Morgunblaðið - 08.01.2006, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 08.01.2006, Qupperneq 42
42 SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÍBÚAR á Álftanesi hafa unnið stóran sigur. Guðmundur G. Gunn- arsson, bæjarstjóri D- listans á Álftanesi, hefur nú verið knúinn til að fresta framkvæmdum á miðbæjarsvæðinu fram yfir kosningar, sbr. Morgunblaðið sl. þriðju- dag. Það merkir að íbú- arnir geta í vor lýst vilja sínum um skipulag svæðisins. Þessi ákvörðun er tekin vegna at- hugasemda á tillögu meirihlutans frá u.þ.b. 700 kosningabærum íbúum. Þverpólitískur hópur sem kallar sig „Betri byggð á Álftanesi“ stóð fyrir söfnuninni. Talsmenn hópsins segja að þrír af hverj- um fjórum sem náðist til hafi skrifað undir mótmæli. Þessi mót- mæli eru líklega eins- dæmi í sögu skipu- lagsmála á Íslandi. Þátttakan staðfesti það sem margir vissu, þ.e.a.s. að núverandi meirihluti talar í dag fyrir minnihluta íbúanna. Álftanes- hreyfingin tekur undir með íbúunum um mikilvægi þess að fá fram aðrar tillögur. En það eru þáttaskil í deil- unni og ástæða er til að fagna áfanga- sigri. Enn er gert lítið úr undirskriftum íbúanna Morgunblaðsgrein bæjarstjórans ber með sér að frestun framkvæmda, sem áttu að hefjast í janúar, er honum erfið. Þannig reynir hann enn að verja gerðir meirihlutans segir að skipulagið sé gott og hafi hlotið góða kynningu. Undir- skriftir íbúanna séu eins konar misskiln- ingur. Orðrétt segir hann: „ Ég tel það vera vegna þess að hluti íbúanna hafi ekki séð sér fært að kynna sér málið á eigin forsendum.“ Þetta er sami hrokinn og kom fram á liðnu vori þegar 500 Álft- nesingar mótmæltu og kölluðu eftir fleiri valkostum. Nú eins og þá er gert lítið úr skoðunum íbúanna sem hafa fylgst vel með og láta sig varða nánasta umhverfi sitt. Bæjarstjórinn hefur miklar áhyggjur af því að kröfur íbúanna um samkeppni geti tafið framkvæmdir um 2–3 ár. Hér fer Guðmundur G. Gunnarsson með rangt mál eins og svo oft áður. Sam- keppni um deiliskipulagið væri hægt að vinna á hálfu til einu ári og mun ég víkja að því hér á eftir. Ef meirihlutinn hefði hins vegar samþykkt tillögu Álftanes- hreyfingarinnar um arkitektasamkeppni og sérstakt íbúaþing veturinn 2005 í stað þess að fella hana væri skipulagsvinnan nú á lokastigi í sátt við íbúana. En þá eins og nú var ranglega fullyrt að óskir um aðra valkosti tefði vinnuna um mörg ár. Það er svo annað mál að líklega væri það fjárhagslega hagkvæmara fyrir sveitarfélagið að hægja á uppbyggingu og létta þannig t.d. vaxandi álagi á skóla og aðra þjónustu. Í umræðu um mið- svæðið sögðu fulltrúar meirihlutans líka, að Hjúkrunarheimilið Eir gerði að skil- yrði að skipulaginu yrði lokið á árinu 2005. Seinna kom fram, í viðræðum við forstöðumann Eirar, að þetta var rangt. Eir hafði aldrei sett fram ákveðnar tíma- setningar. Tímasetningar í samningi Eirar og Álftaness komu frá yfirvöldum á Álftanesi. Þeir sem hugsanlega hafa sett skilyrði um tímasetningar eru verk- takarnir sem eiga þriðjung miðsvæðisins og keyptu það fyrir lánsfé. Þeir vilja bæði byggja mikið og hratt. Er það ef til vill vegna þeirra sem bæjarstjórinn þarf að flýta sér? Var deiliskipulagstillagan ef til vill unnin eftir óskum verktakanna og því ekki hægt að kalla eftir öðrum val- kostum? Arkitektasamkeppni tekur hálft til eitt ár En víkjum þá að staðhæfingunni að samkeppni taki tvö til þrjú ár. Nýlega er lokið arkitektasamkeppni um skipulag miðbæjar á Egilsstöðum, sem vannst á innan við ári, sama á við um samkeppni í landi Helgafells í Mosfellsbæ. Á Ak- ureyri er nýlokið umfangsmestu arki- tektasamkeppni um skipulag íbúða- byggðar og miðbæjar sem fram hefur farið á Íslandi. Samkeppnin bar nafnið „Akureyri í öndvegi“ og var alþjóðleg en ferli hennar tók u.