Morgunblaðið - 08.01.2006, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 08.01.2006, Qupperneq 36
36 SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ AUGLÝSING Svavar Sigurðsson - Heimasíður: sayno.is og vortex.is/sayno Tilvitnun í Mósebók 2 kafli 32 Ís la nd í da g Enn notum við um hundrað ára gamla þraut sem við birtum með upp- haflegu orðalagi. Við væntum þess að fjölskyldan sameini krafta sína við að leysa hana. Smalar tveir hittust með nokkrar kindur. Ólafur mætti við Jón: ,,Láttu mig fá eina kind, þá á ég helmingi fleiri en þú. Það er hæfilegt fyrst ég er helmingi eldri.“ ,,Nei,“ mælti Jón, ,,láttu mig fá eina. Þá eig- um við jafn margar; það er hæfilegt því fyrst við erum smalar þá erum við jafningjar.“ Hver margar kindur átti Jón? Síðasti skiladagur fyrir réttar lausnir er kl. 12 mánudaginn 16. janúar 2006. Lausnir þarf að senda á vef skólans, www.digranesskoli.kopa- vogur.is en athugið að þessi Pera verður ekki virk þar fyrr en eftir há- degi hinn 9. janúar. Þessi þraut birtist á vefnum fyrir kl. 16 sama dag ásamt lausn síðustu þrautar og nöfnum vinningshafanna. Stærðfræðiþraut Digranesskóla og Morgunblaðsins Pera vikunnar: E kkert land ber með við- líka sóma og tilþrifum réttnefnið „land elds og ísa“ og Chile. Þessi mjóa landræma sem nær frá landamærum Perú að jaðri suður- skautsins gerir það nefnilega í fleir- um en einum skilningi, í norðri er það ekki langt frá miðbaug og hita- beltinu með þurrustu eyðimörk ver- aldar, en í suðri taka við ísbreiður suðurskautsins. Í raun nær Chile- hafið og landhelgin svo langt suður að yfirráðasvæði landsins nemur við suðurpólinn, er þó að sjálfsögðu hluti hins ógnarstóra Kyrrahafs. Andesfjallgarðurinn er þar næst lengsti fjallarani heims, nær yfir átta þúsund kílómetra landsvæði allt frá Alaska til suðurskautsins, innan hans eru hvorki meira né minna 204 eldfjöll og af þeim hafa 112 formast og/eða gosið á síðustu 10 þúsund ár- um. Virkustu eldfjöllin eru í Chile, eða 32 þeirra, þar á meðal hið hæsta í heimi, Ojos del Salado, og eðlilega fylgja slíkum ósköpum margs konar jarðhræringar, heitt vatn og gos- hverir. Skjálftarnir eru til allrar hamingju yfirleitt vægir og skað- lausir, þó verða afdrifaríkar undan- tekningar á 25–100 ára fresti, sá al- varlegasti þeirra á seinni tímum varð í nágrenni borgarinnar Valdavia í suðri 22. maí 1960, voru um leið hinir mestu sem mælst höfðu á jörðinni til þess tíma, 8,6 á Richter-kvarða. Hin fallega og sögufræga borg ekki leng- ur til, 60.000 heimili í rúst, hundruð ef ekki þúsundir mættu skapadægri sínu, einnig urðu til að mynda stór- skjálftar á árunum 1906 og 1985. Flest eru eldfjöllin í norður- og mið- hluta landsins en fækkar svo í suður- hlutanum, tá hins byggilega heims eins og hann er nefndur. Pistilhöfundur var áþreifanlega minntur á þennan óróleika jarð- skorpunnar á dögunum þegar hann vaknaði við að rúm hans á jarðhæð íbúðahótelsins hreyfðist undir hon- um. Hélt fyrst að einhver væri að ýta við því, komst þó fljótlega að því að svo var ekki, en þetta var sem betur fer einn af þessum meinlausu og rétt merkjanlegu skjálftum sem fæstir kippa sér upp við, jarðskorpan ein- ungis að ræskja sig. Eins og öll Suður-Ameríka á Chile sér langa og merkilega sögu, vitað um veiðimenn sem komu yfir fjall- garðinn fyrir 12 þúsund árum, og fjögur þúsund árum seinna urðu mikil hvörf um mannflutninga á þessar slóðir, landið frjósamt, ríkt af náttúrugæðum og veðurfar hag- stætt, einkum í miðhlutanum. Eftir það