Morgunblaðið - 08.01.2006, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 2006 35
bæði innan fyrirtækisins (þ.e. hjá starfsmönnum)
og hjá umheiminum. Stjórnin verði gagnvart
þessum hópum að hafa góðar forsendur fyrir
ákvörðunum sínum og þær verði að vera skýrar.
Þetta eru sjónarmið, sem virðast hafa gleymzt
hjá KB-banka á sínum tíma og nú síðast hjá FL
Group.
Fjárfestar
og launþega-
hreyfingar
Stofnanafjárfestar og
samtök hlutafjáreig-
enda hafa víða einsett
sér að beita áhrifum
sínum til þess að halda
forstjóralaunum í
skynsamlegu horfi. Aktiespararna í Svíþjóð eru
dæmi um slíkt, sömuleiðis Association of British
Insurers í Bretlandi og evrópsku fjárfestasam-
tökin Euroshareholders. Meðal algengra krafna
er að stjórnir fyrirtækjanna gefi upplýsingar um
hvers konar umbun til stjórnendanna; föst laun,
kaupauka, kauprétti, starfslokasamninga og líf-
eyrisréttindi. Önnur útbreidd krafa er að sérhver
breyting á launum æðstu stjórnenda sé borin sér-
staklega undir atkvæði á aðalfundum hlutafélaga.
Á Íslandi vantar virk samtök almennra fjár-
festa, en þörfin fyrir starfsemi þeirra verður æ
brýnni. Það er líka löngu kominn tími til að fjár-
festar láti í sér heyra á aðalfundum fyrirtækja,
eins og er algengt í Bretlandi og Bandaríkjunum.
Launþegahreyfingar í ýmsum ríkjum hafa lát-
ið ofsalaunin til sín taka. Sænska alþýðusam-
bandið hefur t.d. bent á að ekkert réttlæti sé í því
fólgið að í stærstu fyrirtækjum landsins séu eft-
irlaun forstjóra 250 sinnum hærri en almennra
starfsmanna. Samtökin birta árlega úttekt á
launum forstjóra stórfyrirtækja og setja í sam-
hengi við laun almennra launamanna. Niðurstað-
an árið 2004 var sú að forstjórar stórfyrirtækja
hefðu þrítugföld laun iðnverkamanns.
Sænska alþýðusambandið og það brezka benda
á að forstjórarnir hafi ekki aðeins margföld laun á
við almenna starfsmenn; þeir hafi á umliðnum ár-
um fengið mun meiri launahækkanir. Hér á Ís-
landi vantar kannanir á þessu, sem þó ætti að
vera auðvelt að gera eftir að Kauphöllin skyldaði
aðildarfyrirtæki sín til að gefa upp laun stjórn-
enda árið 2003. Kannski er það verkefni fyrir Al-
þýðusamband Íslands.
Brezka alþýðusambandið beitir áhrifum sínum
m.a. með því að gefa út viðmiðanir, sem óskað er
eftir að fulltrúar launþega í stjórnum lífeyris-
sjóða hafi til hliðsjónar, en lífeyrissjóðirnir eru
stórir fjárfestar.
Einstakir forsvarsmenn lífeyrissjóða eru á
meðal þeirra, sem hafa gagnrýnt launa- og starfs-
lokasamninga FL Group nú í vikunni. Lífeyris-
sjóðirnir eru stærstu stofnanafjárfestarnir á Ís-
landi og verða sífellt öflugri. Eins og fjallað var
um í Reykjavíkurbréfi í apríl síðastliðnum hefur
hlutur einstaklinga í almenningshlutafélögum
víða minnkað, en hlutur lífeyrissjóðanna vaxið.
Margir eiga í fyrirtækjum í gegnum lífeyrissjóð-
inn sinn. Stjórnir sjóðanna starfa auðvitað fyrir
hönd almennra launþega, sjóðfélaganna, þótt enn
fái þeir ekki að kjósa fulltrúa sína í þær í lýðræð-
islegri kosningu. Sú spurning hlýtur að vakna,
hvort lífeyrissjóðirnir verði ekki í auknum mæli
að hafa skoðun á ákvörðunum um forstjóralaun í
þeim fyrirtækjum, sem þeir fjárfesta í, og beita
áhrifum sínum til að halda þeim í hófi. Til þess að
lífeyrissjóðirnir geti beitt sér með þeim hætti er
þó nauðsynlegt að breyta því hvernig forysta
þeirra er valin.
Hvað ræður
ofurlaununum?
