Morgunblaðið - 08.01.2006, Side 32

Morgunblaðið - 08.01.2006, Side 32
32 SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Frönskunámskeið hefjast 16. janúar Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Taltímar og einkatímar. Viðskiptafranska og lagafranska. Námskeið fyrir börn. Kennum í fyrirtækjum. Tryggvagata 8, 101 Reykjavík, fax 562 3820. Veffang: http://af.ismennt.is Netfang: alliance@simnet.is Innritun í síma 552 3870 2.-13. janúar ✆ „Hjá Eimskip. Hann vann þar, við fórum að ganga saman heim þegar við vorum búin að vinna. Ég þekkti hann raunar áður, systir mín hafði líka verið að vinna hjá Eimskip og hann kom stundum heim með henni í kaffi, þau voru skólasystkini. Hann var ekki Reykvíkingur, hann var úr Húnavatnssýslu. Hann hafði líka dansað við mig, hann hafði komið á dansæfingar hjá Rigmor Hanson, þar var ég að læra að dansa. Rigmor var svo falleg og góð og yndisleg. Hún var í menntaskóla þegar hún fór að kenna, svo missti hún föður sinn og fór alveg út í kennslu eftir það. Ég sagði einu sinni að hefðu einhverjir átt að fá fálkaorðuna þá væru það Rigmor og Aage Lorange, – fyrir að halda öllum þessum ung- lingum saman í dansi. Þá var fátt hægt að gera annað en fara á dans- æfingar hjá Rigmor, og hún kom feimnu strákunum af stað í dans- inum. Við Hjörtur spásseruðum saman í fjögur ár. Það var ekki byrjað á end- inum í þá daga, þá var tilhugalíf og rómantík. Mér þótti hann þó lengi vel nokkuð gamall, hann var sex ár- um eldri en ég. Við giftum okkur áramótin 1937/38. Þá var ég 21 árs. Við vorum búin að þekkjast þetta og skrifast á meðan ég var úti, með rauðu bleki, vísum og öllu. Við fengum íbúð í húsi sem Magn- ús Skagfield var að byggja fyrir inn- an vatnsþró, sem við kölluðum, fyrir innan Hlemm sem nú er, á Lauga- vegi 137. Þar fengum við tveggja herbergja íbúð. Þetta þótti mikill lúxus, leigan var 125 krónur á mán- uði með ljósi og hita. Fólk flutti burtu af því það hafði ekki ráð á að leigja svo dýra íbúð. Hjörtur hafði vinnu hjá Eimskip og notaði fríin sín vel, hann var óskaplega sparsamur. Hann var verslunarskólagenginn og fór strax að skrifa til útlanda og fá sýnishorn. Það voru miklar refaskyttur og mik- ið skotið í Vatnsdalnum, það var oft skrifað þaðan og Hjörtur beðinn að kaupa fyrir menn skot og útrétta ýmislegt. Ég man að hann fékk um- boð fyrir gott firma í haglaskotum og byssum. Hann gekk alltaf með það í maganum að setja upp sport- vöruverslun. Eftir Ólympíuleikana 1936 var hann búinn að skíra þessa verslun Olympiu. – Olympiunafnið á versluninni okkar kom út frá því. Út í glugga var stillt byssum og magabeltum Við opnuðum Olympiu árið 1939, – út í annan gluggann var stillt byssum og skotum en magabeltum og brjótstahöldurum í hinn gluggann. En svo kom stríðið og við fengum engin skot. Við seldum hins vegar konfekt og karamellur, sígar- ettur og margt fleira með lífstykkja- vörunum, allt sem hægt var að fá keypt hjá heildsölum var til hjá okk- ur, en það var ekki mikið því það var vöruþurrð. Ég vann ekki í versluninni, við höfðum stúlku. Ég var þá komin með barn og við fluttum niður í Norðurmýri í stærri íbúð, þar hafði ég saumastofu í einu herbergi og stúlkur til að sauma. Á stríðsárunum var erfitt að fá efni, þegar ekki fékkst nærfataefni saumaði ég bara úr dúnheldu lérefti, verra var að fá engar teygjur, en eitthvað urðu kon- ur að fá til að halda upp um sig sokk- unum. Ég saumaði aldrei brjóstahaldara úr dúnhelda léreftinu, ég notaði sat- ín í þá, en það var handónýtt. Allar konur sem voru í peysuföt- um gengu í lífstykkjum þá. Ég fór að sauma belti sem varð mjög vinsælt – slankbelti. Hugmyndina