Morgunblaðið - 08.01.2006, Síða 50

Morgunblaðið - 08.01.2006, Síða 50
50 SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐMUNDA ÞORBJÖRG JÓNSDÓTTIR frá Kjörvogi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 9. janúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabba- meinsfélagið. Alda Guðjónsdóttir, Ásgeir Gunnarsson, Laufey Kristinsdóttir, Elísabet Guðjónsdóttir, Bragi Eggertsson, Sólveig Guðjónsdóttir, Guðmundur H. Guðjónsson, Dagný Pétursdóttir, Guðrún M. Guðjónsdóttir, Óskar Pétursson, Haukur Guðjónsson, Vilborg G. Guðnadóttir, Fríða Guðjónsdóttir, Karl Ómar Karlsson Rannúa Leonsdóttir, Kristín Guðjónsdóttir, Þórir Stefánsson, Daníel Guðjónsson, María Ingadóttir, Þuríður H. Guðjónsdóttir, Garðar Karlsson, ömmubörn og langömmubörn. Okkar ástkæra, BRYNJA SIGURÐARDÓTTIR, Reynimel 72, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 5. janúar. Útför Brynju verður gerð frá Grafarvogskirkju föstudaginn 13. janúar kl. 13.00. Erla Ingadóttir, Húnbogi Þorsteinsson, Erla Inga Hilmarsdóttir, Dagbjartur Eiður Ólafsson, Brynja Rán Eiðsdóttir, Þorfinnur Hilmarsson, Sigurður Sigurðsson, Guðný Björk Hauksdóttir, Þorsteinn Húnbogason, Siv Friðleifsdóttir, Védís Húnbogadóttir, Snorri Bergmann. Nú ertu farin Þóra mín. Síðast þegar ég kom til þín í lok september gerði ég mér grein fyrir því hvað þrek þitt var að fjara. ÞÓRA STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR ✝ Þóra SteinunnStefánsdóttir fæddist á Arnar- stöðum í Núpasveit í Norður-Þingeyjar- sýslu 12. maí 1920. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 19. október síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Garðskirkju í Kelduhverfi 29. október. Fyrstu kynni okkar voru þegar þú fluttir 1990 í Smyrilshóla 2. Mér var sagt að það væri kominn nýr íbúi í húsið. Ég ákvað að hringja bjöllunni til að bjóða hann vel- kominn í húsið. Á móti mér tók glaðleg og vinaleg kona. Kynni okkar og vin- skapur tókust strax. Margar góðar stundir áttum við saman á þínu fallega og snyrtilega heimili, annað hvort prjónandi eða yfir kaffibolla og spjalli. Þá má ég til að þakka þér þegar þú stóðst með mér í sláturgerðinni, því þar var ég algjör viðvaningur. Ekki má gleyma því þegar þú varst að fara á mannamót eða annað, hvað þú varst alltaf flott í tauinu, því alltaf áttir þú fín föt. Handavinna var þér mikið yndi og þú varst dugleg að fara í Gerðubergið í útsaum og postulínsmálun, komst alltaf með eitthvað fallegt heim þaðan. Þegar þú fluttir úr Smyrilshólunum í Lönguhlíðina, fannst mér mikill söknuður að þér, ekki var hægt að skreppa í kaffi til Þóru. Ég var ákveðin í að halda okkar vinskap traustum og þegar ég kom í heim- sókn í Lönguhlíðina var alltaf strax lagað kaffi. Elsku Þóra mín, ég kveð þig núna með það í huga að þér líði vel. Alltaf mun ég minnast góðrar og hjartahlýrrar konu. Kveðja frá Þráni, við vottum börnum Þóru og öðrum aðstand- endum samúð. Þín vinkona, Brynhildur. Með fáeinum kveðjuorðum vil ég minnast Magnúsar, fyrrverandi starfs- manns í mælastöð Rafmagnsveit- unnar sálugu en hann hefur nú kvatt eftir langt og farsælt ævistarf. Það varð hlutskipti Magnúsar að starfa alla tíð hjá sama fyrirtækinu, jafnvel þótt annað byðist sem var betur borgað og er þá átt við seinni stríðsárin þegar menn héldust illa í vinnu. En tryggð Magnúsar við sinn vinnuveitanda segir kannski meira en mörg orð og lýsir best heilindum hans og trúmennsku sem var ein- kennandi fyrir hans lífsstíl. Tveimur árum eftir að hann var al- kominn til landsins frá Kanada hóf hann fyrst störf við Elliðaárnar og síðar við Sogið sem þá var nýbúið að virkja. En hann skipti um starfsvett- vang innan fyrirtækisins og gerðist starfsmaður í mæladeild sem þá var til húsa í rishæð Slökkvistöðvarinnar við Tjarnargötu 12 þar sem hann starfaði næstu árin. Árið 1950 flutti starfsemi mæla- stöðvar í nýbyggt hús í Aðveitustöð við Meistaravelli og þar bar fundum okkar Magnúsar fyrst saman, en starfsdeild okkar spennistöðvar- manna sem ég tilheyrði hafði aðsetur fyrir efni og verkfæri í suðurhluta hússins, auk þess sem þar var líka í sama húsi skiptistöð sem þjónaði Vesturbænum. MAGNÚS MÁR SIGURJÓNSSON ✝ Magnús MárSigurjónsson fæddist að Wynyard Sask 21. október 1916. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 29. nóvem- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Kópavogskirkju 7. desember. Það var því stutt að fara til að blanda geði við Magnús og mæla- stöðvarmenn. Magnús starfaði í rúm fjörutíu ár á mæladeildinni og var verkstjóri þar síðustu tólf árin. Vinna við mælapróf og viðgerðir á mælum er mjög sér- hæft starf og krefst mikillar nákvæmni því á þessum árum voru tækin frumstæð. Í við- tali við Sigurð Guð- mundsson rafiðnaðarfræðing sem birtist í Línunni, fréttabréfi Raf- magnsveitu Reykjavíkur, segir m.a.: „Þetta er eftirminnilegur tími frá þessum árum. Við höfðum engin sjálfvirk tæki eins og tíðkast í dag. Allt var handreiknað á reiknistokk. Ég var með samanburðarmæli svo varð ég að reikna út prósentur í skekkju og telja snúninga. Þetta varð mannsaugað að rjúfa og kveikja. Var þessi aðferð viðhöfð þar til að við fengum nýtt prófunarborð frá Siemens. Það prófunarborð var tekið í notkun í fyrsta skipti 18. júní 1980 og var eftirminnilegur dagur hjá okkur starfsmönnum mæla- stöðvar.“ Eitt stærsta áhugasvið Magnúsar var tengt tónlist. Hann spilaði í Lúðrasveit Reykjavíkur í tugi ára við ýmsar athafnir í bæjarlífi Reykjavíkurborgar og var um árabil formaður Lúðrasveitar Reykjavík- ur, meðstjórnandi og gjaldkeri. Þá var hann lengi lausráðinn við Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Magnús var safnari í eðli sínu. Hann henti helst engu sem tengdist starfinu, hélt eftir eintaki af öllum rafmagnsmælum sem höfðu verið í notkun hjá Rafmagnsveitunni frá fyrstu tíð. Með merkilegri munum sem eru vistaðir á Minjasafni Orku- veitunnar er hemilprófunartafla sem prófaði og stillti hemlamælana sem voru notaðir í árdaga rafmagnsins. Starfsemi mæladeildar var fyrst til húsa í Kaupangi við Lindargötu á móts við Vitastíg. Þar hefur nú risið hús aldraðra. Þá hefur einnig varð- veist mælaprófunarborð til að prófa Kwh mæla en það var keypt til landsins 1925. Var þá ráðinn sænsk- ur tæknifræðingur, fröken Martha Hulqist, til að starfa við mælaprófun. Hún starfaði hjá Rafmagnsveitunni til ársins 1932. Að sögn eins elsta starfsmanns RR vakti koma hennar til RR nokkra athygli starfsmanna. Tuttugu og fimm ára kventæknifræðingur með óvenju fallegt rautt hár var næg ástæða til að hækka blóðþrýsting ungs manns á þeim árum. Einnig unnu við þetta mælaprófunarborð um tíma, þegar mælaprófun var í Edinborgarhúsinu, þeir Jakob Guð- johnsen verkfræðingur og síðar raf- magnsstjóri, Júlíus Björnsson, síðar umsjónarmaður á Barónsstíg 4 og Haraldur Lárusson sem starfaði við mælingaprófunarborðið þegar hann kom til starfa 1938. Mæladeildin var þá í Tjarnargötu 12. Það er ekki síst að þakka árvekni Magnúsar, starfsmönnum mæla- deildar og skilnings yfirmanna á varðveislugildi þessa gömlu tækja, að þessum munum var bjargað, en ekki hent, þegar tækin voru endur- nýjuð. Svo heppilega vildi til að ná- inn samstarfsmaður Magnúsar í mæladeild kom til samstarfs við Minjasafn Orkuveitunnar og flokk- aði og skráði mælana sem Magnús hafði bjargað frá glatkistunni. Veit ég fyrir víst að það gladdi Magnús að sjá að mælunum var sýnd sú virðing sem þeir áttu skilið þegar hann heimsótti Minjasafnið nokkrum mánuðum fyrir andlát sitt. Við vinir hans og samstarfsmenn munum minnast góðs manns með þökk og virðingu og vottum eigin- konu, börnum og ættingjum innilega samúð okkar. Guðmundur K. Egilsson. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áð- ur en skilafrestur rennur út. Undirskrift Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningar- greinar Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HELGI INGVAR VALDIMARSSON frá Fosshóli, Miðfirði, Brekkubyggð 93, Garðabæ, lést á heimili sínu þriðjudaginn 3. janúar. Jarðsungið verður frá Garðakirkju þriðjudaginn 10. janúar kl. 13.00. Bryndís Stefánsdóttir, Jónína Helga Helgadóttir, Kristinn Gunnarsson, Þorsteinn Baldur Helgason, Ásta Sveinsdóttir, Valdimar Helgason, María Sif Númadóttir og barnabörn. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA SIGMUNDSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 10. janúar kl. 13:00. Sverrir Már Sverrisson, Kolfinna Sigurvinsdóttir, Hulda Sverrisdóttir, Gauti Arnar Marinósson, Rannveig Sverrisdóttir, Kjartan Þórðarson, Sólrún Sverrisdóttir, Baldur Þór Vilhjálmsson, Kolfinna, Rebekka og Aþena Gautadætur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI VILHELM JÓNSSON, Hraunbæ 103, Reykjavík, lést á Landspítala Landakoti fimmtudaginn 5. janúar sl. Hulda Bjarnadóttir, Hrafnhildur Árnadóttir, Svavar Þorvaldsson, Bjarni Árnason, Margrét Stefánsdóttir, Arna Svavarsdóttir, James R. Brown, Árni Hrafn Svavarsson, Hrönn Skaptadóttir, Hulda Bjarnadóttir og langafabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, DANÍEL D. BERGMANN fv. bankaútibússtjóri, Langagerði 82, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn 9. janúar. Athöfnin hefst kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd. Kristbjörg Þ. Bergmann, Kristín Bergmann, Gabriel A. Espi Moro, Þórður Daníel Bergmann, Kristín Valtýsdóttir, Sigríður Bergmann, Guðjón Sívertsen, barnabörn og langafabarn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.