þ.b. ár. Undirbúningur keppninnar var unninn veturinn 2004. Keppnin var boðin út að undangengnu íbúaþingi 11. nóvember 2004. Skiladagur var 1. mars 2005, og niðurstöður dóm- nefndar lágu fyrir 25. apríl 2005, rúmu ári eftir að ferlið hófst. Hér er, eins og áður sagði, um að ræða viðamestu sam- keppni af þessu tagi sem fram hefur far- ið á Íslandi, enda bárust 120 tillögur sem dæma þurfti á milli. Ég hef rætt við arki- tekta um skipulag miðsvæðisins á Álfta- nesi og segja þeir að hægt væri að halda samkeppni þar sem íbúarnir kæmu að vali einstakra lausna og ljúka henni á u.þ.b. hálfu ári. Rangfærslur D- meirihlutans á Álftanesi um 2–3 ára ferli eru því settar fram af annarlegum hvöt- um. Ef til vill er ætlunin að draga úr kjarki íbúanna til að standa á rétti sínum um eðlilega aðkomu að skipulagi mið- bæjarins. Álftnesingar hljóta að spyrja hvers vegna bæjarstjórinn fari ítrekað rangt með staðreyndir. Framkoma meirihlutans í þessu máli fer undir dóm kjósenda í maí, þökk sé öllum þeim fjölda Álftnesinga sem andmæltu nú í desem- ber. Íbúar á Álftanesi vinna áfangasigur Sigurður Magnússon fjallar um skipulags- mál á Álftanesi ’Þrír af hverjum fjórumÁlftnesingum andmæla tillögu meirihlutans.‘ Sigurður Magnússon Höfundur er bæjarfulltrúi Álftaneshreyfingarinnar. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is HOLTSGATA - HF. - EINB. Sérlega fallegt þrílyft einbýli ca 130 fm auk 17 fm bílskúrs. 4 svefnh., stofa, borðstofa o.fl. Róleg og góð staðsetning. Verð 28,5 millj. SKÚLASKEIÐ - HF. - EINB. Glæsileg virðuleg húseign á þremur hæðum auk 30 fm bílskúrsplötu, samtals 300 fm. Húseign sem býður uppá mikla möguleika. Frábær staðsetning (örstutt frá miðbænum). Útsýni. Verð 52 millj. VÍÐIVANGUR - HF. - EINB./TVÍB. Nýkomið sérlega fallegt pallbyggt einbýli með innbyggðum bílskúr og sér 2ja herb. íbúð á jarð- hæð m. sérinngangi, samtals 281,5 fm. Parket, hraunlóð, góð staðsetning. Góð eign. Verð 51,5 millj. VESTURGATA - HF. - EINB. Nýkomið glæsilegt ca 150 fm pallbyggt enibýli sem skiptist þannig: Stofa, eldhús, baðherbergi, sjónv.hol, þvottaherb., 3 góð barnaherb., stórt svefnhverb., snyrting o.fl. Húsið hefur allt verið endurnýjað á sl. árum utan sem innan. Glæsilegt eldhús og baðherbergi. Sjón er sögu ríkari. Húsið er laust strax. Góð staðsetning í v-bæ Hafnarfj. Stutt í miðbæ o.fl. Verð 31,5 millj. SUÐURVANGUR - HF. - EINB. Nýkomið í einkasölu glæsilegt tvílyft einbýli m. bílskúr og kjallara undir bílskúr, samtals 282 fm. Stofa, borðstofa, glæsilegt eldhús, 6 svefnherb., sjónv.skáli, arinn o.fl. Húsið var nánast allt inn- réttað að innan fyrir ca 2 árum, m.a. sérsmíðaðar innréttingar, parket o.fl. Verönd m. skjólgirðing- um og heitum potti. Góð staðsetning, stutt í skóla og þjónustu. BJÖRTUSALIR - KÓP. 5 HERB. LAUS LAUS STRAX! Sérlega glæsileg 130,8 fm 5 herb. íbúð á annarri hæð í fimm íbúða húsi. Forstofa, sjónvh., stofa, borðst., eldhús, baðh, 3 barnah., hjónah., baðh., þv.hús og geymsla. Fallegar innr., parket og flísar. Góðar s-svalir. Frábær stað- setning. Stutt í skóla og leikskóla. Verð 29,9 millj. ASPARHVARF - KÓP. - SÉRH. - LAUS Glæsileg 134,3 fm efri hæð í tvíbýli m. sérinng. ásamt stæði í bílag. Mikið