að slank- beltinu fékk ég á Strikinu í Kaup- mannahöfn. Þá var komið new look, ég fór inn í verslun og keypti mér dýrt, mjótt magabelti fyrir mittið. Ég fór með það heim og vinkonur mínar dáðust að því hve mittismjó ég væri. Þá var það sem mér datt í hug að fara að sauma svona belti. Það varð nokkurs konar bylting þeg- ar ég fór að sauma slankbeltið. Í því fengu konur fínan kropp, líka konur sem voru búnar að eignast börn og voru svona svolítið útvaðnar – þær fengu almennilegt mitti. Slankbeltið var úr dúk með spírölum, krækt að framan og reimað að aftan. Ef konur voru 70 til 80 sentimetrar í mittið keyptu þær belti nr. 70. Það komu meira að segja til mín karlmenn sem höfðu farið í belti konunnar sinnar og vildu fá eins, – þetta styddi svo vel við bakið. Seinna fór ég að fara til Banda- ríkjanna, í framhaldi af því fór ég að sauma teygjubuxur, korselett og slankbelti úr teygju. Seldi mest af brjóstahöldurum Brjóstahaldararnir voru það sem ég seldi mest af. Svo var farið að flytja inn haldara, allir héldu að ég myndi detta út, en ég lafði, ég bjó til mín eigin snið og það líkaði. Ég kó- píeraði snið frá fínustu búðum í Bandaríkjunum. Ég fór út og mátaði og keypti, spretti upp og sneið eftir sniðunum. Slankbeltið var fyrst mittisbelti, svo komu konur til mín og vildu hafa beltið lengra niður á mjaðmirnar og svo hærra, upp undir brjóst. Ég sneið fláa úr að aftan svo betra væri að sitja í beltunum. Ég saumaði mér ekki föt, nema rétt meðan ég var í skólanum úti. Mér fannst þau ekki fara nógu vel. Ég kunni að krítisera, eins og mamma sagði. Hún saumaði á mig áður fyrr og lét mig máta. Ég vildi hafa þetta svona og svona og hinseg- in. „Segðu mér bara hvað þú vilt, áð- ur en ég klára flíkina,“ sagði mamma. Ég sá um framleiðsluna og saumastofuna en Hjörtur sá um rekstur og bókhald. Hann starfaði alltaf hjá Eimskip en var orðinn þreyttur. Svo ætlaði hann að hætta en var þá boðið starf aðalbókara. Hann hikaði og spurði mig álits. Ég sagði: „Þú hefur eflaust ætlað þér að komast í sæti aðalbókara?“ Hann sagði að það hefði nú verið mein- ingin. „Farðu þá og taktu við þessu starfi,“ sagði ég. Hann réð sig til þriggja ára og var hjá Eimskip í allt í 29 ár, þá hætti hann og var eftir það endurskoðandi. Hann var mikið í félagsmálum, var m.a. formaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna og formaður Kaupmannasamtakanna. Húsakaup og byggingar Fyrsta húsið sem við keyptum var á Leifsgötu 13, húsið var 10 ára gamalt. Erfitt var að fá lán en það tókst. Þetta var 100 fermetra íbúð sem mikið fékkst út úr. Saumastofan var í einni stofunni. Tíu árum síðar fluttum við í Barmahlíðina, þar var saumastofan í kjallaranum. Seinna fluttum við saumastofuna upp í íbúð- ina fyrir ofan og höfðum lagerinn í kjallaranum. Nokkrum árum seinna byggði Hjörtur nýbyggingu á Laugavegi 26, hann hafði keypt lóð- ina á stríðsárunum en beið í mörg ár eftir að fá leyfi til að byggja. Við fluttum verslunina þangað og saumastofuna í kjallarann. Hjörtur innréttaði tvö herbergi og eldhús fyrir okkur, stofan var 60 fermetrar. Það var ljómandi húsnæði en tals- verður órói var á Laugaveginum, hjá okkur var aldrei lokað dyrum fyrr en seint á kvöldin. Mikið var um að vera, Húsgagnahöllin var niðri líka. Að lokum byggðum við okkur hús úti á Arnarnesi. Menn sögðu við Hjört: „Ertu vitlaus maður, að fara að byggja stórt hús þegar allir eru að minnka við sig,“ en hann hélt sínu striki og við fluttum í húsið og þar fengum við að vera saman í 26 ár. Eftir lát hans bjó ég í Haukanesinu í tvö ár, þar til ég fór hingað á Hrafn- istu fyrir einu og hálfu ári. Við Hjörtur unnum alltaf mjög vel sam- an, það var erfitt að missa hann eftir 65 ára hjónaband.