Morgunblaðið - 08.01.2006, Side 40

Morgunblaðið - 08.01.2006, Side 40
40 SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Vorum að fá í einkasölu 93 fm 3ja herbergja íbúð á 4. hæð í fallegu viðhaldsfríu 12 hæða lyftuhúsi á einum besta útsýnisstað höfuðborgarsvæðisins. Eigninni fylgir stæði í upphituðu bílskýli. MIKIÐ ÚTSÝNI. Björt stofa með útgangi á suðursvalir með stórkostlegu útsýni í suður og vestur. Allar innréttingar og innihurðir eru spónlagðar með mahóní. Sérstök gæðahljóðeinangrun er í öllu húsinu. Allur frágangur er mjög góður. Verð 22,3 millj. Ingvar (bjalla 04-02) tekur vel á móti væntanlegum kaupendum frá kl. 17-18 í dag. BLÁSALIR 22 OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL 17-18 Fallegt og vel skipulagt 230 fm einbýlishús á einni hæð á vinsælum stað á sunnanverðu Seltjarnarnesi. Eignin skiptist í anddyri, gestasalerni, hol, þrjár stofur (auðvelt að breyta einni í svefnherbergi), rúmgott eldhús með nýlegri innréttingu, tvö barnaherbergi, rúmgott hjónaher- bergi og nýstandsett baðherbergi með baðkari og sturtu. Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf. Bílskúrinn er tvöfaldur og innaf honum er gott herbergi með glugga. Húsið hefur fengið gott viðhald í gegnum tíðina. Parket og flísar á gólfum. Garður er í góðri rækt og sunnanmegin er falleg verönd með heitum potti. Ólafur Finnbogason, s. 822 2307, sölumaður DP FASTEIGNA tekur á móti gestum ásamt Guðna eiganda frá 14-16 í dag sunnudag. SÓLBRAUT 11 OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL 14-16 OPIÐ HÚS FRÁ KL. 14-16 Í DAG, SUNNUDAG Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30. Vorum að fá í einkasölu glæsilega 3ja herb. efri sérhæð í þessu fallega húsi. Íb. var endurnýjuð að mestu 1997 og þak lagfært árið 2004. Rúmgóð stofa, 2 svefnherb. Parket, flísa- lagt baðherb. Frábær stað- setning í grónu hverfi. Fal- legt útsýni. V. 19,8 millj. Leone og Sif taka á móti áhugasömum í dag, sunnudag, frá kl. 14-16. SÓLHEIMAR 7 – GLÆSILEG EFRI SÉRHÆÐ Í einkasölu vel skipulögð 94 fm íbúð á 3. hæð sem er efsta hæð í klæddri blokk. Í kjallara er herbergi sem fylgir íbúð, suðursval- ir. Þvottahús í íbúð. V. 16,2 millj. Opið hús í dag, sunnudag, frá kl. 14-16. LEIRUBAKKI 26 – ÍBÚÐ 0302 – M. AUKAHERBERGI Í KJALLARA Í einkasölu glæsil. 95 fm íb. á 1. h. (jarðh.) í vönd- uðu álkl. fjölbýli ásamt st. í bílskýli. Glæsilegt eldhús og baðherb. Vandað park- et á gólfum. Sérþvottahús. Útg. á stóra timburverönd. V. 22,8 millj. Opið hús verður í dag, sunnudag, frá kl. 14-16. Ragnhildur tekur á móti áhugasömum. NAUSTABRYGGJA 18 – ÍBÚÐ 0101 – GLÆSILEG ÍBÚÐ – M. BÍLSKÝLI Hamraborg 12, Kópavogi, sími 564 1500, fax 554 2030 johann@eignaborg.is ☎ 564 1500 25 ára EIGNABORG FASTEIGNASALA Opið hús sunnudag kl. 13.00 til 16.00 Hólmsheiði 18 í Fjárborg Til sölu eitt glæsilegasta hesthúsið í Fjárborg. Húsið er nánast fullfrá- gengið. Húsið er með steyptum vegg milli hlöðu og húss, járnklætt að utan, loft eru klædd með báru- járni, milligerði úr stálrörum. Undir húsinu er haughús sem er dælt upp úr. Gert er ráð fyrir 34 hross- um, þrjú útigerði og því er upplagt fyrir nokkra aðila að kaupa saman. Nýklædd 49 fm kaffistofa er yfir hlöðu, rotþró er við húsið. Til afhendingar strax. Áhvílandi hagstætt lán sem getur fylgt. Nánari uppl. gefur Vilhjálmur í síma 864 1190. ÉG ÁTTI því láni að fagna að vinna með Skarphéðni Berg Steinarssyni, stjórnarformanni Flugleiða, þegar hann var ritari einkavæðing- arnefndar og Hreini Loftssyni, sem var formaður nefnd- arinnar. Við unnum að