Morgunblaðið - 08.01.2006, Side 46

Morgunblaðið - 08.01.2006, Side 46
46 SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ – Ólegan hamin Á aðfangadag jóla fengu lesendur Morgunblaðsins sex þrautir til úr- lausnar, sem margar hverjar út- heimtu þá fyrirhyggju að gera ráð fyrir slæmri legu. Nú er að sjá hvernig til hefur tekist. (1) Þrjú grönd. Norður ♠K65 ♥Á83 S/Allir ♦754 ♣Á1032 Vestur Austur ♠D32 ♠G1084 ♥G1097 ♥542 ♦106 ♦DG983 ♣D986 ♣K Suður ♠Á97 ♥KD6 ♦ÁK2 ♣G754 Vestur Norður Austur Suður – – – 1 grand Pass 3 grönd Pass Pass Pass Útspil: hjartagosi. Hvernig er best að spila? Greining: Sagnhafi horfir á átta slagi og þarf því að búa einn til að lauf. Lausn: Fullkomlega örugg leið til að búa til aukaslag á lauf er að leggja fyrst niður ásinn. Í þessu tilfelli fell- ur kóngurinn blankur í austur, en ef báðir fylgja smátt í ásinn er litlu laufi spilað á gosann og skiptir þá engu þótt sami mótherji hafi byrjað með hjónin fjórðu. Það má alls ekki spila laufi strax á tíuna ef austur reynist eiga stakt mannspil. (2) Sex grönd. Norður ♠ÁD ♥G73 N/Allir ♦107542 ♣DG9 Vestur Austur ♠G73 ♠10985 ♥D964 ♥1082 ♦93 ♦ÁG8 ♣8752 ♣1063 Suður ♠K642 ♥ÁK5 ♦KD6 ♣ÁK4 Vestur Norður Austur Suður – Pass Pass 2 grönd Pass 4 grönd * Passs 6 grönd Pass Pass Pass * áskorun Útspil: lauftvistur. Hvernig er best að spila? Greining: Það er ekkert sem heit- ir – tígullinn verður að skila fjórum slögum. Og besta íferðin í litinn er að spila tvívegis að hjónunum. Blindur á nægar innkomur, tvær á spaða og eina á lauf. En það verður að nýta innkomurnar í réttri röð. Segjum að fyrsti slagurinn sé tekinn á lauf- drottningu og tígli spilað á kóng. Síð- an er farið inn í borð á spaðadrottn- ingu og tígli aftur spilað. En nú getur austur banað slemmunni með því að stinga upp ás og spila spaða. Lausn: Leiðin framhjá þessu er að geyma innkomuna á lauf. Drepa fyrsta slaginn heima og fara svo tvisvar inn í borð á spaða til að spila tígli. Þá getur austur ekki náð af blindum síðustu innkomunni á með- an tígulinn er stíflaður. (3) Sjö tíglar. Norður ♠K6 ♥D97652 N/AV ♦ÁD83 ♣6 Vestur Austur ♠DG1084 ♠97532 ♥G1084 ♥3 ♦2 ♦1064 ♣KG9 ♣D1074 Suður ♠Á ♥ÁK ♦KG975 ♣Á8532 Vestur Norður Austur Suður – 1 hjarta Pass 2 tíglar Pass 4 lauf * Pass 4 grönd Pass 5 tíglar Pass 7 tíglar Pass Pass Pass * stutt lauf og tígulsamþykkt (splinter) Útspil: spaðadrottning. Hvernig er best að spila? Greining: Það er fyrst og fremst 4-1 lega í hjarta sem skapar hættu, einkum ef nauðsynlegt er að taka þrisvar tromp. Þá gæti vantað inn- komu í borð til að nýta hjartalitinn. Lausn: Spaðakóngurinn er betri en enginn, þrátt fyrir allt. Sagnhafi spilar tígulkóng í öðrum slag og leggur svo niður hjartaás. Spilar því næst tígli á ásinn, tekur spaðakóng og hendir