Morgunblaðið - 08.01.2006, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 08.01.2006, Qupperneq 60
60 SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Stóra svið SALKA VALKA Í kvöld kl. 20 Su 22/1 kl. 20 Fi 26/1 kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR! WOYZECK Su 15/1 kl. 20 Lau 21/1 kl. 20 Su 29/1 kl. 20 KALLI Á ÞAKINU Í dag kl. 14 UPPSELT Su 15/1 kl. 14 Lau 21/1 kl. 14 Su 22/1 kl. 14 SÍÐUSTU SÝNINGAR! CARMEN Fi 12/1 kl. 20 FORS. miðav. 2.000- kr Fö 13/1 kl. 20 FORS.ÝNING UPPSELT Lau 14/1 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT Fi 19/1 kl. 20 Gul kort Fö 20/1 kl. 20 Rauð kort Fö 27/1 kl. 20 Græn Kort Lau 28/1 kl. 20 Blá kort Nýja svið/Litla svið MANNTAFL Í kvöld kl. 20 Lau 14/1 kl. 20 Su 22/1 kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR! ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR SÝNINGAR HEFJAST AÐ NÝJU Í FEBRÚAR! BELGÍSKA KONGÓ Su 15/1 kl. 20 Fö 20/1 kl. 20 Lau 28/1 kl. 20 Lau 4/2 kl. 20 GLÆPUR GEGN DISKÓINU Þr 10/1 kl. 20 FORSÝNING MIÐAV. 500- kr. Mi 11/1 kl. 20 GENERALPRUFA MIÐAV. 500- kr. Fi 12/1 kl. 20 FRUMS. UPPS. Fö 13/1 kl. 20 Lau 21/1 kl. 20 Su 22/1 kl. 20 Naglinn e. Jón Gnarr í samstarfi við 540 Gólf leikhús Fö 20/1 kl. 20 FRUMS. UPPS.Lau 21 /1 kl. 20 Su 22/1 kl. 20 UPPSELT Fö 27/1 kl. 20 Lau 28/1 kl. 20 Miðasala í síma 4 600 200 / www.leikfelag.is Fullkomið brúðkaup - heldur áfram! Lau. 7. jan.kl. 19 UPPSELT Fös. 13. jan. kl. 20 UPPSELT Lau. 14. jan. kl. 19 Örfá sæti laus Lau. 14. jan. kl. 22 AUKASÝNING Fös. 20. jan. kl. 20 Örfá sæti laus Lau. 21. jan. kl. 19 Örfá sæti laus Fös. 27. jan. kl. 20 Nokkur sæti laus Lau. 28. jan. kl. 19 Laus sæti Miðasala opin allan sólarhringinn á netinu. Allir norður! Miðasalan opin virka daga kl. 13-17 og frá kl. 15 á laugardögum. ÖSKUBUSKA - La Cenerentola - eftir ROSSINI Frumsýning sun. 5. feb. kl. 20 2. sýn. fös. 10. feb. kl. 20 – 3. sýn. sun. 12. feb. kl. 20 – 4. sýn. sun. 19. feb. kl. 20 ÖÐRUVÍSI VÍNARTÓNLEIKAR á nýju ári - sunnudagskvöldið 8. janúar kl. 20 Kammersveitin Ísafold flytur Vínartónlist í útsetningum eftir Arnold Schönberg og Anton von Webern. Stjórnandi: Daníel Bjarnason, einsöngvari: Ágúst Ólafsson baritón Tryggðu þér miða á óvenjulega og skemmtilega tónleika! www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200 Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 þriðjudaga-föstudaga. Miðasala á Netinu allan sólarhringinn. Sibelius SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS Hljómsveitarstjóri ::: Arvo Volmer Einleikari ::: Boris Brovtsyn FIMMTUDAGINN 12. JANÚAR KL. 19.30 gul tónleikaröð í háskólabíói Zoltán Kodály ::: Sumarkvöld Jean Sibelius ::: Fiðlukonsert í d-moll Jean Sibelius ::: Lemminkäinen og stúlkurnar frá Saari Zoltán Kodály ::: Páfuglstilbrigðin eftir Thomas MEEHAN, Charles STROUSE & Martin CHARNIN  - DV Vegna gífulegrar aðsóknar Sun. 8. jan. kl. 14 Lau. 21. jan. kl. 14 - Uppselt Sun. 22. jan. kl. 14 Miðasala Austurbæjar opin alla daga frá kl. 13-17 í síma 551 4700 www.annie.is • www.midi.is - Síðustu sýningar Frábær fjölskylduskemmtun! - Fréttablaðið fj l l t ! - r tt l i NORRÆN sakamál 2005 er fimmta bókin í samnefndri ritröð þar sem lögreglan segir sjálf frá þeim hin- um ýmsu saka- málum sem upp hafa komið á liðn- um árum. Að venju eru sög- urnar úr ýmsum brotaflokkum, morð, kynferð- isbrot, rán, hryðjuverk og fleira. Sögurnar eru fimmtán talsins, þar af fjórar íslenskar og ber þar hæst Ís- lenskan samtíma eftir Ómar Smára Ármannsson. Þarna eru týndar sam- an sögur af lögreglunni og almenn- ingi í léttari kantinum frá ýmsum tímum. Morð á viðskiptafélaga eftir Grétar Sæmundsson fjallar um eitt mest umtalaða sakamálið á árinu 2000 þegar Einari Birgis var ráðinn bani í Öskjuhlíðinni af Atla Helga- syni. Klaufalega tókst til með nafn- leyndina í sögunni því raunveruleg nöfn þeirra fóru inn. En framvind- unni eru góð skil gerð. Aust- fjarðaþokan eftir Runólf Þórhalls- son þar sem fjallað er um fíkni- efnasmygl á Austfjörðum var nokkuð góð og ágætlega skrifuð og gaf góða innsýn í störf lögreglunnar við