sameiginlegu áhuga- máli: frelsisvæðingu ís- lensks viðskiptalífs – einkavæðingu fjár- málakerfisins. Að losa um kverkatak stjórn- málamanna á fjár- málastofnunum. Að mínu mati mikilvæg- asta verkefni tíunda áratugarins. Þá mætti einkavæðing andbyr og erfitt var að skapa sam- stöðu um málið. Það var í heimóttarlegu hjólfari íslenskrar dægurþrætu og erfitt að fá umræðu um kjarna málsins. Ég var ásamt öðrum beðinn að skila tillögum til að breyta þessu. Til vitrænnar umræðu Mínar tillögur voru valdar, en ég lagði meðal annars áherslu á að fá umræðu að utan. Komast frá hinu ís- lenska dægurþrasi um ekki neitt til vitrænnar umræðu. Fá erlenda áhrifamenn til þess að ræða einka- væðingu. Hvernig hafði til tekist í út- löndum? Hápunktur átaksins var al- þjóðleg ráðstefna. Til landsins kom helsti hugmyndasmiður einkavæð- ingar úti í hinum stóra heimi, Vaclav Klaus, forsætisráðherra Tékklands, mest var það persónulegur greiði við Davíð Oddsson, að ég held. Þetta tókst vel og þeir Skarphéðinn og Hreinn unnu afar gott starf sem skipti miklu máli fyrir íslenskt sam- félag. Nagg um einka- væðingu varð að nöldri. Bankarnir voru einka- væddir og nú síðast Síminn. Þegar maður hugsar áratug aftur í tímann þá gengur einkavæðingin krafta- verki næst en öllum finnst hún nú sjálfsögð. Verkefnið var að koma umræðunni frá upphrópunum um ekki neitt til þess að greina kjarna málsins. Fá vit- ræna umræðu. Það fannst mér einn helsti styrkur Skarphéðins auk þess að vera afburðastjórnandi. Þess vegna skil ég ekki upphrópanir Skarphéðins um ritstjóra Morgunblaðsins á dög- unum. Orðaleppa sem hann grípur til en eru merkingalausir við nánari skoðun. Hann sakaði Morgunblaðið um árásir á Baug vegna innherjagreinar. Lítið er við því að segja enda algengt að bisnessmenn reiti hár sitt yfir skrifum fjölmiðla. Skarphéðinn er frjáls að þeirri skoðun sinni, þó auð- vitað sé það eilítið broslegt þegar maður hugsar til þess að þar fer gam- all stjórnarformaður Baugsmiðla. Svo hringsnýst vitleysan En svo hringsnýst vitleysan. Styrmir Gunnarsson er sakaður um að hafa verið einn upphafsmanna Baugsmálsins; að hafa fengið valda- mikla menn til þess að ýta málinu gegn Baugi úr vör. Stenst sú fullyrð- ing? Hvar er upphaf Baugsmálsins? Þegar kjarninn er skoðaður þá er upphaf Baugsmála í Baugi. Það er svo einfalt. Samverkamaður Baugs kærði félagið. Gömul sambýliskona Jóa í Bónus vann nótt sem nýtan dag við að koma höggi á Baug. Samverkamaðurinn leitaði til rit- stjórans og sagði farir sínar ekki sléttar af viðskiptum við Baug. Var ofan á allt með spæjara á hælunum í Bandaríkjunum. Vildi Morgunblaðið fréttir af háttalagi Baugs? Morg- unblaðið hafnaði því. Hinn ofsótti spurði þá um lögmenn. Honum fannst þeir flestir taglhnýtingar Baugsfeðga sem öllu virtust stjórna á Íslandi og höfðu nána samverkamenn forsætisráðherra í vinnu. Engum væri treystandi. Ritstjórinn nefndi nöfn nokkurra lögmanna. Þetta er kjarni málsins. En Baugur kýs að hrópa samsæri. Bullið er endurtekið aftur og aftur. Það er holur hljómur í þessum ásök- unum, enda merkingalausar upp- hrópanir. Þú verður að gera betur, minn kæri Skarphéðinn. Þú verður að gera betur, Skarphéðinn Hallur Hallsson segir frá sam- skiptum sínum og Skarphéðins Bergs Steinarssonar ’Það er holur hljómur íþessum ásökunum, enda merkingarlausar upp- hrópanir.