Morgunblaðið - 31.01.2006, Page 19

Morgunblaðið - 31.01.2006, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 2006 19 MINNSTAÐUR SUÐURNES LANDIÐ Reykjanesbær | „Ég er alveg ákveðinn í því að bíða. Ég á líka reynslu af því að eiga yngri systur svo ég veit ýmislegt um barna- uppeldi,“ sagði Andri Már Þorsteinsson í samtali við Morgunblaðið en hann hefur tekið þátt í forvarna- og fræðsluverkefninu „Hugsað um barn“ í Njarðvíkurskóla. Nú í febrúarbyrjun hefjast á ný forvarna- og fræðsluverkefnið „Hugsað um barn“ en það er verkefni fyrir nemendur í 8. bekk í grunnskólum Reykjanesbæjar. Það er ÓB ráðgjöf sem stendur fyrir verkefninu en til- gangur þess er að vekja ungt fólk til um- hugsunar um afleiðingar kynlífs. Jafnframt er leitast við að hafa áhrif á að það byrji að stunda kynlíf eldra en nú þekkist og af meiri ábyrgð. En þó afleiðingar kynlífs séu mest áberandi í verkefninu þá er „Hugsað um barn“ allsherjar forvarna- og fræðslu- verkefni. Þátttakendur fá ekki síður að vita um áhrif áfengis, reykinga og fíkniefna á líf þeirra og þroska. „Börn vita oft ekki hvernig þau eiga að fresta því að stunda kynlíf og nota fíkniefni. Þau eiga jafnvel eldri systkini sem eru farin að stunda kynlíf og það hefur auðvitað áhrif. Það er mjög flókið að eiga ungling í dag í öllu því áreiti sem er, en þá er bara okkar foreldra að standa okkur, setja reglur og veita þeim uppbyggilegt aðhald. Ef þau bíða þá eiga þau meiri möguleika á því að verða stór,“ sagði Ólafur Gunnar Grét- arsson, ráðgjafi og annar eigenda ÓB ráð- gjafar á kynningarfundi í Njarðvíkurskóla í liðinni viku. Hann sagði jafnframt að verk- efnið hafi sannað sig sem gríðarlega áhrifa- ríkt forvarnaverkefni á sviði heilsueflingar og félagsfærni þar sem það hefur verið reynt. Mjög truflandi Þátttakendur fá dúkku, stúlku eða dreng, með sér heim yfir helgi, dúkku sem hefur verið forrituð til að líkja eftir þörfum raun- verulegs barns. Hver þátttakandi fær dúkku með sín ákveðnu einkenni og við „foreldrið“ er fest armband sem tengist umönnun þess. Það þarf að stimpla sig inn og út þegar það sinnir dúkkunni. Ef dúkk- unni er ekki sinnt á umræddu tímabili þá kemur það fram í forriti hennar og hefur áhrif á einkunn þátttakenda fyrir verkefnið. „Þetta er þannig að dúkkan fer að gráta og maður þarf að athuga hvað er að. Það getur verið að hún þurfi að drekka, láta skipta á sér, hugga sig eða ropa,“ sagði Andri Már Þorsteinsson, einn þátttakenda, í samtali við blaðamann. Andri Már tók þátt í verkefninu síðasta vetur ásamt bekkj- arsystkinum sínum. Fyrsta nóttin reyndist auðveldari og óvenjulegri en þátttakendur hafa almennt upplifað. „Fyrstu nóttina sem ég tók þátt var Forvarnanótt í félagsmið- stöðinni Fjörheimum og við þurftum að taka dúkkurnar með okkur. Við þurftum ekki að vera að vakna þar sem við vöktum alla nóttina en maður var mjög bundinn yfir dúkkunni, við þurftum að vera með augu og eyru á barninu og sinna því og þess vegna var þetta mjög truflandi.