umfangsmikið mál og hina ólík- ustu aðila sem standa í smyglinu. Sérstaklega er minnisstæð setningin um lítil sumarfrí lögreglumanna með fjölskyldum sínum þegar nýjar vísbendingar voru að skjóta upp kollinum. Lögreglumenn eru líka menn sem eiga sín sumarfrí en glæpamenn sníða ekki háttsemi sína að þörfum löggunnar, það er á hreinu. Af erlendum sögum hlýtur Morðið á Önnu Lindh eftir Christer Nilsson að ryðja sér rækilega til rúms og ég varð ekki fyrir vonbrigðum með hana. Hann velur þá leið að segja hana á tveimur plönum og sýndi þar með tilþrif í sagnagerðinni. Það er nauðsynlegt að koma þannig til móts við lesendur. Mér hefur fundist vanta dálítið upp á að þetta sé gert í þessum bókaflokki. Saga Ómars er líka frábrugðin öðrum sögum þar sem hún segir frá lögregluþjónum í útköllum en ekki störfum rannsókn- arlögreglumanna, sem er yfirgnæf- andi þáttur í ritröðinni. Sú saga sem hafði mest áhrif á mig var Óhugnanlegt barnsmorð eftir Birgitte Lyngsöe. Þar segir frá ungum manni sem myrðir unga stúlku og grefur hana í almennings- garði eftir að hafa svívirt líkið. At- burðir þessir áttu sér stað í Dan- mörku árið 2003 og satt að segja var maður miður sín eftir lestur þess- arar frásagnar. Vissulega eru mörg lögreglumál harmræn en þegar sak- laus börn eru fórnarlömb glæpa- manna, er ekkert sem ver mann. Við þetta má bæta að í þau fáu skipti sem lögreglukonur skrifa í Norræn sakamál, vekja skrifin alveg sér- staka athygli manns. Það skyldi þó ekki vera að þær hafi öðruvísi nálg- un á viðfangsefnið, bæði sem rann- sakendur í sakamálum og sögu- menn? Að venju eru fjölmargar myndir af sönnunargögnum í bókinni, allar svarthvítar (hvenær verður byrjað að prenta í lit) og gera þær sitt til að lyfta bókinni. Jafnvel eru skopteikn- ingar í sögu Ómars Smára. Það er ljóst af sögunum í heild að tæknirannsóknir lögreglunnar skipta gríðarlegu máli í nútíma lög- reglustörfum. Vel er farið ofan í störf tæknirannsóknarmanna til að endurspegla þennan veruleika. Víst er að tæknirannsóknir leysa engin mál einar og sér, en enginn þarf að efast um gildi þeirra fyrir lög- reglurannsóknir. Það er nauðsynlegt að gefa út Norræn sakamál á hverju ári. Þar fær lögreglan að tala og Norður- landabúar geta fræðst um það sem er á seyði í nágrannalöndunum. Norræn sakamál BÆKUR Sakamál Útgefandi: Íþróttasamband lögreglu- manna á Norðurlöndum 2004. Íslenska lögregluforlagið. Norræn sakamál Örlygur Steinn Sigurjónsson fessores eftir Wolfgang Ama- deus Mozart og er fyrirhugað að flytja þessi verk á tónleikum í apríl nk. ásamt einsöngvurum og hljómsveit. Hvorugt þessara verka hefur áður verið flutt í heild sinni hér á landi, en þekktan kafla úr verki Mozarts, Laudate Dominum, flutti Söng- sveitin á síðustu aðventu- tónleikum sínum. Píanóleikari SÖNGSVEITIN Fílharmónía mun hefja æfingar að loknu jólaleyfi mánudaginn 9. janúar nk. Þá mun nýr söngstjóri, Magnús Ragnarsson, taka við stjórn kórsins. Magnús hefur undanfarin ár dvalið í Svíþjóð við nám og störf og lauk á síð- asta ári organista- og stjórn- andanámi frá Tónlistarháskól- unum í Gautaborg og Háskól- anum í Uppsölum. Áður hafði Magnús stundað nám í píanóleik og söng við Tónlistarskólann í Reykjavík og orgelleik við Tón- skóla Þjóðkirkjunnar. Magnús hefur komið fram á tónleikum víða í Svíþjóð sem organisti, pí- anisti og einsöngvari og hefur stjórnað þó nokkrum kór- og hljómsveitarverkum í námi og á tónleikum. Síðastliðið ár hefur hann verið fastráðinn sem org- anisti í kirkju suður af Stokk- hólmi. Verkin sem tekin verða til æfinga að þessu sinni eru Sta- bat mater eftir Joseph Haydn og Vesperae solennes de con- kórsins er Guðríður St. Sigurð- ardóttir og raddþjálfari er Bjarney Ingibjörg Gunnlaugs- dóttir. Æft verður á mánudags- og miðvikudagskvöldum. Raddpróf verða haldin á fyrstu æfingum misserisins og er vönu og áhugasömu söngfólki bent á að hringja í formann, Einar Karl Friðriksson, í síma 892 2613. Nýr söngstjóri Fílharmóníu Morgunblaðið/Jim Smart Söngsveitin Fílharmónía á æfingu. Fréttir í tölvupósti AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.