Æ stærri hluti launa
forstjóra og æðstu
stjórnenda í fyrir-
tækjum eru árangurs-
tengdar greiðslur og kaupréttir af ýmsu tagi. Hér
skal ekki gert lítið úr gildi þess að tengja þannig
saman hagsmuni stjórnenda og fyrirtækjanna og
hluthafa þeirra. En víða hefur þessi árangurs-
tenging gengið alltof langt; hagur stjórnenda
vænkast jafnvel þótt sígi á ógæfuhliðina hjá fyr-
irtækinu. Algeng gagnrýni er jafnframt að það sé
of auðvelt að ná árangursmarkmiðunum. Auðvit-
að eru almennir hluthafar ánægðir með þær
miklu hækkanir, sem orðið hafa á íslenzkum
hlutabréfamarkaði á undanförnum árum. Þær
eru umfram það, sem verið hefur í flestum ríkj-
um. En eru þær því að þakka að stjórnendur fyr-
irtækjanna hafi staðið sig svona vel eða ræður
eftirspurn á hlutabréfamarkaðnum meiru þar
um? Og hvað gerist þegar hlutabréfaverðið lækk-
ar á ný, sem er nánast óhjákvæmilegt að gerist
einn daginn?
Þrjár ástæður eru iðulega nefndar fyrir hinum
gríðarháu forstjóralaunum. Sú fyrsta er áhættan,
atvinnuöryggi forstjóra er oft ekki mikið. Á móti
kemur hins vegar að þeir eru yfirleitt vel mennt-
að fólk með mikla reynslu. Þeir ganga yfirleitt
fljótlega inn í annað vel launað starf ef þeir missa
vinnuna. Önnur ástæðan er hæfileikar þeirra og
sá árangur, sem þeir ná. Engu að síður sýnir hver
rannsóknin á fætur annarri að það sé í raun lítið
samband á milli launa forstjóra og frammistöðu
þeirra í starfi. Þriðja ástæðan er að svona virki
vinnumarkaður forstjóra; ef þeir fái ekki þessi
gífurlegu laun fari þeir annað. Samt er stað-
reyndin sú að þrátt fyrir alþjóðavæðingu mark-
aðar fyrir vöru og þjónustu er vinnumarkaðurinn
fyrir forstjóra sennilega minna alþjóðavæddur en
vinnumarkaður fyrir ófaglært vinnuafl. Það er lít-
ið flæði forstjóra á milli ríkja og málsvæða. Of-
urlaun íslenzkra kaupsýslumanna eru réttlætt
með því að þeir starfi í alþjóðlegu umhverfi. En er
víst að þeir gætu gengið inn í alþjóðleg stórfyr-
irtæki og heimtað þar forstjórastól og hærri
laun?
Lærum af
reynslunni
Það virðist ástæða til
að læra af reynslu ná-
grannalandanna hvað
varðar deilur um laun
æðstu stjórnenda í atvinnulífinu. Það er ekki
ástæða til að endurtaka mistökin, sem þar hafa
verið gerð, allra sízt í okkar litla samfélagi, þar
sem jöfnuður er enn meiri en víðast í kringum
okkur. Það eru ótvíræðir hagsmunir atvinnulífs-
ins að almenningur missi ekki trú á öflugustu fyr-
irtækjum landsins af því að honum finnist sem
þar sé ný yfirstétt búin að hreiðra um sig, sem
skammtar sér laun og hlunnindi að eigin geð-
þótta. Ef sú tilfinning nær að grafa um sig mun
það spilla fyrir friðnum á vinnumarkaðnum. Það
mun spilla fyrir viðskiptum fyrirtækjanna, sem í
hlut eiga. Og það mun skemma íslenzka hluta-
bréfamarkaðinn, sem enn hefur varla slitið
barnsskónum. Almenningur verður ekki fús að
leggja fé sitt í fyrirtæki, sem hann telur sólunda
peningum í óhófi. Hann mun ekki heldur vilja
leggja fé sitt í fyrirtæki, þar sem litlir hluthafar
og hagsmunir þeirra eru sniðgengnir. Þótt vel
gangi hjá athafnamönnum, sem eiga stóra hluti í
fyrirtækjum í eigin nafni, getur sá tími komið að
þeir þurfi á áhættufé frá almenningi að halda til
að koma hugmyndum sínum í framkvæmd.
Morgunblaðið/RAX
„Það eru ótvíræðir
hagsmunir atvinnu-
lífsins að almenn-
ingur missi ekki trú
á öflugustu fyrir-
tækjum landsins af
því að honum finnist
sem þar sé ný yf-
irstétt búin að
hreiðra um sig, sem
skammtar sér laun
og hlunnindi að eig-
in geðþótta.“
Laugardagur 7. janúar