Morgunblaðið - 08.01.2006, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 08.01.2006, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 2006 57 DAGBÓK Hver er tilgangur lífsins? Hvað geristþegar ég dey? Hvaða heimildir utanBiblíunnar eru til um Jesú Krist? ErJesús guð sjálfur? Hvernig varð Biblían til? Er Biblían orð guðs? Hvernig getum við öðlast fyrirgefningu? Þessar spurningar eru meðal þess sem leitast er við að svara á sívinsælum Alfa-námskeiðum, sem haldin eru á vegum kirkna og kirkjudeilda. Í janúarmánuði hefjast að nýju hin sívinsælu Alfa-námskeið, sem haldin eru á vegum margra kirkna hérlendis. Námskeið þessi höfða til mjög breiðs hóps fólks enda hefur komið í ljós að fólk kemur á námskeiðin af gríðarlega misjöfnum hvötum. Sumir vilja kynna sér kristna trú, aðra langar að skoða og rannsaka kristindóminn. Enn aðrir eru að leita svara við grundvallarspurn- ingum lífsins, eru nýir í trúnni eða eru efasemd- armenn, að sögn séra Magnúsar Björns Björns- sonar, formanns samstarfsnefndar Alfa á Íslandi. Námskeiðin fara fram vikulega frá kl. 19.00 til 22.00 í tíu vikur og hefst hvert kvöld með léttum kvöldverði. Síðan taka við fyrirlestrar og um- ræðuhópar. Auk þess fara þátttakendur eina helgi út úr bænum, t.d. í Vatnaskóg, Skálholt eða Sólheima, til að takast á við mikilvægar spurningar lífsins í afslöppuðu umhverfi. Alfa-námskeiðin hafa verið haldin í núverandi mynd frá árinu 1990, en eiga uppruna sinn að rekja til Holy Trinity Brompton-kirkjunnar í London árið 1977. Prestar þar fóru að leita nýrra leiða til að kynna grundvallaratriði krist- indómsins á lifandi hátt. Lögð var áhersla á að hafa umhverfið óformlegt og afslappað og efnið einfalt og auðskiljanlegt. Í kjölfarið urðu Alfa- námskeiðin til. Þau eru nú haldin í yfir 130 lönd- um og hafa skipað sér sess sem vinsælustu kristnu námskeiðin í heiminum í dag. Farið var að bjóða upp á Alfa-námskeið hérlendis árið 1998 og hafa um 30 kirkjur boðið slík námskeið. Nánari upplýsingar um hvar og þá hvenær nám- skeið hefjast má finna á heimasíðunni www.alfa- .is. „Grundvallaratriði er að öllum þátttakendum líði vel og að þeir geti rætt málin í trúnaði,“ seg- ir Magnús Björn. Námskeið | Alfa-námskeiðin laða að fjöldann allan af fólki Svara við tilgangi lífsins leitað  Séra Magnús Björn Björnsson er fæddur í Reykjavík 27. nóv- ember árið 1952. Hann lauk prófi frá guð- fræðideild HÍ árið 1978. Hann hefur m.a. verið prestur á Seyðisfirði og unnið fyrir kristilegt fé- lag heilbrigðisstétta. Hann hefur verið prest- ur í Digraneskirkju í Kópavogi síðan árið 2000. Hann er kvæntur Guðrúnu Dóru Guðmannsdóttur hjúkr- unarfræðingi og eiga þau þrjár dætur og einn son. Biskup Íslands ÉG varð mjög undrandi yfir orðum biskups Íslands, sr. Karls Sig- urbjörnssonar, í áramótaræðu hans er lutu að hjónavígslum sam- kynhneigðra. Ég hef alltaf álitið sr. Karl bæði góðan og vitran mann. Mér skilst að hann sé að biðja alþingismenn Íslendinga um að halda áfram