Morgunblaðið - 08.01.2006, Page 47

Morgunblaðið - 08.01.2006, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 2006 47 MINNINGAR ✝ Kristinn Sól-berg Jónsson fæddist í Vest- mannaeyjum 13. maí 1979. Hann lést í Reykjavík 18. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Jón Einar Guð- mundsson, f. 18. apríl 1950, og Sól- veig Snorradóttir, f. 16. júlí 1956, d. 24. ágúst 1996. Systkini Kristins Sólbergs eru Nikó- lína Jónsdóttir, f. 16. janúar 1974, og Snorri Hólm Jónsson, f. 3. janúar 1990. Árið 1983 fluttist fjölskyldan til Ytri- Njarðvíkur þar sem Kristinn Sól- berg gekk í skóla. Síðar fluttu þau til Keflavíkur. Síðustu árin bjó Kristinn Sólberg í Reykja- vík og stundaði nám við Iðnskólann þar. Útför Kristins Sólbergs var gerð frá Keflavíkur- kirkju 22. desember síðastliðinn og fór fram í kyrrþey. Það er búið að vera sárt að þurfa að kveðja þig, elsku Kiddi minn. Við svona ung og þú dáinn. Það var ekki nema tæpt ár á milli okkar, frændi. Ég man eftir okkur að leika í Vest- mannaeyjum, við vorum að leik í kringum húsið þitt, þú dast, mamma þín eða pabbi komu út, þú varst grát- andi og þú fékkst plástur á hnéð. Við fórum svo inn í eldhús til mömmu þinnar og fengum súputening og bruddum hann. Mikið vildi ég að hægt hefði verið að láta þig fá plástur hér í seinni tíð og allt hefði lagast. En það gat enginn, í þessu stríði þurftir þú að setja hann á þig sjálfur en það var eins og þú fynd- ir engan, engan sem passaði þér að þínu áliti. Leitandi varstu samt. Elsku Kiddi minn, mér þykir svo vænt um þær stundir sem ég fékk til að kynnast þér betur síðustu árin, í gegnum okkar sameiginlega vanda. Þú tókst mér fagnandi þegar ég kom til þín og ég tók þér fagnandi þegar þú komst til mín, við skiljum þetta. Hvíldu nú í örmum móður þinnar aftur, vertu glaður, taktu svo á móti mér þegar ég kem. Ég kveð þig með bæn ömmu okkar: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Þín verður sárt saknað. Þín frænka og félagi, Hrefna Díana. Elsku Kiddi minn. Nú eru þrautir þínar á enda og þú ert aftur kominn fang mömmu þinnar. Ég er viss um að bæði hún og amma Dísa tóku vel á móti þér. Ég man eftir því þegar þú fæddist gullfallegur lítill drengur með stór brún augu og mikinn hárlubba. Hún frænka þín var svo stolt af því að eiga svona fallegan lítinn frænda sem vinkonur hennar dáðust að. Nafnið þitt vakti líka athygli enda jafn fallegt og drengurinn Kristinn Sólberg. Því miður var ekki nógu oft sem sólin skein inn í líf þitt. Einelti einkenndi skólagöngu þína og þú áttir erfitt með að fóta þig í þeim harða heimi sem nú- tíminn er. Pabbi þinn reyndi eins og hann gat að vísa þér veginn og hjálpa þér eins og hægt var. En því miður var sálin of marin og tími þinn hér of stuttur. Þér hefur verið ætlað stærra hlutverk hinum megin. Elsku Jón, Snorri og Lína, enn hef- ur verið höggið skarð í litlu fjölskyld- una ykkar. Vonandi finnið þið styrk í þeirri vissu að Kiddi er nú kominn í örugga höfn hjá móður sinni og ömmu sem, eins og þið, vildu allt fyrir hann gera. Hvíl í friði, elsku frændi, og Guð veri með þér. Þín frænka Herdís Rós. Elsku Kiddi minn, eða „Kiddi pjakkur“ eins og þú varst oft kallaður og lýsti þér svo vel. Mikið var ég glöð þegar leiðir okkar lágu saman aftur fyrir u.