útsýni. Anddyri, gestasn., eldhús, stofa, borðst., hjónah., 2 barna- herb., baðherb., geymsla og þvottah. Glæsileg eikarinnr., vönduð tæki og flísar. Tilbúið til af- hendingar. HRAUNTEIGUR - RVÍK - 3JA - SÉRH. Nýkomin í einkasölu á þessum frábæra stað sérlega falleg 87 fm 3ja herbergja íbúð á jarðhæð (kjallari) í mjög góðu þríbýli. Hús í góðu standi að utan, fallegar innréttingar og gólfefni, talvert endurnýjuð eign í góðu standi. Verð 18,3 millj. HÁTEIGSVEGUR - RVÍK - 2JA-3JA Nýkomin í einkasölu sérlega skemmtileg 64 fm 2ja-3ja herb. íbúð á neðri hæð í góðu fjölb. Eignin er mikið endurnýjuð m.a. allir gluggar, gler, raflagnir o.fl. Eitt svefnh. á hæðinni og annað gott herb. í kjallara. Flísalagt bað, nýstandsett. Verð 15,9 millj. 112826-1 ÁLFHÓLSVEGUR - KÓP. - SÉRH. Sérlega falleg 100 fm 4ra herb. íbúð á jarðhæð í góðu þríbýli. Hús í góðu standi. Fallegar inn- réttingar, parket á gólfum, þvottahús í íbúð, allt sér. Falleg eign, mjög vel staðsett. Verð 20,7 millj. Sléttuvegur - Vönduð 4ra herb. endaíbúð fyrir 55 ára og eldri Vönduð 133 fm 4ra herbergja enda- íbúð á 2. hæð ásamt 23 fm bílskúr í þessu eftirsótta lyftuhúsi. Íbúðin skipt- ist í forstofu með skápum, gestasal- erni, samliggjandi stofur, eldhús með góðum innréttingum og borðaðstöðu, tvö góð herbergi með skápum og bað- herbergi. Flísalagðar suðvestursvalir út af stofu, lokaðar að hluta, með stór- kostlegu útsýni og svalir í norðaustur út af öðru herberginu. Parket á gólfum. Geymsla innan íbúðar með innréttingum og möguleika á þvottaaðstöðu. Sameiginlegt þvottaherb. á hæðinni. Mikil sam- eign m.a. matsalur, húsvarðaríbúð, setustofa, gufuböð o.fl. Verðtilboð. Tjaldhólar - Selfossi Þrjú ný raðhús á einni hæð við Tjald- hóla á Selfossi. Um er að ræða 162 fm endahús og 156,0 miðjuhús með inn- byggðum bílskúr og skiptast í forstofu, hol/stofu, opið eldhús, þrjú herbergi, baðherbergi og þvottaherbergi. Húsin eru timburhús, klædd að utan og af- hendast fullbúin með vönduðum inn- réttingum. Baðherbergi afhendist flísa- lagt. Eikarparket og flísar á gólfum. Halogenlýsing í loftum. Eikarhurðir. VERÐTILBOÐ. Naustabryggja - 3ja herb. Glæsileg 80 fm íbúð auk 7,4 fm geymslu í kjallara í Bryggjuhverfinu við sjávarsíðuna. Björt stofa, rúmgott eld- hús, 2 herbergi, bæði með skápum og flísalagt baðherbergi. Allar innréttingar, parket og hurðir úr eik. Tvennar svalir í suður og norður. Verð 21,9 millj. Nesvegur 53 - Góð 4ra herb. íbúð með sérinngangi - Opið hús á morg- un, mánudag, frá kl. 17-18 Góð 113 fm 4ra herb. íbúð á tveimur hæðum með sérinngangi. Á aðalhæð er forstofa, tvö herbergi, þvotta- herb./baðherb., parketlögð stofa með mikilli lofthæð og opið eldhús við stofu. Uppi eru tvö herbergi og bað- herbergi auk geymslu. Útgengi á suð- ursvalir úr stofu, útsýni til sjávar. Sér- bílastæði við hús. Verð 28,9 millj. Íbúðin verður til sýnis á morgun, mánudag, frá kl. 17-18. Verið velkomin. Gnitaheiði - Endaraðhús í suður- hlíðum Kópavogs Glæsilegt 150 fm endaraðhús, tvær hæðir og ris, auk 26 fm sérstæðs bíl- skúrs, afar vel staðsett á frábærum út- sýnisstað á móti suðri. Eignin skiptist m.a. í gestasalerni, eldhús með birki- innrétt., stórar og bjartar glæsilegar samliggj. stofur með útg. á suðursvalir, sjónvarpshol, 3 herbergi, öll með skápum og flísalagt baðherbergi auk opins rýmis/herbergis í risi með stórum þakglugga. Parket og flísar á gólfum. Lóð með skjólveggjum og verönd. Verð 45,9 millj. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.