“ Verkefnið hefur engu að síður fallið vel inn í forvarnanóttina og Andri Már sagðist alveg öruggur með það að bíða, auk þess sem reynslan af yngri systur hefði kennt honum ýmislegt. „Mitt „barn“ var nú samt mjög auðvelt miðað við mörg önnur. Sum voru að vakna kannski 10 sinnum yfir nóttina en ég þurfti að vakna 4 sinnum.“ Ingibjörg Kristinsdóttir móðir Andra skýtur inn í viðtalið að hún hafi nú þurft að ýta við honum nokkrum sinnum eftir vöku- nóttina og kannski ekki furða þegar menn eru vansvefta. Það gefur því auga leið að foreldrar þátttakenda þurfa að bregða sér í hlutverk ömmu og afa þá helgi sem verk- efnið stendur yfir. „Andri stóð sig mjög vel í þessu og hann hefur verið mjög hjálplegur með litlu systur, klæðir hana t.d. á hverjum morgni þannig að hann veit nú ýmislegt um barnauppeldi,“ sagði Ingibjörg. Hún bætti því við að hann hefði verið óvenjulega mikið heima þessa helgi og því til skýringar sagði Andri: „Mér fannst leiðinlegt að dröslast með þetta með mér,“ og er hér að vísa til dúkkunnar í bílstólnum sem hann mátti ekki og gat ekki skilið við sig. Hann fann líka að samfara þessu verkefni átti hann erfiðara með að sinna hugðarefnum sínum, sem eru körfuknattleikur með Njarðvík og trommuleikur með hljómsveitinni Exem, enda er eitt af markmiðum verkefnisins að sýna þátttakendum að þau þurfi að leggja eitthvað til hliðar þegar barn er komið í spilið. Forvarna- og fræðsluverkefnið „Hugsað um barn“ í grunnskólum Reykjanesbæjar „Leiðinlegt að dröslast með þetta“ Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Hugsað um barn Andri Már Þorsteinsson hefur tekið þátt í forvarna- og fræðsluverkefninu „Hugsað um barn“ og hann er ákveðinn í að bíða með barneignir þar til hann verður eldri. Hann býr þó að góðri reynslu við umönnun systur sinnar, Olgu Nönnu Miranda. Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Laugarás | Dýragarðurinn í Slakka í Laugarási í Árnessýslu hefur form- lega opnað nýjan innidýragarð. Þar eru meðal annars stór fiskabúr með risarækjum og fleiri sjávardýrum. Helgi Sveinbjörnsson og fjölskylda opnuðu dýragarð í Slakka fyrir tólf ár- um og hefur verið leitast við að byggja upp og bæta á hverju ári. Garðurinn var rekinn í tengslum við garð- yrkjustöð en fyrir nokkrum árum var ræktun hætt og síðan hefur verið unn- ið að því að finna not fyrir gróðurhúsin í þágu dýragarðsins og ferðaþjónust- unnar. Helgi kom upp aðstöðu í gróð- urhúsi fyrir minigolf og fleiri leiki. Þar er hægt að fylgjast með atburðum á stórum sjónvarpsskjá og fara í karókí, svo nokkuð sé nefnt. Helgi segir að þarna sé tekið á móti fyrirtækjahóp- um og fleiri hópum sem fari síðan í mat á veitingastaðnum í Slakka. Fiskar og fuglar Viðbótin sem nú var opnuð er í öðru gróðurhúsi og er innidýragarður. Honum er skipt í nokkrar deildir. Tel- ur Helgi að mesta athygli veki fimm stór fiskabúr með risarækjum og ýms- um tegundum fiska og annarra sjáv- ardýra. „Ég hafði heyrt um risarækju- eldið hjá Orkuveitu Reykjavíkur og datt í hug að það gæti verið gaman að sýna gestum þær. Þeim hjá Orkuveit- unni leist strax