Morgunblaðið - 08.01.2006, Page 51

Morgunblaðið - 08.01.2006, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 2006 51 MINNINGAR Okkur langar með örfáum orðum að minnast vinkonu okk- ar og samstarfskonu Sigríðar Svövu Kristinsdóttur, sem lést hinn 27. desember síðast liðinn. Undanfarna mánuði höfum við fylgst með hetjulegri baráttu hennar við illvígan sjúkdóm sem nú hefur lagt hana að velli. Svava sýndi mik- inn kjark og æðruleysi í veikinda- stríði sínu. Hún kvartaði aldrei og stundum fannst okkur eins og hún hefði meiri áhyggjur af líðan sinna nánustu en sinni eigin. Velferð ást- vina var ávallt efst í huga hennar, og eiginmaður hennar og fjölskylda áttu hug hennar allan. Svava hóf störf í Bókasafni Garða- bæjar fyrir tæplega 15 árum og starfaði lengst af í hálfu starfi. Auk þess að sinna útlánum og afgreiðslu í SIGRÍÐUR SVAVA KRISTINSDÓTTIR ✝ Sigríður SvavaKristinsdóttir fæddist í Reykjavík 31. mars 1948. Hún lést á Landspítalan- um í Reykjavík að- faranótt 27. desem- ber síðastliðinn og var jarðsungin frá Vídalínskirkju í Garðabæ 4. janúar. Bókasafni Garða- bæjar sá Svava um viðgerðir og frágang á bókum. Þessum störf- um sinnti hún af mik- illi alúð og samvisku- semi. Nákvæmni og vandvirkni einkenndu störf hennar. Hún var líka mjög myndarleg húsmóðir og góður kokkur, og þau voru ófá skiptin sem hún hafði með sér eitt- hvert góðgæti með kaffinu til að deila með okkur vinnufélögum sínum. Tóma- rúm hefur skapast í bókasafninu við fráfall hennar og margir safngestir og lánþegar eiga eftir að sakna hennar. Lengi ólum við þá von í brjósti að hún myndi ná heilsu og snúa aftur til starfa, en sú von brást og eftir sitj- um við vanmáttug og orðlaus. Við hefðum svo gjarnan viljað njóta samvista við hana svo miklu lengur. Góður félagi og vinkona er nú fallin frá. Við kveðjum hana með söknuði og þökkum af alhug vináttu hennar og samfylgd. Við vottum Sigfúsi eft- irlifandi eiginmanni hennar og öllum aðstandendum okkar innilegustu samúð. Blessuð sé minning Svövu. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson.) f.h. starfsfólks Bókasafns Garða- bæjar, Oddný H. Björgvinsdóttir. Ég veit ekki hvort þú hefur, huga þinn við það fest. Að fegursta gjöf sem þú gefur er gjöfin sem varla sést. Ástúð í andartaki, augað sem glaðlega hlær, hlýja í handartaki, hjarta sem örar slær, Allt sem þú hugsar í hljóði, heiminum breytir til. Gef þú úr sálarsjóði, sakleysi, fegurð og yl. (Úlfur Ragnarsson.) Við sendum Fúsa, Kristni, Ingi- björgu, Garðari, Fjólu, systkinum, barnabörnum og tengdabörnum samúðarkveðjur og biðjum Guð að gefa þeim styrk til að takast á við sorgina. Kveðja, Saumaklúbburinn. Í dag kvaddi ég hana Margréti mína þar sem hún var jarð- sett og nú sest ég við skriftir til að minnast hennar. Það bærast marg- ar tilfinningar í mínu hjarta, eins og sorg og reiði gagnvart því hvað lífið getur verið óréttlátt. Margrét féll frá langt fyrir aldur fram og þurfti einnig að heyja erfiða bar- áttu við krabbamein, sem hún háði af miklu æðruleysi og dugnaði. Við Margrét kynntumst haustið 2002 þegar við sóttum sjálfstyrkingar- námskeið saman í endurhæfingar- stöð krabbameinsdeildar Landspít- alans í Kópavogi. Ég hafði greinst með krabbamein og misst hönd og var að koma mér út í lífið aftur eft- ir þessi veikindi. Leiðir okkar Mar- grétar lágu aftur saman ári síðar þegar hún greindist með bein- krabbamein og fótur hennar fjar- lægður. Við vorum með svipaða reynslu að baki og gátum því stutt hvor aðra. Við skildum hvor aðra svo vel því við fengum báðar sarkoma-krabbamein og misstum báðar útlim, þess vegna var auðvelt fyrir okkur að spjalla saman því svipaðar tilfinningar bærðust með okkur. Enginn getur skilið þessar aðstæður okkar til fulls nema að lenda í þeim, þess vegna var svo gott að hafa stuðning hvor af ann- arri. Reyndar var Margrét mín ekki eins lánsöm og ég og mein hennar tók sig upp aftur og aftur. Það var óskaplega erfitt og sorg- legt að vera svona hjálparlaust peð og geta ekkert gert. En ég dáðist að dugnaði og hetjuskap hennar allan tímann þótt ég viti að oft hafi henni liðið illa, en alltaf var hún samt til staðar fyrir mig hvort sem það var á gleði- eða sorgarstund- um. Ég eignaðist lítinn dreng í september og hún samgladdist mér svo innilega þótt þetta væri hennar draumur sem hún sá ekki fram á að rættist. Einnig var hún til staðar MARGRÉT JÓNSDÓTTIR ✝ Margrét Jóns-dóttir fæddist á Akranesi 31. mars 1981. