Morgunblaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR E N N E M M / S ÍA / N M 18 0 8 7 MISSTU EKKI AF ÞRÆÐINUM Notaðu tannþráð daglega. Hann nær þangað sem burstinn kemst ekki og munnurinn verður hreinni og heilbrigðari. GUÐMUNDI Magnússyni, fulltrúa ritstjóra Fréttablaðsins, var sagt upp störfum á blaðinu síðdegis sl. þriðjudag og hefur hann þegar látið af störfum. Skv. upplýsing- um Morgun- blaðsins sögðu ritstjóri og að- stoðarritstjóri Fréttablaðsins Guðmundi upp. Guðmundur staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að honum hafi verið sagt upp en hann sagðist ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu og um ástæður uppsagnarinnar. Hann vilji fá ráðrúm til að hugsa málið næstu daga áður en hann tjái sig eitthvað um aðdraganda þessa máls. Kári Jónasson, ritstjóri Frétta- blaðsins, vildi í gær ekkert segja um starfslok Guðmundar hjá Frétta- blaðinu. Fékk tiltal vegna leiðara Guðmundur hefur starfað á Fréttablaðinu í tæp tvö ár og hafði þau verkefni m.a. með höndum að skrifa leiðara, annast leiðarasíðu blaðsins og hafa umsjón með að- sendu efni. Hann var ráðinn fulltrúi ritstjóra haustið 2004. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var Guðmundur fyrir nokkru kallaður fyrir ritstjóra og honum veitt tiltal vegna leiðara sem hann skrifaði í Fréttablaðið um DV- málið og birtist 16. janúar sl. Í leiðaranum, sem bar yfirskrift- ina „Ritstjórnir fái erindisbréf“, fjallaði Guðmundur um ritstjórnar- legt sjálfstæði ritstjórna og sagði m.a.: „Það er til fyrirmyndar, sem upplýst var í vikunni, að stjórn Dagsbrúnar, móðurfélags 365 miðla, hafi sett þá reglu að stjórn- armönnum fyrirtækisins sé óheimilt að hafa afskipti af einstökum mál- um sem ritstjórnirnar fást við. Ekki er kunnugt um að önnur fjölmiðla- fyrirtæki hafi sett slíkar reglur. Hitt er einkennilegt sjónarmið hjá framkvæmdastjóra félagsins, Gunn- ari Smára Egilssyni, að yfirmenn á ritstjórnum eigi sjálfir að ákveða hvers konar fjölmiðil þeir reka. Eig- endur og rekstrarstjórar fjölmiðla eiga ekki að geta firrt sig ábyrgð með slíku tali enda blasir við að það getur ekki verið heil brú í slíkum vinnubrögðum. Því aðeins er vit í reglunni um að eigendur og stjórn- armenn fjölmiðlafyrirtækja virði sjálfstæði ritstjórna sinna að þeir hafi markað meginstefnuna og þannig sé hægt að sækja þá til ábyrgðar ekkert síður en ritstjórn- irnar ef út af bregður.“ Í leiðaranum sagði enn fremur: „Það var ekki á almennu vitorði starfsmanna 365 miðla að stjórnar- menn fyrirtækisins mættu ekki hafa afskipti af ritstjórnunum. Umrædd- ar reglur hafa ekki verið birtar starfsfólki. Mikilvægt er að það verði nú gert. Þá kemur væntanlega í ljós hvort reglan taki einnig til framkvæmdastjóra fyrirtækisins og markaðs- og auglýsingastjóra eins og eðlilegt hlýtur að teljast.