Morgunblaðið - 08.01.2006, Síða 45

Morgunblaðið - 08.01.2006, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 2006 45 ÚR VESTURHEIMI ÍSLENDINGAFÉLAGIÐ Leifur Eiríksson í Calgary í Kanada (LEIC) heldur úti viðamikilli starfsemi og er jólagleðin há- punkturinn en eins og 2004 varð að flytja hana í nýtt húsnæði vegna fjölmennis. LEIC er eitt öflugasta félagið í Þjóðræknisfélagi Íslendinga í Norður-Ameríku og er reynt að gera öllum til hæfis með marg- víslegum uppákomum. Sameig- inlegt samkomuhús norrænu fé- laganna í borginni, The Calgary Scandinavian Centre, er gjarnan notað fyrir samkomur en 2004 varð að flytja jólaballið í sam- komuhús Kanadísk-ungverska fé- lagsins og sami háttur var við- hafður fyrir nýliðin jól, en tæplega 200 manns sóttu hátíð- ina. Helen Johannson frá Marker- ville, fjallkona Alberta í ár, var heiðursgestur og dagskráin var með hefðbundnum hætti. Boðið var upp á íslenskan mat eins og hangikjöt, rúllupylsu, síld, skyr og pönnukökur í bland við kan- adíska rétti eins og kalkún og annað góðmeti. Að venju sáu félagsmenn um matinn og skemmtiatriði og sem fyrr vakti jólasveinninn mesta at- hygli barnanna, en Ron Good- man, formaður félagsins, hefur brugðið sér í þetta hlutverk und- anfarin ár með góðum árangri. Ljósmynd/Karl Torfason Ron Goodman, formanni Íslendingafélagsins í Calgary, er margt til lista lagt og er hér í hlutverki jólasveins. Sprengdi hús- næðið utan af sér KEN Howard byrjaði fyrir skömmu að kynna sér ís- lenskan og enskan uppruna sinn í kanadíska bænum Selk- irk skammt norðaustan við Winnipeg í Manitoba, en verkið hefur hlaðið utan á sig og hefur hann nú sett stefn- una á að senda frá sér bók um fólkið í bænum á næsta ári. Selkirk er um 10.000 manna bær við Rauðá, um 20 km norðaustan við Winnipeg, og eiga flestir ættir að rekja til frumbyggja, Frakka, Breta, Úkraínumanna og Ís- lendinga. Hvernig maður var langafi? Í nýjasta blaði Lögbergs- Heimskringlu kemur fram að Ken Howard hafi byrjað að kynna sér sögu foreldra sinna og foreldra þeirra þeg- ar barnabarn hans spurði, „afi, hvernig maður var pabbi þinn?“ og hann gat ekki svarað pilti. Ken byrjaði á því að skrifa yfirlitsgrein um föður sinn og síðan tók næsta grein við. Hann komst fljótlega að því að margir höfðu sögu að segja í Selkirk, ákvað að út- víkka sögu sína og réð tvö barnabörn sín í vinnu við öfl- un gagna. Skrifar sögu Selkirk í Kanada Ljósmynd/David Jón Fuller Ken Howard hefur safnað að sér ýmsum upplýsingum varð- andi íbúa í Selkirk í Manitoba. MYNDLISTARSÝNINGIN Volc- ana: Icelandic Panorama í Winni- peg í Kanada hefur vakið mikla athygli og ekki síst eftir að grein Roberts Enrights, Getting past Bjork, birtist um sýninguna í kan- adíska blaðinu Globe and Mail í liðnum mánuði. „Sýningin hefur fengið mikla og góða umfjöllun í kanadískum fjöl- miðlum og þykir hafa tekist afar vel,“ segir Atli Ásmundsson, að- alræðismaður Íslands í Winnipeg, en sýningunni var komið á með aðstoð utanríkisráðuneytisins og ræðismannsskrifstofunnar í Winnipeg. Fjölbreytnin í fyrirrúmi Íslensku myndlistarmennirnir eru með verk sín í Plug In- listasafninu í Winnipeg og sýning- arstjóri er Kevin Kelly, prófessor í listaskóla Manitoba-háskóla í Winnipeg. Á sýningunni eru verk eftir Margréti H. Blöndal, Þórdísi Aðalsteinsdóttur, Hildi Bjarna- dóttur, Hrafnhildi Arnardóttur og Björk Guðnadóttur. Björk skóp goðsagnarlega ver- öld í einu herberginu og var með innsetningu úr flísefnum sem hún lagði á gólfið. Hrafnhildur sýnir þrjú veggverk sem eru ofin úr gervi- og mannshárum. Hildur sýnir meðal annars þrjár postu- línsstyttur af ömmum sínum. Þór- dís sýnir málverk. Margrét var með innsetningu, skúlptúra sem hún bjó til á staðnum. Daginn eft- ir opnunina, eða 19. nóvember, tóku listamennirnir þátt í pall- borðsumræðum með Kevin Kelly um sýninguna og íslenska mynd- list og vöktu þannig enn frekar at- hygli á listinni, en sýningin stend- ur yfir til 11. febrúar. Margrét segir að listamennirnir fimm hafi kynnst Kevin Kelly, þegar þeir hafi verið í námi í New York. Áður hafi Kevin Kelly lært í Hollandi og kynnst þar íslenskum listamönnum. Hann hafi haldið tengslum sínum við Íslendinga, sýnt áhuga á íslenskri myndlist og heimsótt Ísland. Eftir að hann hafi fengið kennarastöðuna í Winnipeg hafi hann haft samband og óskað eftir að koma sýningu með íslenskum myndlistarmönnum á fót og konurnar fimm hafi geng- ið í málið með þessum árangri. Mikil upplifun Íslensku listamennirnir hafa sýnt verk sín víða og upplifðu sér- staka reynslu í Winnipeg í kring- um opnunina. „Þetta var mjög sérstakt fyrir okkur allar og það var undarlegt að hitta nánast alls staðar fyrir fólk sem var tengt Íslandi á einn eða annan hátt,“ segir Margrét. „Tengslin við Ísland eru greini- lega mikil í Winnipeg og það er skrýtið að vera á gangi og sjá allt í einu verslun sem heitir Stúlka. Í stuttu máli sagt þá var þetta mjög sérstök tilfinning og við vorum all- ar hrærðar yfir móttökunum. Fólkið var svo hlýlegt og okkur var tekið vel. Allir voru nánast snortnir yfir því að við skyldum koma þessa löngu leið til að setja upp þessa sýningu og það eru yf- irleitt ekki þannig móttökur sem þekkjast í myndlistarheiminum. Auk þess er safninu greinilega mjög vel stýrt og fagmannlega að öllu staðið. Því var líka mjög gam- an faglega að setja upp þessa sýn- ingu.“ Frá innsetningu Bjarkar Guðnadóttur í Plug In-listasafninu í Winnipeg. Verk eftir Margréti Blöndal fremst og málverk Þórdísar Aðalsteinsdóttur. Sýning fimm íslenskra myndlistarkvenna í Winnipeg vekur mikla athygli „Allar hrærðar yfir móttökunum“ Ljósmynd/David Jón Fuller Íslensku listakonurnar voru við opnun sýningarinnar í Winnipeg en búa í New York og á Íslandi. Frá vinstri: Hrafnhildur Arnardóttir, Margrét H. Blöndal, Þórdís Aðalsteinsdóttir, Björk Guðnadóttir og Hildur Bjarnadóttir. Eitt af þremur hárverkum Hrafn- hildar Arnardóttur. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.