Morgunblaðið - 08.01.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.01.2006, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ D r. Musa al- Musawy er ný- ráðinn rektor háskólans í Bagdad. Starf hans þykir eitt hið háskaleg- asta í þessari ótryggu og fornu menningarborg. Al-Musawy var ráðinn til starfa eft- ir að fyrirrennari hans var skotinn til bana á leið til vinnu. Rektorinn veitir því sjaldan viðtöl, en stenst ekki freistinguna þegar hann heyrir að blaðamaðurinn sé frá Íslandi. Hámenningarorðspor Íslendinga Eftir fáeinar brakandi símhring- ingar er svarað. „Er þetta Gunnar á Hlíðarenda?“ spyr dr. Musa á arab- ísku og hlær. Ég er sleginn út af laginu og svara spurningunni um- hugsunarlaust, segist heita Ingólfur en ekki Gunnar. Hann verður glað- beittur en hlífir mér við vandræða- heitum. „Ertu nokkuð nefndur eftir fyrsta landnámsmanninum á Íslandi,“ spyr hann. Ég gef meðvitað svar, neita því, og segi honum frá þeirri hefð okkar Íslendinga að skíra börn í höfuðið á nánum ættingjum. „Merkilegt,“ svarar hann og þegir augnablik. „Þessi hefð tengist ef- laust lágri íbúatölu ykkar,“ bætir hann við eftir stutta umhugsun. Ég verð ósjálfrátt stoltur, eins og flestir Íslendingar verða þegar litla land okkar og þjóð þekkist af heims- mönnum handan við hafið. Og held mig því á sömu braut og spyr hvort hann sé áhugamaður um Íslend- ingasögurnar. Hann segir svo vera og líkar vel við umræðuefnið. „Ég fékk áhuga á sögu ykkar og bókmenntum á sjötta áratugnum. Þá nam ég við háskóla í Bretlandi og las Brennu-Njálssögu í fyrsta sinn. En eftir að ég lauk lestri þeirr- ar góðu bókar las ég allar Íslend- ingasögurnar sem ég komst í. Njála var þó alltaf uppáhalds norræna rit- ið mitt, því alltaf vantaði þá félagana Gunnar og Njál í hin. Ég hefði helst viljað lesa sögurnar á réttu máli en þurfti því miður að láta enskar þýð- ingar duga vegna vankunnáttu minnar á íslenskunni. En hver veit nema ég muni einhvern tímann á morgun geta lesið sögurnar á nor- rænu – tíminn og tilvistin er ekki eitt og hið sama,“ segir þessi 63 ára gamli menntamaður glaðvær í fasi. Hann krefst þess að ég sendi honum myndir af íslenskri náttúru og held- ur áfram að lýsa yfir hrifningu sinni á landi okkar. Segist alltaf hafa haft hug á að heimsækja okkar dular- fullu eyju „þar sem eldur gýs úr ís og vatn rennur um eyðimörk“. Eins og araba er siður býð ég rektornum til dvalar á heimili mínu, ef ske kynni að hann legði leið sína norður. En ég hef áhyggjur af óút- reiknanlegu símasambandi og leiði því næst talið að málefnum Íraks. Dr. Musa verður alvarlegur. Stjórnleysi og öfgaöfl Rektorinn neitar að svara því hvort hann tilheyri minnihlutahópi súnní-múslíma eða meirihlutahópi sjía-múslíma í Írak. „Ég er Íraki,“ er eina svarið sem hann gefur um þjóðareinkenni sitt. Ég sný mér þá að öðru og spyr hverjir séu helstu erfiðleikarnir sem menntamenn hafa þurft að glíma við síðan stjórn- leysið skall á í Bagdad í maí 2003. „Stjórnleysið hefur gríðarlega nei- kvæðar afleiðingar fyrir alla íbúa borgarinnar. En svo virðist sem stjórnleysið verði kerfisbundið þeg- ar mennta- og vísindamenn eiga í hlut. Við höfum verið undir stöðugu umsátri huldumanna, sem virðast hafa það eitt að markmiði að afmá æðri hugsun í landinu. Fleiri en 300 menntamenn hafa nú þegar verið drepnir og ekkert lát er á aftök- unum. Auk þess hefur mörgum ver- ið vikið úr starfi vegna ásakana um tryggð við Baath-flokk Saddams Hússeins. Af sömu ástæðu hafa margir verið handteknir af her- námsyfirvöldum án dóms og laga. Þeir sitja nú í varðhaldi í Abu Ghraib-fangelsinu án þess að þeim hafi verið birt ákæra. En ásakanirn- ar um hollustu við Baath-flokkinn eru óréttmætar og sprottnar af hentisemi. Á tímum Saddams þurftu einfaldlega allir Írakar að skrá sig í flokkinn til að eiga von um starf hjá ríkinu. Þetta eru nornaveiðar sem þjóna aðeins öfgaöflum í landinu en ekki írösku þjóðinni.“ Dr. Musa var sjálfur skráður í Baath-flokk Saddams Hússeins, en eins og margir Írakar segist hann hafa misst trúna á stefnu flokksins þegar Saddam hóf stríðið við Írana árið 1980. Hann er af valdamikilli ætt í landinu, er virtur af flestum, vel liðinn og þekktur fyrir að vera mikill þjóðernissinni og harður and- stæðingur spillingar. Þrátt fyrir það hafa honum borist margvíslegar hótanir. „Fyrir rúmri viku hékk bréf á tré í garðinum mínum. Það var fest með hnífi. Í því stóð að ef ég fyrirskipaði ekki öllum stúlkum í há- skólanum að ganga með slæðu yrði mér refsað grimmilega. Þetta er gott dæmi um það hve langt öfgaöfl- in, sem sprottið hafa upp í stjórn- leysinu, vilja ganga. Ég læt þessar hótanir þó ekki slá mig út af laginu, því háskólasvæði eiga að vera staðir fyrir frjálsa akademíska hugsun en ekki þröngsýna stefnumótun.