“ Guðmundi Magnússyni sagt upp á Fréttablaðinu Guðmundur Magnússon „ÉG get staðfest að [Guðmundur Magnússon] hefur hætt störfum en vil ekki tjá mig að öðru leyti en því, að ég vísa al- gerlega á bug að þetta mál hafi eitthvað með skoðanir eða skrif Guðmundar að gera,“ segir Ari Edwald, for- stjóri 365 ljós- vakamiðla og 365 prentmiðla, er hann er spurður um uppsögn Guðmundar Magnússonar og undir hann borið hvort Guð- mundi hafi verið veitt tiltal vegna leiðaraskrifa í Fréttablaðinu. „Mér var það ljóst þegar ég var að setja mig inn í málefni fyrirtæk- isins eftir að ég var ráðinn, og það var áður en þessi leiðari sem þú ert að vísa til var skrifaður, að þá þeg- ar höfðu menn komist að þessari niðurstöðu á ritstjórn blaðsins sem núna er komin fram. Það er alveg kristaltært í mínum huga og kenn- ingar um annað eru bara rangar,“ segir Ari. Þetta mál hefur ekkert með skoðanir eða skrif að gera Ari Edwald HLÝINDIN að undanförnu hafa gert það að verkum að trjágróður hefur byrjað að springa út, þó enn sé það skammt á veg komið. Dæmi eru einnig um að páskaliljur séu farnar að blómstra í garði einum norðan heiða. Þórólfur Jónsson, garðyrkju- stjóri Reykjavíkurborgar, segir að gróður fari að bæra á sér þegar það sé hlýtt samfleytt í dálítinn tíma. Það sé ekki óvenjulegt að það geri hlýindakafla á vetrum og þetta verði ekki alvarlegt nema hlýindin haldi lengi áfram. Hann bætti því við að gróður þoli kuldakafla þótt hann sé farinn að bæra aðeins á sér. Hann þurfi að vera kominn talsvert lengra til þess að gera það ekki, þótt auðvit- að sé það mismunandi eftir teg- undum. Íslenska birkið til dæmis láti ekki plata sig, en öðru máli gegni um gróður sem ættaður sé annars staðar frá sem sé vanari því að ekki komi hlýindakaflar og kólni síðan aftur. Þórólfur sagði afar lítið hægt að gera til að vernda gróðurinn þegar um stærri runna og tré sé að ræða. Minni runnum og fjölærum sé hægt að skýla ef hlýindin haldist áfram. „Náttúran hefur sinn gang og eldri tré og grunnar þola það þó einhverjar greinar kali,“ sagði hann ennfremur. Búin að biðja þær að bíða Einstök veðurblíða ríkir einnig norðan heiða sem hefur ruglað gróðurinn í ríminu. Þannig prýða nú nýútsprungnar páskaliljur garðinn hjá Ute Stelle í Skessugili. Það hefur ekki gerst áður á þess- um árstíma. „Stundum springa þær út um páskana, jafnvel um hvítasunnuna eða bara þegar kom- ið er fram í júní,“ segir hún. Þegar hún tók eftir því fyrir nokkrum dögum, í lok janúar, að páskalilj- urnar voru að springa út, lagði hún yfir þær leifar af jólatré, þeim til skjóls. „Ég er búin að tala við þær,“ segir hún um páskaliljur sín- ar, „en þær bara hlusta ekki á mig, ég sagði þeim að vera bara rólegar áfram, þetta sé allt of snemmt.“ Götusópurinn á Akureyri hefur verið ræstur út og er nú á ferðinni að hreinsa sand og ryk af götum og þá brá Hallgrímur Arason, veit- ingamaður á Bautanum og La Vita é Bella í Kaupvangsstræti, sér út og spúlaði stéttina við veitinga- staðinn. Og hreinsaði í leiðinni kokkinn sem stendur fyrir utan staðina. Gróður tekur við sér í hlýindunum Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Kokkurinn við Kaupvangsstræti fékk baðið sitt í góða veðrinu. