Morgunblaðið - 08.01.2006, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 08.01.2006, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 2006 39 FRÉTTIR FERÐAKYNNING verður í nýjum húsakynnum MÍR á Hverfisgötu 105, fyrstu hæð. sunnudaginn 8. janúar kl. 16, á ferð til Moskvu og Pétursborgar 30. apríl–10. maí nk. Framsögu hefur Haukur Hauksson aðalfararstjóri. Nánari upplýsingar eru á www.austur.com. Ferðakynning hjá MÍR GÓÐ aðsókn var að vörubílasýn- ingu hjá MAN-umboðinu Krafti nýlega þegar nýi TG-A 4x4H vöru- bíllinn var kynntur. Verið er að standsetja fyrsta bílinn af þeirri gerð fyrir kaupanda hér en það er sex hjóla dráttarbíll með vökva- knúnu framdrifi sem er ný út- færsla á framdrifi. Nýi framdrifsbúnaðurinn er ein- faldari að gerð en hefðbundið framdrif þar sem hann er vökva- knúinn og liggja leiðslur frá vökvadælu bílsins út í framhjólin. Ekki þarf því hefðbundinn drif- búnað og segir Gunnar Margeirs- son, sölustjóri hjá Krafti, að með þessu móti vegi framdrifið aðeins um 400 kg í stað um 850 kg sem hefðbundið framdrif vegur. Kostn- aður er svipaður eða um 870 þús- und fyrir þennan búnað. „Þessi búnaður kemur ekki síst að gagni í dráttarbílum með sturtuvagna þegar þeir eru t.d. búnir að losa farm í húsgrunni eða við aðrar erfiðar aðstæður þar sem bílarnir geta hreinlega fest sig. Þá getur munað um að hafa framdrif til að losa sig en búnaðurinn er ekki hugsaður fyrir almennan akstur því við 30 km hraða kúplast hann út,“ segir Gunnar og telur þetta mjög góðan kost fyrir bíla í ákveðnum verkefnum. Kraftur hefur selt á árinu hátt í 100 bíla og segir Gunnar söluna í ár svipaða og í fyrra og meiri en áætlað var á árinu. Forráðamenn Krafts segjast tæplega eiga von á svo mikilli sölu á næsta ári. Nýr framdrifsbúnaður í MAN Morgunblaðið/Sverrir UMHVERFISSVIÐ Reykjavíkur stendur fyrir samráði við borg- arbúa um sjálfbært samfélag sem hefst mánudaginn 9. janúar og stendur í tvær vikur. Hverjum og einum er boðið að koma á fram- færi eigin hugmyndum um hvernig borgaryfirvöld eigi að standa að því að skapa sjálfbært samfélag á næstu árum. Þar er átt við málefni eins og notkun útivistarsvæða, sam- göngur, náttúruvernd, landnýt- ingu, loftgæði, lýðheilsu, ásýnd borgarinnar, umhverfisfræðslu, hverfið mitt, sorp og umgengni. Samráð Umhverfissviðs við borgarbúa er þáttur í endurskoðun á umhverfisáætlun Reykjavíkur – Staðardagskrá 21 og gengur nú undir heitinu Reykjavík í mótun. Hugmyndirnar verða síðan notað- ar til að móta stefnu borgarinnar í umhverfismálum og sjálfbærri þróun. Á slóðinni www.hallveigarbrunn- ur.is er óskað eftir skriflegum hugleiðingum um umhverfismál undir nafnleynd. Einnig má senda hugleiðingar í tölvupósti á net- fangið sd21@reykjavik.is eða bréf- lega til Umhverfissviðs Reykjavík- urborgar, Skúlagötu 19, 101 Reykjavík, merkt „Reykjavík í mótun“. Gjaldfrjálst símanúmer/talhólf hefur einnig verið opnað og geta borgarbúar þannig komið hug- myndum sínum munnlega á fram- færi. Símanúmerið er 800-1110. Samráð um Reykjavík í mótun MET var slegið í flugeldasölu um þessi áramót hjá Landsbjörg og áætlar Jón Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Landsbjargar, að um 20% aukning hafi orðið í sölu síðan í fyrra, en endanlegar tölur eiga þó enn eftir að skila sér. Hann segir að flutt hafi verið inn til landsins um 600 tonn af flugeldum í ár og sennilega seljist 75-80% þeirra yfir áramótin og eitthvað fari fyrir þrettándann líka. Talið er að flugeldar hafi selst fyrir um hálfan milljarð í ár og segir Jón að Landsbjörg sé með að minnsta kosti helming af mark- aðnum. Aðspurður um hve stór hluti söluhagnaðar skili sér til Landsbjargar segir Jón að það sé mjög hátt hlutfall enda afar lítill kostnaður sem falli til, allir starfs- menn vinni í sjálfboðavinnu og húsnæði sé ókeypis. Fyrir utan innkaupakostnað á flugeldum hef- ur Landsbjörg aðallega kostnað af auglýsingum. Jón segir afar ánægjulegt hve vel hafi tekist til í ár. „Okkur er efst í huga þakklæti til allra þeirra sem sýndu stuðning með því að kaupa flugelda hjá Landsbjörg,“ segir Jón. Íþróttafélög stóðu mörg hver fyrir flugeldasölu og hjá þeim fé- lögum sem Morgunblaðið setti sig í samband við hafði salan gengið vel. Hjá KR höfðu flugeldarnir til að mynda nærri því klárast yfir ára- mótin, slík var salan. Metár í flug- eldasölu hjá Landsbjörg ♦♦♦ SETT hefur verið á laggirnar mats- nefnd sem ákveða skal verðmæti og umfang vatnsréttinda vegna Kára- hnjúkavirkjunar. Almennir kynn- ingarfundir verða haldnir á næst- unni, en landeigendum hefur áður verið kynnt málið sérstaklega. Nefndin á að skila af sér niður- stöðum næsta haust og er talið að starf hennar einfaldi allt ferlið og sé auðveldara en eignarnámsferli. Hægt verður að fara með niður- stöður nefndarinnar fyrir dómstóla sætti landeigendur sig ekki við úr- skurð hennar. Reiknað er með að Landsvirkjun greiði síðan viðkom- andi rétthöfum eingreiðslu í kjölfar úrskurðar nefndarinnar í haust. Vatnsréttindi metin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.