þ.b. þremur árum síðan. Þá hafði ég ekki séð þig síðan þú varst bara polli úti í Eyjum. Eftir endur- fundina hittumst við reglulega og oft daglega og rifjuðum upp gamlar minningar, stundum misgóðar. En það var vonarglampi í augum þínum og þú flaggaðir oftar en ekki þínu undurfagra brosi sem yljaði mér um hjartarætur. Margt áttum við sam- eiginlegt á okkar uppvaxtarárum og þeir hlutir tengdu okkur saman og eins sú lausn sem við höfum fundið og ég held enn í. Þú virtist svo ánægður og fullur af orku og von um bjarta framtíð þegar ég hitti þig í sumar á Austurvellinum. Þú sagði mér frá því hversu vel þér gengi í skólanum, hversu mikið það var að gefa þér og deildir með mér framtíðaráætlun um áframhaldandi nám erlendis í fatahönnun. Síðan sleiktum við saman sólina og héldum áfram að spjalla um heima og geima. Fréttirnar af skyndilegum dauða þín- um voru mér því mikið áfall og komu mér mjög á óvart. Hvenær nákvæm- lega þú misstir alla von og sást ekki aðra leið út en þá leið sem þú valdir veit ég ei, en ég veit að þín verður sárt saknað og góðu minningarnar um þig lifa í hjarta okkar allra um aldur og ævi. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Æðruleysisbænin.) Elsku Jón, Snorri og Lína, megi Guð gefa ykkur áframhaldandi styrk í gegnum þessa erfiðu tíma. Rósalinda Berry. Jæja, Kiddi minn. Ég er ennþá að reyna að ná áttum síðan ég sá Dag- blaðið og las þar um andlát þitt. Við Kiddi kynntumst í Iðnskólan- um fyrir tæpum tveimur árum þar sem við vorum í starfsendurhæfingu og þaðan var stefnan tekin á nám. Kiddi fór á listnámsbraut og virtist njóta sín þar, hann allavega sagði mér að hann tæki námið fram yfir tónlist- aráhuga sinn því hann gæti ekki gert bæði og virtist sem hann væri þokka- lega sáttur við það, því hann langaði svo innilega að hanna föt, hann lang- aði mikið að fara utan á þessu nýja ári og læra hratt og vel. Kiddi var alltaf að flýta sér en alltaf hafði hann tíma fyrir kaffibolla, sígó og smáspjall með mér. Svo kvaddi hann alltaf með knúsi. Ég þakka þér, Kiddi minn, fyr- ir samfylgdina þó stutt hafi verið, hún gaf mér ótrúlega mikið. Koss og knús. Guð geymi þig, Kiddi minn. Að- standendum sendi ég innilegar sam- úðarkveðjur. Megi guð gefa þeim styrk á þessum erfiðu tímum. Lilja. KRISTINN SÓLBERG JÓNSSON ✝ Rakel Bjarna-dóttir fæddist á Ytri-Skógum í Kol- beinsstaðahreppi 30. september 1915. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 16. desember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Gróa Jónsdóttir, f. 1.6. 1878, d. 1.1. 1948, og Bjarni Márus Jónsson, f. 31.8. 1874, d. 4.12. 1918. Systkini Rakelar eru Magdalena, f. 1901, d. 1901, Önundur Kristján, f. 1902, d. 1998, Jón, f. 1904, d. 1980, Gróa Halldóra, f. 1905, d. 1996, Ragn- hildur, f. 1906, d. 2000, Björn, f. 1907, d. 1999, Arndís, f. 1908, d. 2005, Kristján, f. 1910, d. 1974, Jón, f. 1911, Margrét, f. 1914, d. 2001, Sveinn, f. 1917, d. 1993, og Ágúst, f. 1918, d. 1918. Hinn 24. ágúst 1941 giftist Rak- el Guðjóni Sigurfinnssyni, f. 8.5. 1904, d. 26.5. 1998. Börn Rakelar og Guðjóns eru: 1) Grétar Már, f. 4.10. 1939. 2) María Ingibjörg, f. 30.12. 1941, var gift Kristjáni Karli Normann, synir þeirra eru: a) Einir Guðjón, f. 8.1. 1962, maki Ásdís Sigurðardóttir og eiga þau þrjá syni. b) Baldur, f. 30.12. 1966, maki Hrafnhildur Arnar- dóttir og eiga þau tvo syni. 3) Sólveig, f. 17.6. 1954, maki Andrés Hafberg, börn þeirra eru: a) Þorvaldur, f. 16.6. 1974. b) Rakel, f. 15.6. 1976, maki Ragnar Már Vil- hjálmsson, þau eiga eina dóttur, c) Guð- rún, f. 10.7. 