hjartakóng heima! Nú er hægt að trompa hjarta, fara inn í borð á tígul og trompa enn hjarta. Hliðarliturinn er þar með frír og enn er tromp í borði sem innkoma. (4) Fjögur hjörtu. Norður ♠765 ♥K9642 S/AV ♦K83 ♣Á4 Vestur Austur ♠ÁD943 ♠K108 ♥7 ♥G1083 ♦954 ♦DG102 ♣9765 ♣D2 Suður ♠G2 ♥ÁD5 ♦Á76 ♣KG1083 Vestur Norður Austur Suður – – – 1 grand Pass 2 tíglar * Pass 2 hjörtu Pass 3 grönd Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass * yfirfærsla Útspil: laufsexa – fjarki, drottning og kóngur. Hvernig er best að spila? Greining: Sennilega fást tólf slag- ir ef hjartað fellur, en slæm tromp- lega gæti jafnvel sett geimið í hættu. Viðfangsefnið er þar með fyrst og fremst að huga að 4-1 legunni. Eins og legan er má alls ekki byrja á því að leggja niður ÁD í trompi. Segjum að sagnhafi slysist til þess. Hann tekur næst hjartakóng, svo laufás, fer heim á tígulás og spilar hálaufi og hendir spaða. En austur trompar strax og þá fær vörnin fjórða slaginn á tígul. Lausn: Rétta tæknin er að taka á hjartaás, spila svo hjarta á kónginn. Þegar 4-1 legan sannast, er laufásinn tekinn, hjarta spilað heim á drottn- ingu og spaða hent í hálauf. Nú er sama þótt austur trompi, því sagn- hafi kemst heim á tígulás til að henda tígli niður í lauf. (5) Fimm tíglar. Norður ♠642 ♥G108 V/NS ♦D8 ♣ÁK542 Vestur Austur ♠ÁD9 ♠10853 ♥Á97654 ♥KD32 ♦754 ♦32 ♣7 ♣G103 Suður ♠KG7 ♥– ♦ÁKG1096 ♣D986 Vestur Norður Austur Suður 1 hjarta Pass 2 hjörtu 3 tíglar 4 hjörtu 5 tíglar Allir pass Útspil: laufsjöa. Hvernig er best að spila? Greining: Spilið snýst um stífluna í lauflitnum – hana verður að hreinsa til að hægt sé að nýta fimmta laufið sem niðurkast í spaðann. En hvernig er það gert? Lausn: Með því að henda laufi heima niður í hjarta. Fyrsti slagur- inn er tekinn á laufdrottningu og tíg- ulníu spilað á drottningu. Síðan er hjartagosa spilað úr borði og drottn- ing austurs trompuð. Næst er farið inn í borð á tíguláttu og hjartatíu spilað. Austur á kónginn og notar hann væntanlega og suður trompar. Síðasta trompið er tekið af vestri, laufi spilað á ás og hjartaáttu úr borði. Nú á austur ekkert yfir blind- um og þá hendir suður laufi og hreinsar þannig stífluna. Eftirmáli: Spilið er frá innan- landsmóti á Ítalíu fyrir margt löngu. Guglielmo Siniscalco var við stýrið og hann hreinsaði stífluna á ofan- greindan hátt og fékk þannig ellefu slagi. Og Siniscolco gleymdi ekki að þakka makker sínum, Chiaradia, fyrir fimm tígla sögnina á tvíspilið. Sú ákvörðun er vel heppnuð, því fjögur hjörtu vinnast auðveldlega í AV. (6) Sex grönd. Norður ♠– ♥DG3 S/NS ♦ÁDG975 ♣KDG6 Vestur Austur ♠K85 ♠G1097632 ♥Á10974 ♥52 ♦K108 ♦2 ♣94 ♣1087 Suður ♠ÁD4 ♥K86 ♦643 ♣Á532 Vestur Norður Austur Suður – – – 1 lauf 1 hjarta 2 tíglar 3 spaðar 3 grönd 4 