Morgunblaðið - 08.01.2006, Síða 30

Morgunblaðið - 08.01.2006, Síða 30
30 SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ L ady Olympia var hún stundum nefnd manna á meðal, Þórleif Sigurðar- dóttir heitir hún fullu nafni, oftast kölluð Þóra. Nafngiftin Lady Olympia kom þannig til að Þóra og eiginmaður hennar Hjörtur Jónsson ráku um áratuga- skeið verslunina Olympiu og Þóra framleiddi lífstykkjavöru undir framleiðsluheitinu Lady. Nú er Þóra á Hrafnistu í Hafn- arfirði og þar hitti ég hana fyrir skömmu og ræddi við hana um verslunarferilinn með meiru. „Ég fæddist í ágúst 1916 í húsi foreldra minna við Ránargötu og var átta mánaða þegar ég kom upp á Laugaveg 30, þar ólst ég upp,“ segir Þóra þegar ég spyr um upprunann. „Þetta var voða fínt húsnæði á Laugaveginum. Ég var fimmta í röð- inni af systkinum mínum. Við bjugg- um á hæðinni. Faðir minn var Sig- urður Oddsson, hann var lengi lóðs á dönsku varðskipunum. Mamma hét Herdís Jónsdóttir, ættuð austan úr Hreppum. Pabbi varð fyrir slysi þegar ég var nýfædd. Hann var þá skipstjóri hjá Geir Zoëga. Hann var fluttur á Landakot og stóð til að taka af hon- um hægri handlegginn. Hann fékk engin laun meðan hann var á sjúkra- húsinu og þá voru engir peningar til fyrir mömmu og barnahópinn. Hún setti húsið þeirra á Laugaveginum í sölu en enginn vildi kaupa, fólk hugðist heldur fá húsið á nauðung- aruppboði. Mamma hugsaði með sér: „Hver myndi vilja leigja fólki með fimm eða sex börn og maðurinn með bilaðan handlegg? Við fengjum bara ein- hvern rotinn kjallara.“ Svo hún tók það ráð að flytja allt sem hún gat upp á háaloft og tók eitt herbergið þar fyrir sig og öll börnin, svo leigði hún út hæðina í bili doktor Guð- brandi, syni Jóns forna. Þegar pabbi kom heim af spítalanum var hann enn með handlegginn en hafði aldrei fulla hreyfigetu í olnboganum. Hann fékk þá stöðu sem lóðs og starfaði við það alla tíð þar til stríðið braust út, þá fór hann að flytja olíuskip út á land og þar var honum sökkt. Þetta var árið 1942 og ég var nýbúin að eignast annan son minn. Hann átti að heita Gunnar eftir tengdamóður minni en áður en hann var skírður fór pabbi – því lét ég skíra hann Sig- urð.“ Það var mikið af hestvögnum á Laugaveginum þá En hvernig var að alast upp á Laugaveginum? „Maður gat þurft að vera í stíg- vélum allt sumarið, ef rigndi var allt í pollum, ef það var þurrt þá var ryk- mökkur og flugur. Það var svo mikið af hestvögnum á Laugaveginum þá. Það var kaupmaður á móti okkur, Jón Bjarnason á Laugavegi 33, hann hafði sveitaverslun – og líka Guðjón Jónsson á Hverfisgötu 50. Það var allt fullt af hrossum og vögnum í kringum okkur, stundum svo mikið að beðið var um að lána portið undir hrossin. Það var nú meiri uppákom- an, hrossaskítur og flugur út um all- ar trissur.“ Var ekki bæjarlífið talsvert öðru- vísi þá? „Jú, Laugavegurinn var alltaf full- ur af fólki, að ég tali nú ekki um eftir að hann var malbikaður. Fólk kom með bomsur með sér eða einhverjar skóhlífar sem það fór úr á Lauga- veginum og geymdi. Ég gæti hafa verið sjö ára þegar Laugavegurinn var malbikaður. Ég man að ég var veik og fékk að sitja við gluggann og sjá vélarnar. Ég sá þá Stóru-Bríeti, ég hélt að allar slíkar vélar hétu Bríetar. Vélin var uppnefnd eftir Bríeti Bjarnhéðinsdóttur. Allir gengu Laugaveginn, ég sá margar konur ganga upp götuna áleiðis að þvottalaugunum. Mamma notaði þær ekki, það var kominn suðupottur heima. Hún notaði þær að vísu þegar pabbi var slasasður, þá kom hún börnunum niður og fór svo seint um kvöldið með þvottinn á hjólbörum inn í þvottalaugar. Hún var að koma heim þegar börnin vöknuðu. Það var ekki mulið undir konurnar þá. Mamma var 24 ára þegar hún gift- ist og pabbi 34 ára. Þau byrjuðu að búa og á átta árum komu fimm börn, þrjú bættust við eftir