1986. Rakel ólst fyrstu árin upp á Ytri- Skógum, hún missti föður sinn úr spænsku veikinni árið 1918 og ár- ið 1920 flutti móðir hennar með yngstu börnin í Borgarnes þar sem þau bjuggu fram til 1929. Rakel fluttist þá með móður sinni og þremur systrum til Hafnar- fjarðar þar sem hún bjó æ síðan. Rakel lærði kjólasaum hjá Guð- rúnu Þorsteinsdóttur og saumaði lengi heima meðfram öðrum störfum. Hún fór snemma að vinna í eldhúsinu á St. Jósefsspít- ala og starfaði þar fram undir stríðsárin síðari. Rakel starfaði við fiskvinnslustörf, við þrif í Lækjarskóla og síðustu 10 starfs- árin vann hún við umönnunar- störf á 4. hæð Sólvangs í Hafn- arfirði. Útför Rakelar fór fram í kyrr- þey hinn 29. desember. Á stjörnubjartri og lygnri vetr- arnóttu lést tengdamóðir mín eftir áralöng veikindi. Ævinlega kom hún mér fyrir sjónir sem slík nótt, hæg- lát en þó stirndi af henni góð- mennsku og hlýju. Hún var glað- sinna þó aldrei tranaði hún sér fram, hafði góða söngrödd og raulaði gjarnan við vinnu sína. Rakel ólst upp á barnmörgu heim- ili, þar sem 11 systkini komust á legg. Föður sinn og yngsta bróður missti hún í spánsku veikinni 1918 og upp frá því átti móðir hennar erf- itt með að halda heimilinu saman. Árið 1929 flyst móðir hennar með fjórar af dætrum sínum til Hafnar- fjarðar og átti Rakel heima í þeim mæta bæ alla tíð síðan. Dísa, systir Rakelar, eignaðist góða vinkonu er í Björnshúsi bjó. Fylgdi Rakel systur sinni oft þangað í heimsókn. Á því heimili bjó einnig bróðir vinkonunnar, Guðjón Sigur- finnsson, og fann Rakel þar lífsföru- naut sinn. Var eftir því tekið að aldr- ei rifust þau hjón, Rakel átti í mesta lagi til með að stinga súkkulaðimola upp í bónda sinn ef henni þótti hann ókyrrast meira en góðu hófi gegndi t.d. eftir að hafa hætt reykingum. Fyrstu árin leigðu þau íbúð við Reykjavíkurveg, en árið 1942 keyptu þau íbúð í verkamannabú- stöðum við Skúlaskeið. Guðjón stundaði millilandasiglingar öll stríðsárin og var Rakel þá mikið ein með börnin tvö sem þá voru fædd. Árið 1954, nánar tiltekið 17. júní, þegar yngsta dóttirin kom í heiminn var tekin fyrsta skóflustunga að Grænukinn 26 sem varð þeirra framtíðarheimili. Þar áttu þau hjón garð sem þau sinntu af mikilli alúð. Alla sunnudaga mátti ganga að því vísu að fá rjómatertu sem oftar en ekki var skreytt jarðarberjum úr garðinum, eða þá pönnukökur með heimalagaðri rifsberjasultu. Rakel vann mest alla tíð utan heimilisins, við þrif, fiskvinnslu ásamt því að sauma kjóla í frístund- um fyrstu árin. Hafði hún alla tíð næmt auga fyrir fallegum hlutum og hafði gaman af því að klæðast fínum fötum, leiddist henni ævinlega að sauma úr efnum sem ekki uppfylltu kröfur hennar um gæði og hætti hún kjólasaumaskap alfarið eftir að hafa fengið í hendurnar efni sem nánast var ómögulegt að sauma úr. Síðustu 10 starfsárin vann hún við umönn- unarstörf á Sólvangi. Fyrir tæpum 35 árum tók und- irritaður að gera hosur sínar grænar fyrir yngstu dóttur þeirra hjóna, trúlofuðum við okkur að sumarlagi eftir ekki mjög löng kynni að margra mati. Var ég á þessum tíma á leið á sjó og staddur upp í brú þeg- ar ég sé tilvonandi eiginkonu mína koma niður á bryggju ásamt móður sinni, fylltist ég nú kvíða því ég taldi að nú ætti að átelja okkur fyrir as- ann. Ekki stóð þó til að skammast heldur var hún einungis komin til að kveðja tilvonandi tengdasoninn, þótti ekki við hæfi að hann færi á sjó ókvaddur. Fyrir u.