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Útsprungin páskalilja á Akureyri. Morgunblaðið/ÞÖK Brum á runnum í Reykjavík. ÁGÚSTA Eva Erlendsdóttir, sem gengur undir listamannsnafninu Sylvía Nótt, fær að flytja lagið „Til hamingju Ísland“ í Söngvakeppni sjónvarpsins á laugardaginn kemur þó svo lagið hafi komist í dreifingu á netinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Bjarna Guðmundssyni, fram- kvæmdastjóra Sjónvarpsins, sem Morgunblaðinu hefur borist. Yfirlýsingin er svohljóðandi: „Eitt þeirra laga sem valið hafði verið til keppni í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2006 fór í dreifingu á netinu. Aðstandendur lagsins harma þessi mistök og hafa beðist afsökunar á að þetta hafi gerst. Í ljósi þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað í kjölfar þessa atviks vill Sjónvarpið taka fram að um- rætt lag verður flutt í forkeppninni nk. laugardagskvöld. Fimm lög munu komast áfram og sjötta lagið á möguleika á að verða uppbót- arlag. Sjónvarpið vonar að þessi uppá- koma varpi ekki skugga á keppn- ina.“ Fær að flytja lagið HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur dæmt karlmann á þrítugsaldri í fimm mánaða fangelsi fyrir kanna- bisræktun en 33 kannabisplöntur, 38,03 grömm af kannabislaufum og 1,50 gr. af kannabisstönglum fund- ust í vörslu mannsins 20. september 2005. Ákærði játaði brot sitt fyrir dóminum en með því rauf hann skil- orðsbundinn dóm sem hann hlaut fyrir brot gegn ávana- og fíkniefna- lögum frá desember árið 2004. Í dóminum er litið til þess að ákærði á að baki langan feril innan dóms- kerfisins auk þess sem hann hefur ítrekað rofið skilorð. Ákærði greiði auk þess málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 65 þúsund krónur. Héraðsdómarinn Ingveldur Ein- arsdóttir dæmdi málið en verjandi var Hilmar Ingimundarson hrl. Fimm mánaða fangelsi fyrir kannabisræktun LANDSSÍMAHÚSIÐ við Aust- urvöll, sem staðið hefur autt frá árinu 2001, hefur nú verið leigt út að mestu. Þetta staðfesti Pálmi Sigmarsson, forsvarsmaður Að- alstrætis 11 ehf., eiganda hússins. Að sögn Pálma hafa áætlanir um hótelrekstur í húsinu verið lagðar til hliðar næstu 5-6 árin, en við eigendaskipti á húsinu í maí síð- astliðnum kom fram að bæði fyrri eigendur og núverandi eigendur höfðu ráðgert hótelrekstur í hús- inu. Pálmi sagði að gerðir hefðu verið leigusamningar til 5-6 ára við mismunandi aðila, meðal ann- ars Íslandsbanka og Landsbank- ann. Mestur hluti húsnæðisins mun verða nýttur undir skrifstofur. Pálmi benti á að félagið hefði byggingarrétt á 3500 fermetrum fyrir aftan skemmtistaðinn Nasa og á lóðinni sem snýr að Kirkju- stræti og bjóst Pálmi við að sá byggingarréttur yrði nýttur á næstu árum. Landssímahúsið leigt út VARAÐ er við orminum W32/ Kapser.A@mm sem mun eyða fjölmörgum skrám á sýktum tölv- um á morgun, 3. febrúar, og síðan endurtaka leikinn þriðja dag hvers mánaðar um alla framtíð eða þar til orminum er sjálfum eytt, samkvæmt upplýsingum frá Einari J. Skúlasyni. Meðal þeirra skjala sem ormurinn mun eyða eru Word-skjöl, Excel-skjöl, Pow- erPoint-skjöl, Adobe PDFskjöl og Adobe Photoshop-skjöl. Notend- ur sem ekki hafa hreinsað smit- aðar vélar fyrir þennan tíma og sem ekki eiga afrit af skjölum sín- um munu tapa þeim endanlega. Ormurinn berst í viðhengjum við tölvupósta sem lofa klámmyndum eða öðru myndefni sé viðhengi opnað. Þegar viðhengi er opnað smitast tölvan og veiran safnar tölvupóstföngum af harða drifinu og notar þau til að dreifa sér. Varað við tölvu- ormi á morgun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.