Morgunblaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 23 DAGLEGT LÍF Í FEBRÚAR reikna í huganum undir tímapressu jafnframt sem unnið var við lykla- borð, eða að tala fyrir framan fólk. „Það var aukin vöðvaspenna í þeim vöðvum sem starfsmennirnir þurftu ekki að nota, þeir skrifuðu á lykla- borð með hægri hendinni en ekki þeirri vinstri en í ljós kom aukin vöðvaspenna í vinstri handlegg og öxl. Eins var þegar þeir töluðu fyr- ir framan fólk, þá áttu þeir að sitja hreyfingarlausir, en samt var aukin spenna í þeim vöðvum sem mælt var frá. Þetta bendir til aukinnar vöðvaspennu þegar fólk er undir streitu eða álagi frekar en verkjum. Við spurðum um ýmis stoðkerf- iseinkenni til dæmis frá höfði, hálsi og baki, en jafnframt spurð- um við um of- næmi og óþægindi frá melting- arfærum og önd- unarfærum, og um sálræn einkenni eins og svefn- truflanir, þreytu, þunglyndi og kvíða eða óróleika.“ Góð þjálfun bætir líðan Ólöf segir niðurstöður benda til sterks samhengis á milli andlegra og líkamlegra kvartana og styðji það fyrri athuganir á því sviði. Hún segir þá pósthússtarfsmenn, sem voru í góðri líkamlegri þjálfun og „SUMIR álíta streitu og vöðva- bólgu vera vandamál nútíma lífs- hátta, en það er þekkt langt aftur í tímann að fólk hafi haft vöðvaein- kenni og kvartanir vegna þeirra. Rannsóknir á einangruðum þjóð- flokkum sýna einnig að kvartanir um líkamleg og sálræn óþægindi eru svipuð þar og annars staðar,“ segir Ólöf Anna Steingrímsdóttir sjúkraþjálfari og doktor í heilbrigð- isvísindum. Í doktorsritgerð sinni fjallar hún um kvartanir og tengsl þeirra við vöðvaviðbrögð hjá vinn- andi fólki. „Verkefnið fólst í því að gera athugun á um hundrað manns sem störfuðu við afgreiðslustörf á pósthúsum í Ósló. Markmiðið var að meginhluta tvíþætt, í fyrsta lagi að fylgjast með og skrá sveiflur í sálrænum og líkamlegum kvört- unum hjá starfsfólkinu yfir lengra tímabil. Niðurstöðurnar í þessum hluta rannsóknarinnar sýndu að það voru miklar sveiflur á milli mánaða og að fólk hafði tilhneig- ingu til að meta einkennin alvar- legri í fyrstu en síðar á tímabilinu. Í öðru lagi athuguðum við tengsl á milli líkamlegra eða andlegra ein- kenna og vöðvaviðbragða við vinnu þ.e. hvort vöðvarnir spenna sig eða ekki við kyrrsetuvinnu. Því hefur lengi verið haldið fram að streita og verkir gætu leitt til vöðvaspennu og svo gæti hún leitt til aukinna verkja og þá væri maður kominn inn í vítahring af vöðvaspennu, verkjum og streitu.“ Streita og álag hafa slæm áhrif Ólöf segir þá sem höfðu verki frá stoðkerfi hafa minni vöðvaspennu við verkefni sem kröfðust nokkurra átaka, sem gæti bent til að verk- irnir hefðu áhrif á hvernig vöðv- arnir brugðust við. Hins vegar höfðu þeir sem kvörtuðu yfir sál- rænum óþægindum aukna vöðva- spennu þegar þeir unnu að verk- efnum sem kröfðust huglægrar úrlausnar eins og til dæmis að með litlar kvartanir um svefnörðugleika, síður hafa verið með vöðvaspennu við hug- lægu verkefnin. „Svo virðist sem fólk noti í sumum tilvikum óþarf- lega mikla vöðva- starfsemi við vinnu sína og það mætti ráðleggja því að beita sér öðruvísi við verkefnaúrvinnsluna. Einstaklingurinn sjálfur getur bætt líðan sína með því að vera í góðri þjálfun og gæta að því að fá nægj- anlegan svefn. Ýmsar rannsóknir benda einnig til að það sé samhengi á milli tímapressu og kvartana þannig að fólk ætti að athuga hvort það geti minnkað tímapressuna í sínu daglega lífi. Þar að auki eru ýmsir aðrir vinnuvistfræðilegir þættir taldir geta haft áhrif á líð- anina og má þar til dæmis nefna lýsingu og vinnurými,“ segir Ólöf sem hefur búið í Noregi síðustu tólf ár ásamt manni sínum Benjamín Bjartmarssyni lækni og tveimur dætrum þeirra. Síðan hún lauk doktorsverkefninu hefur hún unnið við rannsóknir og kennslu en ný- verið tók hún við dósentsstöðu við Heilbrigðisvísindastofnun Óslóar- háskóla.  HEILSA | Ólöf Anna Steingrímsdóttir rannsakaði vöðvaviðbrögð hjá vinnandi fólki Samhengi milli andlegra og líkamlegra kvartana Ólöf mun flytja erindi um dokt- orsverkefni sitt á ráðstefnu á Degi sjúkraþjálfunar hinn 3. febrúar. Margir spenna vöðvana of mikið í kyrrsetuvinnu, sem leiðir til vöðvabólgu. Einstaklingurinn sjálfur getur bætt líð- an sína með því að vera í góðri þjálfun og gæta að því að fá nægjanlegan svefn Morgunblaðið/Ómar Ólöf Anna Steingrímsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.