæmi í ljós að þau hefðu ætlað að hringja í allt annan mann. En strax klukkan 7 næsta morgun hringdi maður og spurði hvaða stærð af skóm ég notaði. „Ég held 42,“ sagði ég ringlaður. „Og skyrta?“ „Skyrta?“ ég var ekki alveg vakn- aður. „Hver er þín skyrtu stærð?“ „Já! Medium í byrjun á Large.“ „Fínt, en buxur?“ „Það er 43 eða 44.“ „Ertu frá þér,.. það passar ekki.“ „Nú?“ „Á ég að koma og mæla þig.“ „Nei, nei. Ég finn númerið, það er hérna inn í buxunum,“ sagði ég og reyndi að finna hvar ég hefði kastað buxunum. „Hringdu í mig þegar þú hefur það,“ sagði hann og var óðara horfinn úr símanum. Ég æddi inn í eldhús og lagaði rót- sterkt kaffi í von um að vakna upp af þessum hræðilega draumi. Ég titraði allur og kaffiduftið hrundi út um allt, fékk straum af hraðsuðukatlinum. Þá hringdi dyrasíminn. Hlaupandi upp tröppurnar kom póstmaður með pakka sem ég þurfti að kvitta fyrir. En ég fattaði það ekki fyrr en ég opnaði pakkann og sá handritið: Þetta var ísköld alvara! Þáttur númer 14, stóð á forsíðunni. Skíthræddur fletti ég handritinu. Loks fann ég hvar merkt var við með gulu tússi. Það var hlutverkið mitt. Fyrsta setningin var: „Jeg er desværre nødt til at krops- visitere dig.“ Og það voru fleiri setningar, fakt- ísk margar; heilar 2 síður. Sviti spratt fram á enninu og ég varð uppblásinn í maganum eins og ég hefði borðað blá- sýru. Eitt vissi ég. Og það var að maður verður að kunna textann þegar mað- ur mætir í upptökur. Svo ég byrjaði strax að æfa. Þrammaði fram og aft- ur um stofugólfið og kyrjaði textann yfir bókarhillunum. En orðin pössuðu illa í munn. Þetta „kropsvisitere“ var ómögulegt, líka að segja „desværre“; það voru þessi dönsku R. Þó maður hafi búið lengi í Dan- mörku, þá eru errin alltaf vandamál. Það er út af því að errin hverfa og breyta næsta sérhljóða á eftir. Það er ekki nokkur leið að læra þetta, líkist meira einhverjum kok-sjúkdómi. Þannig að ég byrjaði að stytta og þróa textann. Upptökustaðurinn var flugstöð-in á Hróarskeldu-flugvelli.Þegar ég hafði farið í bún- ingabílinn og síðan í förðunarbílinn, þá labbaði ég inn í flugstöðina og fólk hélt að ég væri alvöru öryggisvörður. Ég sá hvar statistarnir sátu við borð og drukku kaffi. Við annað borð sat Søren Spanning, sá sem ég átti að leika á móti. Strangur horfði hann á mig og var að mæla mig út. Það var eins og ég fengi hníf á bakið og mér varð pínandi mál að pissa og hljóp niður á klósettið. Þarna stóð ég við hlandskálina ogfór með bænir mínar. Allt íeinu hrundi hurðin upp og Jens Albinus kom inn. En það er aðalleik- arinn sem leikur lögregluforingjann Hallgrím. „Blessaður,“ sagði Jens á sæmi- legri íslensku. „Já, sæll.“ „Gaman að sjá þig.“ Hann mundi greinilega eftir mér. Í raun þá þekktumst við smá. Því áður en hann varð frægur þó höfðum við verið á leiklistarnámskeiði fyrir kvik- myndaleikstjóra. Þar lék hann hlut- verk í handriti eftir mig. „Hvernig gengur?“ spurði Jens. „Bara vel.“ „Ertu alltaf að skrifa?“ „Já, já.“ „Hvernig gekk með handritið þitt?“ „Fékk aldrei styrk. Það er alveg útilokað að fá styrk fyrir stuttmyndir nú orðið.“ „Já þetta er harður bransi. En þú mátt ekki gefast upp, sniðugt hand- rit. Hringdu í mig þegar þú færð styrk.“ Pínlegt að tala íslensku við hann, en þó var hann þrælgóður miðað við Dana. Þegar ég kom aftur upp, var tæknifólk á hlaupum með alls konar græjur og verið var að setja upp ljós. Allt í einu sá ég leikstjórann. Hann þekkti ég! Þetta var Martin Schmidt sjálfur, vinur minn. Nú skildi ég allt saman. Því við Martin hittumst oft á fundum hjá danska kvikmyndaleik- stjórafélaginu. Og við höfðum svo oft talað um að við yrðum að standa sam- an. Þetta var greiði! Hann var að gera mér greiða! Æ, æ! Nú varð ég vissulega að standa mig. Han kom og spjallaði við mig, mjög almennilegur. En hann er þekktur fyrir að gera blóðugar hrollvekju- myndir. Við æfðum senuna