Morgunblaðið - 08.01.2006, Page 19

Morgunblaðið - 08.01.2006, Page 19
Hæfniskröfur: Lágmarksaldur er 22 ára. Stúdentspróf eða sambærileg menntun. Mjög góð enskukunnátta sem og kunnátta í einu norðurlandamáli. Þriðja tungumál er æskilegt, helst þýska eða spænska. SNIÐIÐ FYRIR ÞIG? Iceland Express óskar eftir að ráða flugliða Iceland Express er fyrsta íslenska lágfargjaldaflugfélagið. Þegar félagið var stofnað fyrir þremur árum, gjörbreytti það landslagi í flugsamgöngum Íslendinga og starfa nú yfir 100 manns hjá félaginu. Við erum stolt af sigrum og vexti Iceland Express og er starfsfólkið lykillinn að uppbyggingu félagsins. Tækifærin blasa við og framundan eru afar spennandi tímar. Vegna fjölgunar áfangastaða og stækkunar á flugflota Iceland Express óskum við eftir að ráða fleiri flugliða. Flugliðar gæta öryggis farþeganna meðan á flugi stendur og sinna þjónustu um borð. Við leitum að jákvæðum og sveigjan- legum aðilum með ríka þjónustulund sem hafa áhuga á að starfa í skemmtilegu og krefjandi umhverfi. Umsóknarfrestur rennur út miðvikudaginn 11. janúar 2006. Umsóknir skal senda á netfangið job@icelandexpress.is. Gautaborg Frankfurt Hahn Reykjavík Alicante Stokkhólmur Kaupmannahöfn Berlín Friedrichshafen London www.icelandexpress.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.