það. Það var mikið gaman að alast upp í svona stórum systkinahópi og oft komu skemmtilegar vetrarstúlkur utan af landi. Þær gengu í öll verk, það þurfti að gera höfuðhreingerningu á hverjum einasta degi. Svo þurfti að þvo og stoppa í alla sokka. Maður var að stoppa í sokka fram á kvöld. Pabbi var alltaf heima tvo mánuði á ári, fyrir jólin, þá var skipt um áhöfn á dönsku varðskipunum. Þá sat hann og las upphátt við borð- stofuborðið, við vorum svo að vinna í kringum hann. Ég ákvað fljótt að ég ætlaði ekki að giftast sjómanni, þeir væru svo lítið heima, mér fannst svo gaman að hafa pabba heima. Mamma hafði veg og vanda af heim- ilinu og uppeldinu á okkur krökk- unum þegar hann var í vinnu. Pabbi var einn af þeim mönnum sem fylla húsið þegar þeir koma heim. Þótt maður vissi ekki að hann væri heima fann maður það þegar inn var komið, hann hafði þannig áru í kringum sig. Öll blöð voru geymd þangað til hann kom heim, þá lagðist hann upp í sesselón og fór að lesa. Þar gekk maður að honum vísum. Húsið okkar við Laugaveginn er timburhús. Þar er nú rekin veitinga- sala. Mamma bjó í því þangað til hún dó og nú er búið að selja það. Það var allt leigt út sem hægt var lengst af, þá þurftu hús að gefa arð. Niðri var skósmiður og systir mín verslaði þar, verslun hennar hét Lilla. Svo bjuggum við á hæðinni. Uppi voru einstök herbergi sem stundum voru leigð einbýlingum. Það var bara vatn á stigaskörinni, ekkert klósett var lengi vel í húsinu, bara kamrar. Vatnssalerni kom árið 1927, þegar vatnslögnin kom. Þetta þótti mikil nýjung, maður gat meira að segja farið í bað, hafði áður verið baðaður í bala. Varð mjög þreytt og svo veik Ég fór í barnaskóla á Vatnsstíg 3, sem var útibú frá Miðbæjarskóla. Sigurður Jónsson var skólastjóri barnaskólans, hann leigði þarna heila hæð og tók börn í kennslu úr Holtinu og Skuggahverfinu. Ég held að við höfum verið nær 50 börn sem byrjuðu þegar ég var sjö ára, 23 börn voru í hverjum bekk. Við vor- um fyrsta árið frá kl. eitt til þrjú, næsta ár frá kl. þrjú til fimm, loks frá kl. átta til 12 fyrir hádegi. Austurbæjarskóli, sem ég átti að fara í seinna, var ekki tilbúinn svo ég fór í Ingimarsskóla. Það var ágætis skóli. Ég fermdist ekki fyrr en nær 15 ára, amma mín kom heim frá Am- eríku 1930, það var svo mikið um að vera að ferming mín var dregin til næsta vors. Það voru mikil viðbrigði að hlaupa yfir bekk og fara svo í spurningar til séra Bjarna, þessu fylgdu miklar setur og langar göngur. Ég varð mjög þreytt og svo veik, fékk mikla bólgu í ristilinn. Ég varð að liggja úr mér krampann. Ég náði prófi en fór ekki aftur. Fyrir því voru ástæður. Móðir mín varð mikið veik og það fékkst engin vetrarstúlka. Ég varð að vera heima og hjálpa mömmu. Systir mín fékk um sama leyti brjósthimnubólgu. Hjúkrunarkona kom og setti þeim bakstra tvisvar á dag. Bróðir minn einn var í Sjó- Á réttri hillu Í fjöldamörg ár ráku Þórleif Sigurðardóttir og Hjörtur Jónsson verslunina Olymp- iu og Þóra rak saumastof- una Lady að auki. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Þóru um verslunarstarfið og saumastofuna auk þess að frétta ýmislegt frá lífsferli Þóru fyrr og síðar. Morgunblaðið/Ásdís Þóra Sigurðardóttir. Þóra og Hjörtur þegar hann varð níræður. Brúðarmynd af Þóru og Hirti. Þau giftu sig 31.12. á Mosfelli í Mosfellssveit. Prestur var sr. Hálfdan Helgason. Þóra 45 ára á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn í innkaupaferð. Mynd þessari var lengi stillt út hjá götuljósmyndara. Þóra 1935, nýbyrjuð að vinna hjá Eimskip. Þóra 17 ára í nýjum kjól uppi á þaki á Verslun Guðsteins Eyjólfs- sonar. Þóra 16 ára í nýjum ballkjól sem mamma hennar saumaði að fyr- irsögn Þóru. Þóra 10 ára inni í porti við Laugaveg 30.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.