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi miðvikudaginn 21. desember síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Grensáskirkju 30. desember. fyrir mig í lok nóv- ember þegar ég greindist með æxli, ekki stóð á henni og hún kom til mín á spítalann. Í dag ylja ég mér við þær minn- ingar þar sem hún hitti son minn litla og hélt honum í fanginu, og ég náði að taka margar skemmtilar myndir af þeim sam- an. Ekki bjóst ég við að þessi stund yrði okkar síðasta og ég ætti ekki eftir að faðma hana aftur að mér. Maður heldur alltaf að maður hafi nægan tíma og ég vildi óska að ég hefði náð að segja henni þær góðu fréttir að mitt mein reyndist góðkynja, það var orðið of seint þegar ég reyndi að hafa sam- band við hana. En ég hef samband við hana í gegnum bænir og bið fyrir henni á hverju kvöldi og hugsa til hennar dag hvern. Ég þakka fyrir að hafa fengið að kynn- ast elsku Margréti minni og ylja mér við minningarnar og þær myndir sem ég á af henni, ham- ingjuóskirnar um son minn sem ég geymi ætíð í farsímanum mínum og kveðjuna í gestabókina á heimasíðu sonar míns á barnalandi. Hún Margrét skilur eftir sig stórt skarð og ég mun ávallt minn- ast hennar. Ég vildi að við hefðum náð að gera það sem við töluðum um síðast þegar við hittumst, en því miður hef ég þurft að kveðja hana í hinsta sinn. Hvíl í friði, elsku Margrét mín. Ég votta Begga, unnusta Mar- grétar, foreldrum, systkinum, tengdaforeldrum og öðrum ástvin- um mína dýpstu samúð. Guð varð- veiti ykkur og styrki í þessari miklu sorg. Elísabet Stephensen. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, DAGUR HERMANNSSON, Snægili 6, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánu- daginn 9. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á heimahlynningu á Akureyri. Jóna Kristín Jónsdóttir, Aðalsteinn Dagsson, Selma Dröfn Ásmundsdóttir, Arnar Þór Dagsson, Anja Wernay Lynge, Ægir Þormar Dagsson, Sonja Björk Dagsdóttir, Steinþór Örn Gunnarsson, Dagur Fannar Dagsson, Helga Mjöll Oddsdóttir, Ágúst Svan, Miranda og Balthazar. Hugheilar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu í veikindum og við andlát og útför okkar ástkæru móður, teng- damóður, ömmu og langömmu, ÖNNU JÓNU RAGNARSDÓTTUR, Blikahöfða 5, Mosfellsbæ. Guð blessi ykkur öll. Úlfhildur Guðmundsdóttir, Sveinn Val Sigvaldason, Sigrún Guðmundsd. Fenger, Pétur U. Fenger, Jóhannes Guðmundsson, Björg Guðmundsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Anna Björk Jónsdóttir, ömmubörnin Anna Ýr, Úlfhildur, Stella, Geir Torfi, Karitas, Kristjana, Rakel Ýr, Thelma Rut, Ólafur Ingi og langömmubarnið Þórarinn Sigurður. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför ÞORBJARGAR JÓNSDÓTTUR fyrrverandi skólastjóra Hjúkrunarskóla Íslands. Sérstakir þakkir færum við starfsfólki Sóltúns fyrir alúð og umhyggju síðustu árin. Systkini og systkinabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, ARNKELS BERGMANNS GUÐMUNDSSONAR, Dalbraut 16. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á Hrafnistu við Jökulgrunn H-2 fyrir hlýja og góða umönnun. Hulda Guðmundsdóttir, Ásdís J.B. Arnkelsdóttir, Róbert V. Tómasson, Arnkell Bergmann Arnkelsson, Hulda Nanna Lúðvíksdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir færum við ykkur, sem sýnduð okkur samúð og vinarhug við andlát, minningar- athöfn og útför PÁLS HALLGRÍMSSONAR. Svava Steingrímsdóttir, Drífa Pálsdóttir, Gestur Steinþórsson, Kristinn Ingvarsson, Anna Hjartardóttir og barnabörn. Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919 Elskuleg frænka okkar, ÁSTA GUÐMUNDSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum laugardaginn 31. desember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 9. janúar kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Svava Hjaltadóttir, Oddný Finnbogadóttir. Okkar ástkæru ÓLÖF LINDA ÓLAFSDÓTTIR og JÓN INGI TÓMASSON eru látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Guð blessi ykkur öll. Theodóra Alfreðsdóttir, Þórður Júlíusson, Ólafur Baldursson, Jóhanna Óskarsdóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.