Morgunblaðið - 08.01.2006, Page 62

Morgunblaðið - 08.01.2006, Page 62
R agnar Bragason leik- stjóri tekur við leik- stjórakeflinu af Óskari Jónassyni þegar fram- leiðsla á nýrri syrpu af Stelpunum hefst á sunnudaginn en Óskar mun vera kominn í fæðing- arorlof. Ragnar Bragason er ekki óvanur því að ganga í fótspor Ósk- ars þegar grínþáttagerð í sjónvarpi er annars vegar en Ragnar tók einnig við af Óskari þegar Fóst- bræður voru og hétu. Ragnar segist hlakka mikið til að tak- ast á við verkefnið. „Þetta verður mjög hress- andi svona í skammdeginu, að vera að djóka en svo kemst maður líka í snertingu við eigin tilfinningar og konuna í sjálfum sér, sem er ekki verra.“ Spurður hvort aðdáendur þáttanna muni sjá breytingu á Stelpunum með hann á bak við stýrið segir Ragnar að það sé ólík- legt. „Það er búið að forma þáttinn og ég er ekkert að stokka þetta mikið upp en það eru þó alltaf nýjar áherslur með nýjum mönn- um.“ Fyrsti þátturinn undir sjórn hins nýja leikstjóra verður frumsýndur um miðj- an febrúar og í þátt- unum verða þrír nýir leikarar, þau Harpa Arnardóttir, Birgitta Birg- isdóttur og Pétur Jóhann Sigfússon, grínari og meðlimur Strákanna. Ástæðuna segir Ragnar þá að Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Kjartan Guðjónsson, sem leikið hafa í þáttunum frá upphafi, muni taka sér tímabundið frí vegna annarra leikanna. Um valið á Pétri Jóhanni, sem er sá eini í leikhópnum sem ekki getur talist lærður leikari, segir Ragnar að enginn annar hafi komið til greina. „Þegar Kjartan datt út varð ég að finna annan karlleikara og Pétur Jóhann lá beint við. Hann er fynd- inn frá náttúrunnar hendi og þó að hann sé ekki menntaður leikari er hann langt í frá að vera byrjandi á þessu sviði. Svo er hann líka svo mikið krútt og það ætti að auka áhorfið.“ Úr einu gríni í annað „Já, krútt selur, það er nýjasta kenningin,“ segir Pétur Jóhann Sig- fússon, vel með á nótunum, þegar Morgunblaðið hafði samband við hann. „Mér líst mjög vel á að byrja í Stelpunum, er fullur eftirvænt- ingar og það er mikill heiður að fá að taka þátt í þessu.“ Pétur vill þó ekki kannast við að vera kominn í samkeppni við sinn eigin þátt, Strákana. „Nei, nei, við höfum aldrei litið þannig á þetta en ég verð hins vegar kominn með mikið uppsafnað áhorf þegar það fer á líða á árið. Við Strákarnir förum aftur í loftið 16. janúar og ég hef verið að vinna með þeim í dag og svo er ég núna að fara á æfingu með Stelp- unum. Ég verð kannski að- eins minna í atriðum hjá Strákunum til að byrja með en svo ætti þetta að jafnast út,“ segir Pétur Jóhann, hvergi banginn. Sjónvarp | Pétur Jóhann og Ragnar Braga ganga til liðs við Stelpurnar Stelpurnar fá Strák Ragnar Bragason leikstjóri. 62 SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 3.20, 5.40, 8 og 10.20 Jólamyndin 2005 Upplifðu ástina og kærleikann Sýnd kl. 2 og 4 Íslenskt tal Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 B.i. 12 ára 20% afsláttur af miðaverði fyrir viðskiptavini KB Banka Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 B.i. 14 ára „ áhugaverð og fáguð kvikmynd sem veitir ferskum straumum inn í íslenska kvikmyndagerð“ eeeeHJ / MBL „Mynd sem stendur fyllilega fyrir sínu" „...A Little Trip sýnir mann (Baltasar) sem hefur náð fullum tökum á list sinni" Valur Gunnarsson / Fréttablaðið Stórkostleg ævintýramynd frá meistara Terry Gilliam byggð á hinum frábæru Grimms ævintýrum með Matt Damon og Heath Ledger í aðalhlutverkum EINNIG SÝND Í LÚXUS kl. 3.45, 5.50, 8 og 10,10 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 B.i. 16 ára Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 16 ára 20% afsláttur af miðaverði fyrir viðskiptavini KB Banka Sýnd kl. 8 B.i. 14 ára Sýnd kl. 4 Íslenskt tal kl. 5.45 og 10 B.i. 12 ára ÞAÐ ER TIL STAÐUR ÞAR SEM SJÚKUSTU FANTASÍUR ÞÍNAR VERÐA AÐ VERULEIKA! Stranglega bönnuð innan 16 ára ÞAÐ ER TIL STAÐUR ÞAR SEM SJÚKUSTU FANTASÍUR ÞÍNAR VERÐA AÐ VERULEIKA! Stranglega bönnuð innan 16 ára eeee Dóri DNA / DV eeee Ó.Ö.H. / DV eeee Ó.Ö.H. / DV eee D.Ö.J. / Kvikmyndir.com Sýnd kl. 4 og 6 JUST FRIENDS Sími 564 0000Miðasala opnar kl. 13.30 eeee H.J. / MBL “…mikið og skemmtilegt sjónarspil...”eee D.Ö.J. / Kvikmyndir.com ....eiturgóð mynd.... Sirkus 30.12.05 TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS - AÐEINS 400 KR. ATH! SÝNINGAR SÉRMERKTAR MEÐ RAUÐU FEITASTI GRÍNSMELLUR ÁRSINS! eeee H.J. / MBL A.G. / BLAÐIÐ A.G. / BLAÐIÐ Pétur Jóhann er ánægður með að vera orðinn Stelpa. Stelpunum berst góður liðsauki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.