vel á og þetta gekk í gegn á nokkrum dögum,“ segir Helgi. Hann segir að mikið líf sé í rækju- búrinu. Þar séu meðal annars tveir karlar sem verji kerlingar sínar hvor fyrir öðrum með tilheyrandi átökum. Fugladeildin er við hliðina á fisk- unum. Þar er verið að setja upp stór fuglabúr sem í verður fjölbreytt úrval smáfugla þegar fram líða stundir. Nú þegar eru komnir um það bil fimmtán fuglar og segir Helgi að það sé aðeins byrjunin. Þá er hann með rottur, mýs, stökk- mýs og kanínur í innidýragarðinum, hænsnin eru þar og stórir páfagauk- ar eru væntanlegir. Þessi viðbót eykur mjög mögu- leika Dýragarðsins í Slakka. „Þótt við höfum aðeins getað haft dýra- garðinn opinn þrjá mánuði yfir há- sumarið hafa komið tuttugu þúsund gestir á ári. Nú getum við haft opið fyrir hópa allt árið,“ segir Helgi og nefnir að tilvalið sé fyrir skólahópa að koma í Slakka til að fræðast um dýrin, fara í leiki og njóta veitinga. Hann segir að reynt verði að hafa op- ið fyrir almenning um helgar, að minnsta kosti þegar gott er veður, nú þegar sól fer hækkandi en tekur fram að öruggara sé fyrir fólk að hringja á undan sér. Risarækjur sýndar í nýjum innidýragarði Ljósmynd/Ívar Örn Helgason Risarækja Eitt helsta aðdráttaraflið í innidýragarðinum í Slakka eru risarækjur. Þar er háð barátta um yfirráðin. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Minigolf Í gróðurhúsinu er minigolfvöllur, auk annarrar afþreyingar. Íþróttamaður Borgarbyggðar | Hafþór Ingi Gunnarsson, fyrirliði úrvalsdeildarliðs Skallagríms í körfuknattleik, hefur verið útnefnd- ur Íþróttamaður Borgarbyggðar 2005. Tómstundanefnd sveitarfé- lagsins stendur fyrir valinu og var viðurkenn- ingin veitt við at- höfn sem fram fór í Íþróttamiðstöð- inni síðastliðinn sunnudag, að því er fram kemur á vef Borgar- byggðar. Aðrir þeir sem tilnefndir voru frá deildum og fé- lögum voru: Bergþór Jóhannesson frjálsíþróttamaður úr Umf. Staf- holtstungna, Þórdís Fjeldsted Þor- steinsdóttir hestaíþróttamaður úr Faxa, Rasmus Christansen hesta- íþróttamaður úr Skugga, Ingólfur H. Valgeirsson knattspyrnumaður úr Umf. Skallagrími, Trausti Ei- ríksson kylfingur úr Golfklúbbi Borgarness, Trausti Eiríksson badmintonmaður úr Umf. Skalla- grími og Sigurður Þórarinsson sundmaður úr Umf. Skallagrími. Einnig heiðraði tómstundanefnd þær Freyju Bjarnadóttur Umf. Skallagrími, Valgerði Björnsdóttur Umf. Stafholtstungna og Guðrúnu Sigurðardóttur Umf. Agli fyrir óeig- ingjörn störf við íþrótta- og æsku- lýðmál í sveitarfélaginu en þær hafa allar unnið mikið fyrir leikdeildir fé- laganna. Þá fékk sunddeild Skallagríms hvatningarviðurkenningu fyrir gott starf og Ólafur Helgason, formaður körfuknattleiksdeildar, fékk við- urkenningu fyrir mikið og óeig- ingjarnt starf fyrir deildina á liðnum árum. Veitt var viðurkenning úr Minningarsjóð Auðuns H. Krist- marssonar og voru það þeir fé- lagarnir Trausti Eiríksson og Bjarki Þór Gunnarson sem fengu við- urkenningu og styrk úr sjóðnum að þessu sinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.