eðlileg þróun og engin stórvægi- leg straumhvörf allt þar til Spán- verja og Portúgala bar að á 16. öld. Afdrifaríkust um vesturhluta álfunn- ar þegar Ferdinand Magellan upp- götvaði eyðið frá Atlantshafi yfir í Kyrrahafið í suðurhlutanum 1520, sem mun eitt mesta og lygilegasta afrek siglingasögunnar og varð ára- tugum seinna til þess að sjófarendur uppgötvuðu hafnarlægið þar sem nú er Valparaiso og landnemar svæðið þar sem Santiago, höfuðborgin, trón- ir nú. Hún er ein af stærri borgum heims þótt skráð íbúatala 1996 segi hana einungis 4½ milljón. Mikill fjöldi býr í nágrenni hennar og full- yrða sumir réttu töluna jafnvel 11 (!) milljónir með óskráðum, aðstreymi úr dreifbýlinu mikið þrátt fyrir mikla mengun, svonefnt „smog“, og hita- svækju. Borgarstæðið er nokkurs konar dalverpi eða risastór skál um- girt fjöllum, miklar kyrrur í lofti, koltvísýringurinn úr bílaflotanum svífur yfir, smátt um vinda sem feykja honum burt. Miðborgin á mjög afmörkuðu svæði og á því eru allar helstu byggingarnar, kirkjur, menntastofnanir og söfn. G ríðarlega miklar og fjöl- þættar fornminjar má nálgast í landinu ekki síður en víða annars staðar í heimsálfunni, veiðimennirnir, frum- byggjarnir og indíánaþjóðirnar sem byggðu landið nokkrar og þróaðar og höfðu lifað í sátt við náttúruöflin í 12.000 ár hið minnsta, meiri mögu- leikar að sú tala eigi eftir að hækka en lækka, ekki öll kurl komin til graf- ar. Eftir miklu var að slægjast fyrir Evrópubúa í þessari nýfundnu heimsálfu sem má marka af því að þótt iðulega kæmi einungis eitt skip af fjórum til baka í heimahöfn var um drjúgan hagnað að ræða, þeir stórum meiri þiggjendur en gefend- ur um veraldleg gæði. Þá er álitamál hvorum megin svonefnd siðmenning hafi verið, fer eftir því hvaða skiln- ingur er lagður til grundvallar hug- takinu. Borgir, píramíðar, fórnarhof, risastórar höggmyndir í stein, leir- munir, rúnir og myndrænar ristur bera vott um háþróaða menningu og ekki má líta framhjá trúarbrögðun- um né stjörnufræðinni, menn alveg klárir um gang himintungla enda sjást þau greinilegar en víðast ann- ars staðar. Skrifari vægast sagt meira en lítið gáttaður þegar hann kom hingað, hélt fyrsta kvöldið þá hann leit Venus út úr bílglugga, að hér væri um uppljómað loftfar að ræða, hinum megin við mánann mátti ef vel var rýnt jafnvel kenna rauða litinn á Mars! Mikil dulúð hvílir yfir fortíðinni og margt ókannað enda kollvarpa nýjar kenningar hinum gömlu í þeim mæli að lærðum stendur alls ekki á sama og taka þeim síður en svo opnum örmum, minni einungis á hve merki- lega stutt er síðan landrekskenning- in var viðurkennd sem gerðist ekki baráttulaust. Svo komið, þakkað veri hátækni nútímans, eru mun meiri líkur en ekki á því að stór landsvæði hafi sigið í sæ í yfirgengilegum nátt- úruhamförum, til að mynda að kenn- ingin um Atlantis muni sannsöguleg, og að Platon hafi komist í heimildir um það jafnvel þótt þær kunni ein- ungis að hafa verið munnleg arfsögn. Þetta allt rifjað upp hér því að Chile hefur að mörgu leyti mætt af- gangi, einkum Patagónía í suðri, ver- ið eins konar „terra incognita“ og „finis terrae“ og eimir af því enn. Í öllu falli gekk mér illa að finna upp- sláttarbækur um landið í þeim mikla fjölda sem til er um lönd og lýði í bókabúðum, jafnvel í Kaupmanna- höfn, en þetta var löngu fyrirhuguð ferð, alls engin bók um Santiago í miklu kraðaki um höfuðborgir heimsins. Fann loks eina og ágæta um allt Chile í London, sem kom svo seint út sem 1996 og mun þó ein ef