að banna kirkjulegt hjónaband milli samkynhneigðra til þess aðallega að losa prestastétt landsins við hugsanlegar þvingan- ir! Nú er vitað að margir prestar eru tilbúnir til þess að gefa sam- kynhneigða saman í hjónaband en lögin banna það, ennþá. Ég held að flestir séu í dag sam- mála um að kynhneigð fólks sé meðfædd en ekki ákvörðun sem einstaklingurinn tekur og það hlýt- ur að vera nógu erfitt að þurfa að glíma við að vera í minnihlutahópi þó að æðstu menn þjóðarinnar mismuni því ekki líka. Það ættu allir að vera jafnir fyrir augum kirkjunnar, óháð kynþætti eða kynhneigð. Hvar er miskunnsemin, umburðarlyndið og kærleikurinn sem Jesú kenndi og hin kristna kirkja byggir kenningar sínar á? Þetta viðhorf biskups kemur þvert á þann kærleiksanda sem gott fólk reynir að temja sér. Ég hugsa að margir hafi orðið fyrir von- brigðum. Það er vissulega vitað að margir prestar þjóðkirkjunnar eru á móti hjónaböndum samkynhneigðra en það eru líka margir með. Ég skil vel að breytingar á þessum lögum geti valdið erfiðleikum en það þarf vissulega að taka á þeim erf- iðleikum á annan hátt en að mis- muna þessu fólki áfram. Fólk hlýt- ur að geta tekið á því. Hver maður líti sér nær. Þrátt fyrir þetta er þó nokkuð ljóst að fyrr en síðar mun þessi minnihlutahópur hljóta sama rétt og aðrir á Íslandi og vona ég að al- þingismenn okkar allra verði um- burðarlyndari en kirkjunnar faðir á Íslandi. Sigríður Einarsdóttir. Hvernig er hægt … HVERNIG er hægt að réttlæta lækkun á hátekjuskatti á sama tíma sem öldruðum er synjað um hækkun á skattleysismörkum? Björn Indriðason. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e5 6. Rdb5 d6 7. Bg5 a6 8. Ra3 b5 9. Rd5 Be7 10. Bxf6 Bxf6 11. c3 Bg5 12. Rc2 Re7 13. Rcb4 0-0 14. a4 bxa4 15. Dxa4 a5 16. Bb5 Rxd5 17. Rxd5 Be6 18. Bc6 Hb8 19. Ha2 Dc8 20. 0-0 Bd8 21. b4 Kh8 22. Hd2 Da6 23. b5 Da7 24. Da3 Bxd5 25. Dxd6 Be7 26. Dxd5 Hfd8 27. Da2 Hxd2 28. Dxd2 a4 29. Da2 a3 30. Dxf7 Hf8 Þessi staða kom upp í síðari kappskákinni í einvígi Magnusar Carlsen (2.570) og Gata Kamsky (2.690) í heimsbikarmóti FIDE sem lauk fyrir skömmu í Khanty-Man- siysk í Rússlandi. Jaxlinn frá Bandaríkjunum tryggði sér nú sig- ur með snyrtilegum leik. 31. b6! og svartur gafst upp enda verður stór- fellt liðstap ekki umflúið. Þessi sig- ur Gata þýddi að þeir félagar þurftu að heyja atskákeinvígi og hafði Gata hvítt í þeirri fyrri eins og lesendur geta kynnt sér á morg- un. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Ráðgjafaskóli Íslands er fyrir þá sem starfa við, eða ætla sér að starfa við, ráð- gjöf fyrir áfengis- og fíkniefnaneytendur og fjölskyldur þeirra, t.d. ráðgjafa, félagsráðgjafa, sálfræðinga, hjúkrunarfræðinga og lækna, og er ætlað að tengja saman persónulega reynslu, starfsreynslu og menntun á þessum sviðum. Eftirfarandi er m.a. tekið fyrir í náminu: • Grunnþekking á alkóhólisma og fíkn í önnur efni en áfengi. • Vinsun, inntaka, meðferðarkynning og mat á skjólstæðingi. • Ráðgjöf (einstaklings-, hóp- og fjölskylduráðgjöf) og tækni til inngripa. • Meðferðarstjórnun, meðferðaráætlanir, skýrsluhald. • Inngripatækni í áföllum. • Forvarnir og fræðsla. • Samstarf við aðra fagaðila. • Siðfræði, lögfræðileg álitamál, trúnaðarmál. • Sérstakir hópar (þjóðerni, menning, kynhneigð, kynferði, alnæmi og fatlanir). • Líffræði og efnafræði áfengis og annarra vímuefna (lögleg, ólögleg, sniffefni og nikótín). • Sálfræðileg, tilfinningaleg og persónuleg álitamál, þroski skjólstæðinga. • Tólf spor, erfðavenjur og heimspeki sjálfshjálparhópa. Umsóknarfrestur um skólavist á vorönn 2006 er til 15. janúar. Upplýsingar og eyðublöð fást hjá: Ráðgjafaskóla Íslands, pósthólf 943, 121 Rvík, netfang stefanjo@xnet.is, sími 553 8800, fax 553 8802 og á www.forvarnir.is. Stjórnandi: Árný Helgadóttir, hjúkrunarfræðingur og íþróttaþjálfari. Skráning og upplýsingar í síma 899 8199 eða 561 8199 mánudaginn 9. janúar frá kl. 9–12 og þriðjudaginn 10. janúar frá kl. 9–12. • Regluleg hreyfing léttir lífið! Boðið verður upp á þrenns konar tíma: A — tími fyrir byrjendur og lítt þjálfaða. B — tími fyrir þá sem komnir eru af stað í þjálfun. C — tími fyrir þá sem vanir eru líkamsþjálfun. KRAFTGANGA Í ÖSKJUHLÍÐ Alhliða líkamsþjálfun jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna www.kraftganga.is Dagskrá hefst laugardaginn 7. janúar Tímar verða kl. 10 (B-C) og kl. 11 (A-B) Innritun á vorönn Byrjendur: Hefst 23. janúar og stendur yfir í 10 mánudagskvöld, þrjár klukkustundir í senn, frá kl. 20-23. ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ Hefur stundum verið hnippt í þig til að vera „fjórði maður í brids“? Við tökum vel á móti fjórða manninum í Bridsskólan- um og setjum markið hátt - eftir tíu kvölda námskeið verður þú kominn í hóp þeirra sem leitar að fjórða manninum. Þú þarft ekkert að kunna, getur komið ein eða einn, og það er sama hvort þú ert 18 ára eða 90. Eða þar á milli. Framhald: Hefst 25. janúar og stendur yfir í 10 miðvikudagskvöld, þrjár klukku- stundir í senn, frá kl. 20-23. Er kerfið losaralegt og vörnin óljós? Framhaldsnámskeið Bridsskólans gæti kippt því í lag. Standard-kerfið er skoðað í smáatriðum, úrspilstæknin slípuð og vörnin tekin rækilega í gegn. Byggt er á bókinni Nútíma brids eftir Guðmund Pál Arnarson. Kjörið fyrir þá sem vilja tileinka sér nútímalegar að- ferðir og taka stórstígum framförum á stuttum tíma. Þú getur komið ein (einn) eða með makker. Nánari upplýsingar og innritun í síma 564 4247 milli kl. 13 og 18 virka daga. Ath. Mörg stéttarfélög taka þátt í kostnaði. BRIDSSKÓLINN VELDU EIGNAMIÐLUN eignamidlun@eignamidlun.is www.eignamidlun.is Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Traustur kaupandi óskar eftir 250-300 fm einbýlishúsi á einhverju framantaldra svæða. Staðgreiðsla í boði. Nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson. EINBÝLISHÚS Í VESTURBORGINNI, SKERJAFIRÐI EÐA FOSSVOGI ÓSKAST
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.