“ Brjóstahaldarar varla í notkun 1970 Blaðamaður snýr talinu aftur að Olympiu og lífstykkjaframleiðsl- unni. „Slankbeltin voru lengst saumuð, þau héldu velli og viss tegund af brjóstahöldurum,“ segir Þóra. „Sumar konur máttu ekki heyra nefnt að ég hætti að sauma á þær, svo það var haldið áfram í lengstu lög, – þangað til þær voru komnar á elliheimili bókstaflega. Magabeltin gömlu og góðu voru líka lengi saum- uð. Þegar sokkabuxurnar komu hrundu stóru verksmiðjurnar í Am- eríku. Konur hættu að kaupa maga- beltin og brjóstahöldin. Gyðingarnir stóðu gapandi – hvað var að ske? Það voru komnar sokkabuxur og pokakjólar. Konurnar hættu ekki aðeins við magabelti, þær hættu að vera í brjóstahöldurum og létu brjóstin dingla, þetta var að mínu viti ömurleg tíska. Um 1970 voru brjóstahaldarar varla í notkun. Þetta breyttist svo aftur og núna er lífstykkjaiðnaðurinn blússheitur. Við skiptum við mörg erlend fyr- irtæki, sum voru sérhæfð í teinum, önnur í böndum og þannig mætti telja, við keyptum alltaf beint. Við vorum svo með sölumann sem seldi framleiðslu okkar um allt land. Þeg- ar lífstykkjavörurnar fóru að seljast verr saumuðum við mikið af nátt- sloppum sem seldust mjög vel og voru níðsterkir og margt fleira. Olympia flutti einnig inn margvís- lega vöru, mikið af sloppum, und- irfatnaði og náttfatnaði. Það fékkst allt mögulegt í Olympiu, meira að segja dragtir og kápur. En svo breyttist allt þegar Laugavegurinn var gerður að göngugötu og trjá- ræktarsvæði, þá gat maður bókstaf- lega lokað og það gerðum við og fluttum verslunina upp í Kringlu. Þoldi ekki einu sinni lyktina af saumastofunni Sonur minn Sigurður tók við saumastofunni þegar ég var fimm- tug, þá var ég búin, ég þoldi ekki lyktina af henni einu sinni. Ég fór hins vegar til útlanda til innkaupa ásamt syni mínum lengi. En allt í einu vildi ég losna og sagði við tengdadóttur mína, Eddu Sigfús- dóttur: „Nú fer ég heim og passa börnin ykkar meðan þú ferð með þínum manni í innkaupaferð, þið kaupið inn saman framvegis, nú er ég hætt.“ Þá tóku þau við öllu saman og ráku Olympiu í Kringlunni þar til fyrir hálfu öðru ári, þá seldu þau og hættu. Verslunin er því komin úr fjölskyldunni.“ Konur breyta um lag með árunum Blaðamaður spyr hvort Þóra hafi ekki horft á konur nokkuð öðrum augum en almennt gerist vegna at- vinnunnar? „Jú það gerði ég og geri enn,“ seg- ir Þóra. „Þegar ég var að læra voru öll föt aðskorin og mittið á réttum stað, núna telja konur að ef þær komist í flíkina þá passi hún, þótt mittið sé uppundir höndum og maginn velli út. Konur breyta um lag með ár- unum. Það þarf ekki nema eiga kjól í fimm ár inni í skáp, þá passar hann illa, axlirnar of breiðar eða eitthvað annað að. Tískan breytist líka alltaf og þótt hún taki mið af eldri tísku verður hún aldrei eins. Ég hef alltaf átt erfitt með að fá á mig föt, ég hef langa fætur og frem- ur mjóar mjaðmir, ég keypti mest af fötum á mig í Svíþjóð eða Ameríku, þar fékk ég snið sem passaði,“ segir Þóra. Settu hveitiklíð í hafragrautinn Synir Þóru og Hjartar eru Jón, fæddur 1938, Sigurður, fæddur 1941, og Gunnar, sem fæddist 1946. Fjölskyldumynd. Systkinin, f.v. ofan, Elín, Jón, Steinunn og Oddur. F.v. neðan, Þóra, Sveinbjörn og Fríða með foreldrunum. Yngsta barnið, Herdís, var ekki fætt þarna. Þóra Sigurðardóttir í Empire State-byggingunni, innkaupaferð í New York fyrir Olympiu. Þóra og Sigurður, sonur hennar, við útstillingarglugga á Reykjavíkursýningu. Þarna er Sigurður u.þ.b. að taka við rekstri Lady.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.