‘ Hallur Hallsson Höfundur er blaðamaður. ÞEGAR fréttir berast af því að fólk liggi látið á heimilum sínum um lengri tíma verða allir slegnir. Ýmsar fleiri tilfinningar bærast með manni eins og hryggð, samúð og sam- viskubit. Látum ekki lamast af þess- um tilfinningum heldur nýtum þær til uppbyggingar þjónustu við þá sem eru einangraðir. Samfélag okkar veitir margháttaða þjónustu og má þar fyrst nefna félags- og heilbrigðisþjón- ustuna. Þar vinnur áhugasamt fólk sem sinnir náunga sínum á nóttu sem degi. Það gera einnig margir aðrir t.d. þau sem sækja kirkju og starfa innan hennar að ógleymdum öðr- um frjálsum félagasamtökum eins og Rauða krossinum og félögum eldri borgara. Vandinn virðist ekki vera auðleyst- ur því ekki er hægt að neyða fólk til samskipta. Til að rjúfa einangrun einstaklings þarf frumkvæði utan frá, þolinmæði, gott skipulag en umfram allt kærleika. Við þurfum öll að setja okkur sameiginlegt markmið sem er að enginn lifi svo einangrað að hans eða hennar sé ekki saknað svo vikum skipti. Kirkjan þarf að íhuga hvort starf hennar á þessum vettvangi sé nógu útbreitt og markvisst. Eða er mikið starfað meðal einangraðs og einmana fólks í söfnuðum þjóð- kirkjunnar? Hvernig er hægt að komast í tengsl við fólk sem er sjúkt eða félagsfælið? Hver sem svörin kunna að vera er ljóst að enginn söfnuður getur breytt þessu innan sinna vébanda nema að vera í samstarfi við aðra sem sinna þessu verkefni. Sumir söfnuðir hafa byggt upp heimsókn- arþjónustu sem stundum er einnig kölluð vinaþjón- usta. Það er komin nokkur reynsla af slíku starfi en það er ástæða til að minna söfnuðina á mikilvægi þessa starfs. Í könnun sem undirrituð gerði í haust kom í ljós að aðeins örfáir söfnuðir sinna þessari þjónustu. Best er að henni staðið í Eyjafjarðarprófastsdæmi en á höfuðborgarsvæðinu eru aðeins 12 af 38 sóknum (32 prestaköllum) með slíka þjónustu. Tölurnar sýna að þetta verkefni hefur ekki notið for- gangs. Nú er lag að setja þetta verkefni efst í forgangsröðina og sýna trú sína í verki á vettvangi þar sem þörfin öskrar á mann. Til að rökstyðja þessa hvatningu þarf ekki annað en að benda á hið þekkta boðorð Jesú Krists: „Elska skaltu náungann eins og sjálfa þig“ (Lúk. 10.27) en sú hvatning er í beinu framhaldi af boðinu um að elska Guð. Einnig vil að ég benda á að við öll í kirkjunni höfum samþykkt að hefja sókn í kærleiksþjónustu. Það var formlega samþykkt á Kirkjuþingi 2003 eftir að vinna á öllum sviðum innan kirkjunnar hafði farið fram. Samþykktin heitir „Stefna og starfs- áherslur þjóðkirkjunnar 2004–2010.“ Á árunum 2006–07 er áhersla á kær- leiksþjónustu og þar er talið upp starf meðal einstæðinga, heimsókn- arþjónusta og að þjálfa sjálfboðaliða til að sinna henni. Þá er nauðsynlegt að ráða starfsfólk til að skipuleggja slíkt starf og það eru margir djákna- og guðfræðikandídatar sem gjarna vilja sinna slíku starfi og beinlínis bíða eftir að vera kallaðir til starfa. Að lokum skal bent á að til er fræðsluefni á kirkjan.is sem einnig fæst ókeypis á biskupsstofu. (Sjá: www.kirkjan.is/kirkjustarf/ ?safnadarstarf/heimsoknarthjon- usta). Þar er lögð áhersla á samstarf við aðra sem sinna fólki í heimahúsum og því lögð áhersla á að vinna í faglegum teymum. Hér er tækifæri fyrir söfnuðina að mæta lífsnauðsynlegri þörf og efla starf sitt í kærleiksþjónustunni sem er einfaldlega að elska náungann í verki. Sýnum trú í verki Ragnheiður Sverrisdóttir fjallar um þjónustu kirkjunnar við einangraða ’Við þurfum öll að setja okkur sameig- inlegt markmið sem er að enginn lifi svo ein- angrað að hans eða hennar sé ekki saknað svo vikum skipti.‘ Ragnheiður Sverrisdóttir Höfundur er verkefnisstjóri kær- leiksþjónustusviðs Biskupsstofu. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.