ekki hin fyrsta og ítarlegasta í því formi fram til þess tíma og þó hefur ýmislegt gleymst eða illfinnanlegt sem þó prýðir flest slík rit. Kom það allt mjög á óvart. Þar næst tók ég fljótlega eftir að ferðamannastraum- urinn beinist ekki í sama mæli hing- að og í aðrar áttir, tveggja hæða risa- þotan frá London til Sao Paulo og Buenos Aires var fullsetin, en minni þotan yfir Andes-fjallgarðinn til Santiago rétt til hálfs. En það reynd- ist áhrifamesti hluti ferðalagsins og flugþreytan hvarf eins og dögg fyrir sólu, flugvélin og þjónustan um borð engu lík, vítt sást yfir í heiðskíru há- dagsins, við blasti fjölþættur hrika- legur og fagur Andes-fjallgarðurinn, allir heillaðir sem komust í gluggana, myndavélar og upptökutæki á lofti. H ér í Viña del Mar hef ég uppgötvað þá mörgu og ævintýralegu möguleika sem landið býður upp á, allt í senn í tempraðri hlutum landsins í norðrinu, ísbreiðunum í suðri og eyj- unum útifyrir, Páskaeyjunni í norðri og Robinson Krúsó-eyjunni, ekki langt sunnan af Valparaiso, bað- strandir margar í láglendinu og frá- bær skíðasvæði í hálendinu og ber þar helst að nefna Portillo, fæðing- arstað skíðaíþróttarinnar í S-Amer- íku, hvar heimsmeistarakeppnin var haldin 1966. Þá eru víða draumaskil- yrði fyrir hvers konar sjávaríþróttir sem og kajakferðir um flúðir og gil hinna mörgu fljóta. Flug ódýrt hvert sem farið er, norður, suður eða yfir til Buenos Aires, Sao Paulo eða Ríó de Janeiro, þá er mögulegt að fljúga alla leið suður til Punta Arenas við Magellansund á tá hins byggilega heims og litast þar um í allri þeirri ægifegurð sem ísbreiðurnar bjóða upp á, þráðbeint flug til Ástralíu, lík- ast til einnig Tahítí og Nýja-Sjá- lands. Kominn hingað uppgötvar ferða- langur úr norðri að ekki einasta eru árstíðirnar aðrar, hásumarið í des- ember og janúar, heldur verðlag á mat og gistingu af öðrum heimi sem jafnar að nokkru út hið dýra flug ut- an. Þótt af sé sem áður var að menn viti helst af Chile sem föðurlandi nóbelsskáldsins Pablos Neruda, mest lesna skálds heims á síðustu öld, þakkað veri risaútgáfum í Kína, Rússlandi og fyrrum leppríkjum, þar næst morðinu á Allende og ógnar- stjórn Pinochets, er þekkingin á landinu í lágmarki og ferðalangnum opnast nýr og mikilfenglegur heim- ur. En ferðalögin á þessar slóðir þurfa að vera nákvæmlegar skipu- lögð og viðkomandi vel upplýstir um alla möguleika ásamt hinum miklu andstæðum sem eru gegnumgang- andi í þjóðlífinu, koma sennilega gagngerðast fram í því að fjarskipta- samböndin eru frábær, internet- þjónusta á hverju horni að segja má, en póstþjónustran ein sú lélegasta í byggðu bóli, póstkort 2–3 vikur á leiðinni til Evrópu þrátt fyrir góðar flugsamgöngur. Vel sést frá Viña del Mar yfir til hafnarinnar í Valparaiso og hingað streymir mikið margmenni frá Arg- entínu, Santiago og víðar á gamlárs- dag til að upplifa áramótin og flug- eldana sem sem skotið er upp frá herskipum, varðskipum og prömm- um og þykir mikið ævintýri. Stendur ekki að baki þeirri í Reykjavík en nokkuð öðruvísi og öllu skipulegri, mannhafið mikið og vart þverfótað fyrir margmenni á nýársdag. Á mánudag var aðkomufólkið að stórum hluta horfið til síns heima. Viña del Mar/ Valparaiso Landið langa langa SJÓNSPEGILL BRAGI ÁSGEIRSSON Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson Landið er mikið í lengdina og það er líka hið mikla minnismerki um Nóbelsverðlaunaskáldin Pablo Neruda og Gabrielu Mistral í Quintero.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.