spaðar 6 lauf 6 spaðar 6 grönd Pass Pass Pass Útspil: laufnía. Hvernig á suður að ná í tólf slagi? Greining: Þótt þrautin sé á opnu borði, hafa sagnir verið upplýsandi og sagnhafi veit töluvert um skipt- inguna og staðsetningu háspila. En vandinn er þessi: Það þarf að komast tvisvar heim til að svína í tíglinum, en örugg innkoma er aðeins ein – á laufásinn. Lausn: Það er nokkuð sjálfgefið að taka fyrsta slaginn í borði og spila drottningu og gosa í hjarta. Sem vest- ur dúkkar, auðvitað, því ella fæst inn- koma á hjartakóng. Næsta skref er flóknara: Sagnhafi tekur einn slag á hálauf í borði, spilar svo sexunni og gefur austri á tíuna! Austur á nú ekk- ert nema spaða eftir, svo suður kemst inná spaðaásinn í næsta slag. Sagn- hafi svínar í tígli, spilar laufi á ásinn og svínar aftur. Það blasti ekki við í byrjun að eini slagur varnarinnar kæmi á lauf! BRIDS Guðm. Páll Arnarson Svör við jólaþrautum Á MILLI þess sem skákáhuga- menn snæddu dýrindis máltíðir á jólunum og áttu góðar stundir með fjölskyldum sínum hefur þeim von- andi flestum tekist að leysa úr skákþrautunum sex. Í þeim öllum gegndi biskup stóru hlutverki en sá liðsmaður er þeirri náttúru gæddur að starfa eingöngu á skál- ínum. 1. Troitzky 1911 Hvítur á leik og vinnur. Þessi þraut eftir Troitzky bygg- ist á því að staða svarta kóngsins er viðsjárverð í ljósi þess að ef svarta drottningin yfirgefur ská- línuna d8-h4 mátar hvítur með biskupnum sínum á d8. Lausnar- leikurinn er 1. a3! og svartur er í leikþröng. 1. …a5 væri svarað með 2. a4 og eftir 2. …Kg5 3. Bd8! fell- ur svarta drottningin eftir 3. …Dxd8 4. Rf7+. Ef svartur leikur 1. …f3 myndi því vera svarað með 2. g3+ Kg5 3. Bd8! og hvítur vinn- ur. 2. Fritz 1951 Hvítur á leik og vinnur. Þessi þraut eftir þýska skák- dæmahöfundinn Fritz er eilítið spaugileg. Lausnin byggist á að hagnýta löngu skálínuna h1-a8 og koma í veg fyrir að svartur renni frípeði sínu upp í borð með skák. 1. Bh1! Hxh1 2. a8=D Hd1 3. Dh1! og svartur situr uppi með tapað tafl eftir 3. …Hxh1 4. a7 þar sem í næsta leik rennur frípeðið á a7 upp í borð og í framhaldinu fær hvítur drottningu á móti hrók sem er fræðilega unnið tafl. 3. Nadareishvili 1983 Hvítur á leik og vinnur. Biskup leikur ekki mjög stórt hlutverk í þessari þraut en eigi að síður er hann mikilvægur til að hún gangi upp. Eins og flestir les- endur hafa sjálfsagt áttað sig á er fyrsti leikur hvíts 1. Hf1+! þar sem eftir 1. …g1=D vinnur hvítur auðveldlega eftir 2. Rxg5 og eftir 1. …gxf1 2. Hxf1+ verður svartur mát bæði eftir 2. …Hg1 3. Rg3# og 2. …Bg1 3. Rf2#. Svartur er því nauðbeygður til að svara fyrsta leik hvíts með 1. …g1=R+! og vona að hvítur leiki 2. Kh4 en þá yrði óvíst að staða hvíts væri unn- in eftir 2. …Hg2!. Hvítur á hins vegar mun öflugri leik sem þving- ar fram mát eftir 2. Hxg1 Hxg1 3. Hf2!!. Svartur er nú varnarlaus gagnvart máthótunum hvíts: 3. …Bxf2 4. Rxf2#; 3. …Hg8 4. Hf1+ og hvítur mátar í næsta leik; 3. …Ha1 4. Rg3+ Kg1 5. Hg2#; 3. …Be5 4. Hh2+! Bxh2 5. Rf2#. 