“ Ótti og aðgerðaleysi Dr. Musa bendir á að aftökurnar hafi afar neikvæðar afleiðingar fyrir allt íraskt samfélag. „Í samfélögum helst allt í hendur. Drápin öll gera það að verkum að ótti er nú yfirþyrmandi í írösku samfélagi. Börn þora ekki í skólann af ótta við að verða fyrir sprengju- árásum. Kennarar treysta sér ekki til að mennta nemendur sína með viðeigandi og víðsýnum hætti, því margir grunnskólakennarar hafa verið drepnir fyrir það eitt að fræða nemendur um hugmyndir eins og þróunarkenninguna. Stjórnleysið hefur þó ef til vill bitnað hvað verst á læknastéttinni. Mörg hundruð læknum hefur verið rænt. Fjöl- skyldur þeirra sæta síðan fjárkúgun því fjárhagsleg staða lækna er eilít- ið betri en margra annarra Íraka. Óttinn hefur einnig stuðlað að gíf- urlegum atgervisflótta frá Írak. Um 2.000 menntamenn hafa flúið land síðan stjórn Baath-flokks Saddams féll. Í dag getur þjóðin varla mann- að grundvallarstöður vegna hæfi- leikaskorts, sem er afar sorglegt þar sem Írak gat eitt sinn státað af hæsta menntastigi Mið-Austur- landa.“ Hafa engar ráðstafanir verið gerðar til að vernda menntamenn og stemma stigu við þessum mikla atgervisflótta úr írösku menntalífi? „Því miður ekki. Hernámsyfirvöld og íraska ríkisstjórnin líta algjör- lega framhjá aftökunum og hingað til hefur enginn verið handtekinn vegna þeirra. Við höfum því tekið málin í okkar hendur. Mennta- mannasamtökin hafa hvatt félaga sína til að sækja um byssuleyfi og vera ávallt vopnum búnir. Við hjá Háskólanum í Bagdad höfum beðið prófessora að hitta ekki Bandaríkja- menn á fundum utan háskólasvæð- isins, þar sem margir prófessorar hafa verið brottnumdir af slíkum fundum. Einnig höfum við hvatt prófessora til að skipta sér ekki af stjórnmálaumræðunni, sem er aftur á móti mjög neikvætt, þar sem lýð- ræði getur ekki virkað án mennta- manna. Reyndar má benda á það að kjör prófessora hafa batnað veru- lega síðan á tímum Saddams, en lát- inn maður hefur lítið við gull að gera.“ Vonin ódæðismönnunum sterkari Er vitað hverjir standa á bak við tilræðin? „Hér er ekkert svart og hvítt og óvissa ríkir um flest. En í flestum tilvikum er um að ræða glæpagengi sem hefna sín á menntamönnum, helst læknum, sem hafa neitað að láta kúga af sér fé. En einnig hafa verið framin mörg morð vegna stjórnmáladeilna. Margir veraldlega sinnaðir menntamenn hafa verið drepnir, án nokkurrar viðvörunar, stuttu eftir skrif í fjölmiðlum eða eftir gagnrýni á öfgaöflin. Auk þess halda margir því fram að erlendar leyniþjónustur standi á bak við morðin – en engar sannanir hafa fengist fyrir slíku.“ Getur þú skýrt nánar frá kenn- ingunni um að erlendar leyniþjón- ustur standi að baki tilræðunum? „Menntafólk er máttarstólpar samfélagsins. Þeir sem aðhyllast þessa kenningu halda því fram að mörg ríki í heiminum sjái sér hag í því að Írak nái sér ekki á strik á ný. Því ef Írak nær ekki að standa á eigin fótum mun landið ávallt vera háð erlendum stuðningi og þar með geta erlend ríki stjórnað því hvernig auðlindum og efnahag Íraks er stjórnað.“ Telur þú að Írak nái sér nokkurn tímann aftur á strik aftur í kjölfar þessara hörmunga? „Það má ekki gleyma því að það var í Írak, í landinu á milli fljótanna, sem siðmenningin fæddist. Og það var í Bagdad, sem hún nærðist. En þegar tatarar gerðu innrás í borgina [á 13. öld] reyndu þeir að drekkja menntun okkar og afmá menningu. Efrat-áin var fyllt með lærdómsbók- um og vatn hennar varð svart af bleki. Írökum tókst þó að skrifa bækurnar á ný og bæta um betur. Svar mitt er því já. Ég tel að Írak muni rísa aftur úr rústunum, því þekkingarþráin er Írökum í blóð borin.“ Kerfisbundin útrýming íraskra menntamanna Dr. Musa al-Musawy á skrifstofu sinni í Háskólanum í Bagdad. Síðan ráðist var inn í Írak árið 2003 hafa hátt í 300 Írakar, sem eiga það eitt sameiginlegt að vera há- menntaðir, verið ráðnir af dögum. Ingólfur Ibraheem Shaheen ræddi við rektor Háskólans í Bagdad og grennslaðist fyrir um þessi dularfullu, en að því er virð- ist kerfisbundnu morð. Höfundur er sjálfstætt starfandi blaðamaður. Háskólinn í Bagdad var að mestu lagður í rúst. Reuters Kista borin til grafar í Írak. Fjöldi menntamanna hefur verið myrtur í landinu eftir að Íraksstríðið hófst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.