án orða; hvernig Spanning kom inn, hvar ég átti að standa og hvenær ég átti að labba í veg fyrir hann. Ég átti að telja upp á 7, svo labba af stað. En senan fjallaði um það að Hallgrímur og hans menn voru að lauma míkra- fóni í farsímann hjá Spanning, á meðan ég færði hann inn í herbergi til að leita á honum; sem sagt „krops- visitere“. En Spanning lék hættuleg- an vopnasala. Spanning fór strax fram á breytingar á sínum texta. Og Martin samþykkti það, því Søren Spanning er virtur leikari. En þegar ég ætlaði að fá mínar breytingar, og ég þurfti virkilega á þeim að halda, þá fann ég að ég var ekki eins hátt metinn. „Þarf ég endilega að segja orðið „kropsvisitere“?“ spurði ég Martin og gaf í skyn að orðið skapaði tungu- málavandamál. „Þú ferð með hann inn í herbergið og við sjáum ekkert hvað þar gerist. Nej. Það er ekki hægt að sleppa því,“ sagði Martin. „En það liggur milli línanna.“ „Nej. Það gengur ekki.“ „En má ég ekki sleppa „desværre“?“ „Við verðum að treysta handrit- inu,“ sagði Martin og hafði ekki áhuga á mínum vandamálum. Þarna stóð ég aleinn og lítill. Um50 manns horfðu á, ýmist sáfólk um ljós eða míkrafóna. Fjórir menn stóðu kringum kvik- myndatökuvélina. „Upptaka,“ var kallað og allt fór í gang. Søren Spanning tæmdi vasa sína og setti farsímann á færibandið, gekk svo í gegnum röntgenhliðið. Ég stoppaði hann. Hann var hávaxinn og axlabreiður. En allt í einu stóð ég augliti til auglitis við hættulegan vopnasala; auga fyrir auga; tönn fyrir tönn. Hann horfði ógnandi á mig. „Jeg,.. jeg,..“ Mér brá svo í brún að ég gleymdi öllu því sem ég átti að segja. Allt sem ég hafði lært utanbókar var horfið. Tölvan var tóm. „Stop,“ kallaði upptökustjórinn. „Tæknivandamál, smá bið.“ Þeir breyttu ljósunum og færðu tökuvélina. „Maður verður að kunna textann sinn,“ sagði Søren Spanning og horfði ásakandi á mig. „Fyrirgefðu!“ sagði ég og var al- gjörlega miður mín. Hann sá hvernig á var komið og dró mig afsíðis. „Segðu það,..“ sagði hann og stóð aftur svona ógnandi fyrir framan mig. „Jeg er desværre nød til at krops- visitere dig.“ „Aftur,“ sagði hann og við endur- tókum senuna nokkrum sinnum. Þetta bjargaði mér algjörlega. Það er stór munur að segja eitthvað við bókahillu en vopnasala. Svo var þetta tekið upp og það gekk mun betur. En Spanning vildi fá að breyta endanum á senunni. Og átti ég að bæta inn: „Fortsat, god dag min herre.“ Og þar náði ég að leika smá; komst í persónu eins og maður segir. Og Spanning fór á kostum, varð ofsa pirraður út í mig, því vopnasalan hafði gengið illa þennan dag og sagði: „Idiot!“ Þetta var tekið upp aftur og aft-ur, minnst 12 sinnum. Og þáfór ég nú bara að stytta textan minn; klippti burtu „desværre“ og engin tók eftir því. Fyrir rest sagði ég textann nákvæmlega eins og ég var búinn að þróa hann og lét helling liggja á milli línanna. Þegar upptökunum var lokið þakk- aði ég Søren Spanning fyrir að hafa hjálpað mér. Hann var hinn almenni- legasti, en talaði þó niður til mín. Ég var eins og frelsaður úr brennandi helvíti, þegar ég keyrði burt. Löngu seinna sá ég svo þennan þátt númer 14, þá var búið að klippa mig út að mestu, líka aukasenuna hans Spanning. Ekki nóg með það, heldur var búið að dubba yfir röddina mína. Mér var svo sem sama, því ég hef engan metnað í því að verða leik- ari. En ég tók þó eftir að Daninn sem talaði yfir mig, sagði nákvæmlega það sem ég hafði þróað og stytt. Hann hökti líka á „Kropsvisitere“. Að leika í Erninum Sjónvarpsþættirnir Örninn um íslenska lögregluforingj- ann Hallgrím hafa notið vinsælda hér á landi sem víðar. Ásgeir Hvítaskáld kynntist starfi leikaranna í þættinum af eigin raun. Ásgeir Hvítaskáld og Søren Spanning í hlutverkum sínum.Líkamsleitin fræga afstaðin. Leikararnir í Erninum eru efalítið orðnir mörgum Íslendingum að góðu kunnir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.