þ.b. 15 árum tók að bera á einkennum Alzheimer-sjúkdóms hjá henni. Dvaldi hún svo sl. 10 ár í góðu yfirlæti á Sólvangi, fyrstu árin fór hún alltaf heim um helgar en sonur hennar, Grétar, bjó alla tíð með þeim hjónum og var henni ómetan- legur styrkur og gerði henni kleift að vera heima eins lengi og mögu- legt var. Að leiðarlokum þakka ég kærri tengdamóður minni samfylgdina. Andrés Hafberg. RAKEL BJARNADÓTTIR ✝ Aðalheiður Ást-dís Stefánsdótt- ir frá Smiðsgerði fæddist á Eiðum 4. júlí 1920. Hún lést á Dvalarheimili Sauð- árkróks aðfaranótt nýársdags síðastlið- ins. Foreldrar henn- ar voru Stefán Jóns- son bóndi á Ekru, hann var frá Hey- skálum í Hjalta- staðahreppi, f. 12. febrúar 1893, d. 1. janúar 1968, og Sig- urborg Sigurðardóttir frá Litla- steinsvaði í Tunguhreppi, f. 9. ágúst 1890, d. 4. október 1969. Ástdís á fjögur systkini, þau eru; Sigrún, f. 13. desember 1921, d. 16. júlí 1987, búsett lengst af í Reykjavík, Jóna Sigþrúður, f. 19. desember 1925, gift Guðmundi S. Guðmundssyni, búsett á Fossum í A-Hún., Gerður Ingibjörg, f. 8. júlí 1927, búsett á Egilsstöðum, og Gunnsteinn 23. júní 1930, d. 10. janúar 1986, kvæntur Huldu Jóns- dóttur, d. 2004, búsettur á Egils- stöðum. Sambýlismaður Ástdísar var Jón Kjartan Sigurjónsson, f. 14. september 1906, varð bráðkvadd- ur á heimili þeirra á Stærratúni í Grímsnesi 23. mars 1949. Foreldrar hans voru Sigurjón Jónsson, Minnibæ í Grímsnesi, og Guð- rún Guðmundsdótt- ir. Synir Ástdísar og Jóns eru: Sigurjón, f. 1946, d. 2000, var búsettur í Dan- mörku og Noregi, og Örn smiður í Reykjavík, f. 1948. Á tímabili var Ástdís búsett í Reykjavík, og stundaði þar vinnu með syni sína unga. Ástdís giftist 12. október 1962 Páli Pálssyni frá Siglufirði, f. 3. nóvember 1927, d. 6. febrúar 2005. Foreldrar hans voru Sigríð- ur Kristín Gunnarsdóttir og Páll Pétursson. Ástdís og Páll bjuggu í Smiðs- gerði í Kolbeinsdal allt til ársins 1984, er þau létu af búskap og fluttu á Sauðárkrók. Þar vann hún tímabundið hjá saumastof- unni Vöku, og Páll hjá Trésmiðj- unni Borg. Síðastliðið ár dvaldi Ástdís á dvalarheimilinu á Sauðárkróki. Ástdís var jarðsungin frá Sauð- árkrókskirkju 5. janúar. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. segir í ljóði Tómasar. Sá gestur sem kvaddi okkur í upp- hafi nýársdagins var hún ástkæra frænka okkar, Ásta frá Smiðsgerði. Við minnumst hennar öll með þakklæti í hjörtum okkar. Þakklæti fyrir allar gjafirnar og góðu stund- irnar, sem við áttum í návist hennar. Þar var nú ekki hávaðanum fyrir að fara því var nú öðru nær. Hógværð- in, yfirvegunin og kærleikurinn í garð okkar eru ógleymanleg. Í heim- sóknum til hennar var oftar en ekki einhverju stungið í vasa hjá yngri kynslóðinni, þegjandi og hljóðalaust, og því fylgdi gjarnan bros. Já það var nú oftast stutt í brosið hjá henni frænku, þrátt fyrir að bera þess merki að hafa upplifað mikla lífs- reynslu. Það er svo stutt síðan við kvöddum eiginmann hennar, hann Palla okkar elskulega, en nú hefur hún fengið að hitta hann að nýju. Og ferðast nú með honum á ókunnar slóðir. Síðustu árin átti hún við heilsu- leysi að stríða, og hvíldin hefur ef- laust verið vel þegin. Umhyggja hennar sneri ekki síður að ferfætlingum, því þeir fengu at- hygli hennar og umönnun í ómældu formi. Það var alltaf gaman að koma í Smiðsgerði til Ástu, Palla og Adda frænda, kíkja á frímerkin hans Adda og fylgjast með þeim hjónunum við bústörfin. Þær eru ákaflega góðar minningarnar sem við eigum frá þeim tíma. Það er svo margt að minnast á frá morgni æsku ljósum er vorið hló við barnsins brá og bjó það skarti af rósum. Hver endurminning er svo hlý að yljar köldu hjarta hver saga forn er saga ný um sólskinsdaga bjarta. (Einar E. Sæmundsson.) Við kveðjum hana Ástu, með sökn- uð í hjarta, en eftir stendur samt gleði yfir að hafa fengið að eiga hana sem frænku, og kynnast hennar kærleika. Guð blessi minningu henn- ar. Systkinin frá Fossum, makar og börn. AÐALHEIÐUR ÁSTDÍS STEFÁNSDÓTTIR Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.