4. Hurtig 1943. Hvítur á leik og heldur jafn- tefli. Þessi óvenjulega staða virðist afar flókin en í hnotskurn er svart- ur miklu liði yfir og hótar máti með Rg8-f6 og Bd3-Be2. Lausnin byggist á að hvítur verði patt og fylgist því vel með. 1. a8=B+! með þessum leik fæðist fyrri biskup hvíts. 1. …Kc8 2. b7+ Kd7 3. Dd5 Ke7 4. De5+ Kf8 nauðsynlegur leikur þar eð eftir 4. …Kd7 5. Dd5+ myndi hvítur þráskáka. 5. Dxg7! Kxg7 svartur yrði mát í tveim eftir 5. …Ke8?? 6. hxg8=D Rxg8 7. Df7#. 6. h8=B+! nú fæðist seinni biskup hvíts og við það verður patt óumflýjanlegt. 6. …Kf8 7. g7+ og sama hvert svart- ur fer með kónginn þá mun hvítur verða patt. Það sama myndi verða upp á teningnum eftir 6. …Kxh8 7. g7+. 5. A. Motor 1972 Hvítur á leik og heldur jafn- tefli. Staða hvíts virðist vera heldur bágborin enda frípeð svarts mörg og hættuleg. 1. Hg1 gengur ekki upp vegna 1. …f4 2. Kf7 h6 3. Kg6 c4! 4. Hb1 c3 og hvíti hrókurinn kemst ekki á áttundu reitaröðina til þess að máta svarta. Lausnin felst í að búa til þráskákar- og pattmöguleika. 1. Hg2! e1=D 2. Kf7 Bg7 Hvítur hefði náð jafntefli eftir 2. …h5 með því að leika 3. Hg8+ Kh7 4. Hg7+! og patt verð- ur niðurstaðan eftir 4. …Bxg7 en þráskák verður óumflýjanleg eftir 4. …Kh6 5. Hg6+. 3. He2!! Glæsi- legur leikur sem grundvallast á því að hvítur verði patt eftir 3. …Dxe2. 3. …Bc3 4. Hg2! og jafn- tefli er óumflýjanlegt. 6. Troitzky 1930 Hvítur á leik og heldur jafn- tefli. Þessi þraut byggir á að hvíti biskupinn loki svarta hrókinn inni. 1. Bc6+! Kxe7 1. …Kxc6?? hefði leitt til ósigurs eftir 2. g7. 2. Bd5! Hxg6 3. Kh5 Hg7 4. g6 Kf6 5. Bf7! Hvítum hefur nú tekist að skorða svarta hrókinn af en eigi að síður verður hann að tefla af nákvæmni í framhaldinu svo hrókurinn losni ekki úr prísundinni. 5. …Kf5 6. Kh4! Hvítur hefði tapað eftir 6. Kh6? Be5 7. Kh5 Bf6 8. Kh6 Kg4 9. Be6+ Kh4 10. Bf7 Bd4 og svart- ur nær að losa hrók sinn og vinna eftir 11. Be6 He7 12. Bf7 Be3+ 13. Kg7 Kg5 14. Kf8 Kf6. 6. Kh4 leiðir hins vegar örugglega til jafnteflis þar sem eftir 6. …Kf4 7. Kh3! Be7 8. Kg2 Bh4 9. Kg1 getur svartur með engu móti losað um hrókinn og með kóng og biskup eingöngu að vopni getur svartur ekki mátað hvíta kónginn. Lausnir á jóla- skákþrautum 2005 HELGI ÁSS GRÉTARSSON daggi@internet.is 1. Troitzky 1911 STÖÐUMYND 1 2. Fritz 1951 STÖÐUMYND 2 3. Nadareishvili 1983 STÖÐUMYND 3 4. Hurtig 1943. STÖÐUMYND 4 5. A. Motor 1972 STÖÐUMYND 5 6. Troitzky 1930 STÖÐUMYND 6

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.